Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. mars 2023 21:01 Steinbergur Finnbogason, segir þetta ekki ganga lengur, blaðamannafundunum þurfi að fækka. Vísir/Egill Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01