Heilbrigðismál í Suðurnesjabæ Anton Guðmundsson skrifar 9. mars 2023 22:31 Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Heilbrigðismál Anton Guðmundsson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Sandgerði og Garður. Á árum áður voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Bæjaryfirvöld hafa unnið að málinu í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og einnig hafa átt sér stað samtöl við Heilbrigðisráðherra og þingmenn kjördæmisins. Eftir sveitarstjórnarkosningar í vor hefur verið settur aukinn þrýstingur á ríkið að bæta úr þessari stöðu í sveitarfélaginu. En í málefnasamningi meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks seigir að áfram verði unnið að því að tryggja íbúum sveitarfélagsins heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Suðurnesjabær er tæplega 4.000 manna sveitarfélag sem er næst stærsta sveitarfélag á suðurnesjum á jafnframt það eina á svæðinusem hefur hvorki heilbrigðisþjónustu né hjúkrunarheimili. Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt öðrum þingmönnum í Suðurkjördæmi lögðu fram þingsályktunartillögu þann 08.11.2022 um Heilsugæslusel í Suðurnesjabæ. Sveitarfélagið hefur nú þegar boðið fram hentugt húsnæði undir starfsemina sem bæði er vel staðsett, með nægum bílastæðum og fyrsta flokks aðgengi á jarðhæð. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt gott samstarf við HSS enda verkefnið til þess fallið að auka þjónustu við íbúa og um leið draga úr álagi á heilsugæslu HSS í Reykjanesbæ. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er staðsett í Suðurnesjabæ, aukið álag má einkum rekja til gríðarlegrar fólksfjölgunar á Suðurnesjum auk álags vegna komu ferðamanna og flóttamanna sem njóta þjónustu ríkisins á svæðinu. Samkvæmt viðmiðum um heilbrigðisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu má gera ráð fyrir að heilsugæslu þjónustu á bilinu 8.000–12.000 manns. Heilsugæslusel sem sinna takmarkaðri þjónustu má finna víða um land og er starfseminni stýrt af heilbrigðisstofnunum á viðkomandi þjónustusvæði. Bæjaryfirvöld og íbúar í Suðurnesjabæ hafa lengi kallað eftir því að þjónustan verði endurvakin til að tryggja grunnþjónustu í vaxandi samfélagi sem er nú orðið næst stærsta sveitarfélag Suðurnesja og hafa stjórnendur HSS tekið undir þau sjónarmið. Eins og málið blasir nú við eru þrír byggðarkjarnar á landinu sem hafa enga heilbrigðisþjónustu þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur, tveir af þessum byggðarkjörnum eru staðsettir í Suðurnesjabæ, Þetta er staða sem íbúar Suðurnesjabæjar geta ekki sætt sig við. Eftir þau uppbyggilegu samtöl sem við höfum átt við Heilbrigðisráðherra og þingmenn í kjördæminu er það staðfest trú mín að þetta mál verði klárað, um er að ræða stórt réttlætismál fyrir hag og velferð íbúa Suðurnesjabæjar. Höfundur er oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar