Góður sigur hjá Roma og markaveisla í Berlín Smári Jökull Jónsson skrifar 9. mars 2023 20:01 Jose Mourinho gefur Gini Wijnaldum leiðbeiningar í leiknum gegn Real Sociedad í kvöld. Vísir/Getty Roma vann góðan 2-0 sigur á Real Sociedad í Evrópudeildinni í kvöld. West Ham náði í sigur til Kýpur í Sambandsdeildinni og það var boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni. Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Alls er sjö leikjum lokið í 16-liða úrslitum bæði Evrópu- og Sambandsdeildarinnar og fjölmargir leikir að hefjast á næstu mínútum. Í Róm tóku heimamenn í Roma á móti Real Sociedad sem situr í fjórða sæti La Liga. Stephan El Shaarawy kom Roma yfir á 13.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks. Staðan hélst 1-0 allt þar til þrjár mínútur voru eftir en þá skoraði Marash Kimbulla mark sem gæti reynst Rómverjum mikilvægt fyrir seinni leikinn. Í Berlín var síðan boðið upp á markaveislu í leik Union Berlin og Saint-Gilloise. Victor Boniface kom heimamönnum yfir á 28. mínútu en Josip Juranovic jafnaði metin þremur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Það rigndi duglega í leik Union Berlin og Saint-Gilloise í Þýskalandi.Vísir/Getty Gestirnir tóku síðan forystuna á 58.mínútu. Yorbe Vertessen skoraði þá með skoti úr vítateignum eftir hraða sókn. Tíu mínútum jafnaði Robin Knoche fyrir heimamenn en gestirnir voru ekki lengi að ná forystuna á ný með öðru marki Boniface. Union Berlín tókst þó að bjarga andlitinu í lokin þegar Sven Michel jafnaði á 89.mínútu. Einvígið hnífjafnt fyrir seinni leik liðanna í Sviss. Í Þýskalandi vann Bayer Leverkusen loks 2-0 sigur á Ferencvaros með mörkum Karim Demberay og Edmond Tapsoba. West Ham í góðri stöðu Á Kýpur náði West Ham í 2-0 sigur gegn AEK Larnaca í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. Michael Antonio skoraði bæði mörk West Ham í fyrri hálfleiks sem er því í ansi þægilegri stöðu fyrir síðari leikinn í London í næstu viku. Í Belgíu gerðu Anderlecht og Villareal 1-1 jafntefli. Gestirnir komust yfir á 28. mínútu með marki Manu Trigueros en Anders Dreyr jafnaði fyrir Anderlecht í síðari hálfleiknum. Að lokum tóku Íslandsvinirnir í Sheriff Tiraspol á móti Nice á heimavelli sínum í Moldavíu en liðið mætti einmitt Val í undankeppni Evrópudeildarinnar fyrir nokkrum árum. Í þeim leik kom aðeins eitt mark. Það skoraði Ayoub Amraoui fyrir Nice undir lok fyrri hálfleiksins. Seinni leikir beggja keppna fara fram að viku liðinni.
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira