Gagnrýnir íburðarmikla blaðamannafundi lögreglu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 3. mars 2023 21:01 Steinbergur Finnbogason, segir þetta ekki ganga lengur, blaðamannafundunum þurfi að fækka. Vísir/Egill Lögmaður eins sakborninga í Euromarket-málinu svokallaða, sem látið var niður falla á dögunum, segir skaðabótamál gegn ríkinu í farvatninu. Hann gagnrýnir lögreglu fyrir íburðarmikla blaðamannafundi, sem séu til þess fallnir að sveigja almenningsálitið. Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“ Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Eins og fjallað var um í fréttatíma okkar í gær var hið svokallaða Euro market mál látið niður falla fyrir nokkrum dögum. En málið var kynnt sem eitt allra stærsta peningaþvættis og fíkniefnamál sem yfirvöld hafa tekist á við. Haldinn var stór blaðamannafundur þar sem málið var kynnt og fjölmiðlum boðið á staðinn, en nú þegar málið hefur verið fellt niður hefur verið minna um svör. Steinbergur Finnbogason, lögmaður eins þeirra sem höfðu stöðu grunaðs manns í næstum 6 ár gagnrýnir þessa blaðamannafundi. „Þarna er hlutlægni lögreglu varpað alveg frá þar sem að lögregla, í beinni útsendingu oftar en ekki, kemur fram til þess að útskýra mál með einhverjum hætti. Eins og það sé búið að sakfella fólk. Þessi fundur þarna í desember 2017 var þannig uppsettur að því var bara hreinlega haldið fram að þetta væri stærsta peningaþvættismál íslandssögunnar.“ Steinbergur segir engin fíkniefni hafa fundist yfir höfuð. Málið var mörg ár í rannsókn en tjón þeirra sem höfðu réttarstöðu sakborninga allan þennan tíma er talsvert að sögn hans. „Já og svo ef maður tekur afleiðingar fólksins sjálfs. Að vera handtekin um miðja nótt af sérsveit lögreglunnar undir alvæpni. Hneppt í gæsluvarðhald vikum saman. Svo að vera haldið með þessa réttarstöðu allan þennan tíma er mjög þungbært.“ Svona stórir blaðamannafundir séu orðnir full algengir og endi yfirleitt á einn veg. „Ég man ekki eftir neinu máli þar sem þetta hefur verið gert þar sem það hefur ekki sprungið með einhverjum hætti í andlit lögreglu. Hvort sem það er hryðjuverkamálið eða þessi borðum skreytti fundur 2017 eða Rauðagerðismálið eða fleiri mál.“ Skjólstæðingur Steinbergs hyggst leita réttar síns. „Ég geng fastlega útfrá því að gengið verði eftir bótum í málinu.“
Peningaþvætti í Euro Market Lögreglan Reykjavík Lögreglumál Dómsmál Tengdar fréttir „Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Ég er búinn að grátbiðja um ákæru“ Karlmaður sem tengdur var við Euromarket-málið hefur enn stöðu sakbornings þrátt fyrir að hafa grátbeðið um niðurstöðu. Fjölmennt lögreglulið hélt blaðamannafund um málið fyrir fimm árum. Héraðssaksóknari segir að málið sé enn í vinnslu. 15. desember 2022 07:01