Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. mars 2023 10:20 Mike Pence er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna. GEtty/Saul Loeb Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Mike Pence fór hörðum orðum um forsetann fyrrverandi á hátíðarkvöldverði í Washington. Segja má að andað hafi köldi milli þeirra tveggja frá því að Pence hafnaði því að fylgja fyrirmælum Trump, meðal annars um að synja Joe Biden um staðfestingu á kjöri hans sem forseta. Mike Pence var staddur inni í þinghúsinu þegar þúsundir stuðningsmanna Trump ruddust þangað inn daginn örlagaríka, 6. janúar 2021 og stýrði staðfestingu Bandaríkjaþings á kjöri Joe Biden sem forseta sama dag. Á meðan árásinni stóð tísti Trump margsinnis og kallaði eftir því að Repúblikanar myndu „berjast“. Þá hélt því að halda því fram að brögð hefðu verið í tafli í forsetakosningunum og gagnrýndi Pence fyrir að staðfesta kjör Bidens. „Trump hafði alrangt fyrir sér,“ sagði Pence við blaðamenn og gesti á árlegum hátíðarkvöldverði í Washington sem kallaður er Gridiron. Yfirlýsingar um kosningasvindl hafi jafnframt ekki átt við nein rök að styðjast. Mike Pence segir orð Trump hafa ógnað öryggi fjölskyldu sinnar og fleiri í þinghúsinu. „Ég hafði engan rétt til að breyta niðurstöðum kosninganna,“ sagði Pence. Kallað hafi verið eftir því úr innrásarliðinu að hann skyldi hengdur á staðnum. „Það sem gerðist þennan dag var svívirðilegt og það er beinlínis óheiðarlegt að halda öðru fram. Svo lengi sem ég lifi mun ég aldrei gera lítíð úr þeim sem særðust eða létust í árásinni, eða hetjulegri framgöngu lögreglu þennan hörmulega dag,“ sagði Pence. Pence kvaðst jafnframt íhuga að bjóða sig fram í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningar 2024.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira