Tekist á um dánarbú Leonards Cohen Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. mars 2023 14:01 Leonard Cohen lést árið 2016, 82 ára gamall. Hann var afkastamikið ljóðskáld þegar hann var ungur, en fór ekki að syngja og gefa út plötur fyrr en á fertugsaldri. Jim Dyson/Getty Images Einkaerfingjar kanadíska ljóðskáldsins og tónlistarmannsins Leonards Cohen saka umboðsmann söngvarans um að reyna að ræna dánarbúinu innan frá. Dánarbúið er metið á tæpar 50 milljónir dala og þessa dagana er tekist á um það fyrir dómstólum í Los Angeles. Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala. Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Segja umbann fara með dánarbúið sem eigin eign Leonard Cohen lést fyrir 7 árum, árið 2016. Hann fól umboðsmanni sínum, Robert Kory, að hafa umsjón með dánarbúinu. Börn Cohens, Adam og Lorca, saka Kory þennan um að ganga um dánarbúið sem væri það hans persónulega eign, skipuleggja sýningar á eigum Cohens, gefa út ókláraða skáldsögu og selja dánarbúið í skömmtum, því þannig græði hann sjálfur sem mest. Það sé vegna þess að Kory hafi, platað Cohen til að skrifa undir skjal, rétt fyrir dauða sinn, sem veiti honum 15% umboðslaun af öllu því sem selt verði úr dánarbúinu. Þar með sé kominn upp hagsmunaárekstur; dánarbússtjóri eigi að gera búið upp, en nú hafi hann meiri hagsmuni af því að selja búið en koma því til réttmætra erfingja. Útgáfurétturinn að verkum Cohen seldur fyrir 58 milljónir dala Þessi hagsmunaárekstur endurspeglast kannski best í því að í fyrra seldi Kory útgáfufyrirtækinu Hipgnosis útgáfuréttinn að öllum 278 lögum Cohens. Samningurinn er metinn á 58 milljónir dala, og því koma tæplega 9 milljónir dala í hlut Korys. Þetta er kaldhæðnislegt í ljós þess að Robert Kory var umboðsmaður Cohens síðasta áratuginn eftir að fyrrverandi umboðsmaður hans, Kelley Lynch, hafði rúið Cohen inn að skinni og haft af honum a.m.k. 5 milljónir dala. Segja græðgi ráða för Lögfræðingar Kory segja að græðgi ráði för systkinanna, þau vilji komast yfir dánarbúið, en að það hafi verið einlægur vilji Cohens að halda dánarbúinu fjarri börnum sínum. Á tímabili hafi hann jafnvel hugleitt að gera þau arflaus með öllu, en umboðsmaður hans, Kory, hafi fengið hann ofan af því. Adam og Lorca halda því hins vegar fram að Cohen hafi fyllst eftirsjá á dánarbeðinu yfir að hafa falið umboðsmanni sínum að sjá um dánarbúið. Fölsuð skjöl Lögmaður systkinanna, Adam Streisand, já hann er frændi Barböru, og hefur áður verið lögmaður erfingja Michael Jacksons og Muhammed Ali, segir í samtali við spænska blaðið El País að skjalið sem veiti Kory umboð til að ráðstafa dánarbúinu, sé falsað. Blaðsíðum hafi verið skipt út úr skjalinu eftir að Cohen lést, sem veiti Kory meira vald en Cohen ætlaði honum. Þetta hafi lögmenn Kory viðurkennt. Deila barna Cohens og umboðsmanns hans kemur fyrir dóm í Los Angeles síðar í þessum mánuði, 7 árum eftir að Cohen kvaddi þessa jarðvist, en dánarbú Cohens er metið á 48 milljónir bandaríkjadala.
Bandaríkin Menning Tónlist Kanada Tengdar fréttir Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25 Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Dánarbú Leonard Cohen ósátt við bíræfna notkun Repúblikana á Hallelujah Dánarbú kanadíska tónlistarmannsins Leonard Cohen er ósátt við skipuleggjendur landsþings Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, sem spiluðu lag hans Hallelujah í tvígang á landsþinginu, eftir að hafa fengið þvert nei frá forsvarsmönnum dánarbúsins. 29. ágúst 2020 08:25
Leonard Cohen lést í svefni eftir fall Umboðsmaður hans segir að dauði Cohen hafi verið „sviplegur, óvæntur og friðsæll.“ 17. nóvember 2016 10:05