Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi Magnús Guðmundsson, Sigfinnur Mikaelsson og Benedikta Svavarsdóttir skrifa 12. mars 2023 14:30 Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör. Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð. Skoðum eftirfarandi athugasemd Múlaþings "Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu, strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi. Allir sem vilja láta sig varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. " Samþykkt með 4 atkvæðum 2(PH. ÞÓ) eru á móti 1(ÁHB) sat hjá. Stjórnsýsla á villigötum Er ekki sveitarstjórnarfólk að misskilja til hvers það er kosið? Þið hafið fullan rétt á og eigið að senda inn athugasemdir þegar þverbrjóta á lög og reglugerðir í sveitarfélaginu, en sleppið því og hvetjið aðra til að gera það. Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð við uppbyggingu nýs sveitarfélags. Minnum líka á að þegar sjókvíaeldis fyrirtækin ókyrrast þá hóta þau skaðabótamáli vegna uppbyggingarinnar. Með því að samþykkja eldi í firðinum á vafasömum forsendum er líka verið að taka áhættu á margmilljarða málsóknum eldisfélaganna ef eitthvað breytist síðar og eldið verður lagt af með lögum. Íbúalýðræðið 75% íbúa Seyðisfjarðar eru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Skv. fundargerð Heimastjórnar Seyðisfjarðar 08.03.2023 er engin bókun um að heimastjórnin taki mark á þessari afdráttarlausu niðurstöðu. Við treystum því að minni hluti sveitarstjórnar geri það. En hvað með meirihlutann? Ætlar hann að halda áfram að styðja við algerlega siðlausan yfirgang Ice Fish Farm, við að troða með öllum tiltækum ráðum sjókvíaeldi í Seyðisfjörð, og taka þar með fullan þátt í að brjóta lög og reglur, í stað þess að virða íbúalýðræðið í Múlaþingi? Fjögur sveitarfélög með misjafnan bakgrunn og þarfir, sem eiga að sameinast undir einu þaki, þurfa öll að fá að þróast, dafna og blómstra á sínum forsendum ef sameinað sveitarfélag á að vera fallegt og eiga sér framtíð. Þið takið alla vega ekki einn úr fjögurra manna bekk og setjið hann út í horn eða vaðið yfir hann á skítugum skónum og hreinlega berjið til hlýðni. Fallegt – NEI. Gamli bær, byggðin mín Seyðisfjarðarhöfn er önnur stærsta millilanda ferðamannagátt landsins og fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfnin. 92% allra ferðamanna, sem koma um Egilstaðaflugvöll koma á Seyðisfjörð, til að skoða gömul hús, sem mörg hýsa góða veitingastaði og gistingar. Þar er líka listalýðháskóli og fræðasetrið á Skálanesi, sem hvort tveggja hefur laðað að sér fólk frá mismunandi löndum. Eigum við að tala um Bláu kirkjuna, Regnbogastræti https://www.youtube.com/watch?v=w6_obauULw0 og auglýsingu Inspired by Iceland https://www.youtube.com/watch?v=f88UJyCA__M. Allt þetta hefur kynnt Seyðisfjörð fyrir fólki úr öllum heimshornum, og gert hann að þeim sérstaka bæ sem hann er. Seyðisfjörður var fyrstur til að styðja hinsegin samfélagið með regnbogastræti, og hellurnar í því eru ekkert verksmiðjudót. Þær voru handunnar í áhaldahúsinu á sínum tíma að nokkrum pjökkum og einn þeirra er starfsmaður enn í dag. Sjókvíaeldi á ekki heima í þessum fagra bæ. Af hverju styður Múlaþing ekki Seyðisfjörð til að vaxa áfram og dafna á sínum forsendum? Falleg framtíðarsýn Eða eins og Seyðfirðingurinn Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SVN orðaði svo vel 16. janúar 2021 eftir skriðuföllin miklu:„Á síðustu árum hefur Seyðisfjörður fest sig í sessi sem menningar- og ferðamannabær. Að koma heim á heitum sumardögum er dásemdin ein, þar sem fjölþjóðlegt mannlíf nýtur sín í skjóli tignarlegra fjallanna sem umvefja byggðina með logni á fögrum sumarkvöldum. Fólk upplifir fegurðina í stillunni við ánna og nýtur lífsins.Sagan og menningin sem bærinn hefur að geyma á að vera grunnur að framtíðaruppbyggingu Seyðisfjarðar. Fegurðin í kringum bæjarstæðið er einstök, hana ber að fanga í framtíðarskipulagi bæjarins út frá lóninu og upp með ánni. Náttúran er líka einstök til útiveru, fjallgöngur, fjörðurinn lygn, lognið algjört, sumarkvöldin þar sem austfjarðaþokan sveipar hulu sinni yfir bæinn.“ Baráttan er ekki búin Við hjá VÁ munum alla vega nota kraftinn í firðinum okkar fagra, til að berjast áfram við að vernda og umvefja hann. Við finnum fyrir miklum stuðningi víða að. Í nýrri könnun er 61% landsmanna andvígir sjókvíaeldi. Á þessari mynd er ytri höfnin í Seyðisfirði með þrem kvíastæðum sem hvert er 1.800 * 500 m. Það er eðlileg stærð fyrir umsókn Ice Fish Farm um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Breiddin frá Borgartanga og yfir fjörðinn við innsta kvíastæðið er um 880 m og til samanburðar er siglingaleiðin frá Sundahöfn út í Viðey sú sama. Sjá menn fyrir sér sjókvíaeldi þar, sem lokar aðkomu bæði Samskipa og Eimskipa? Skyldi innviðaráðherra samþykkja það? Höfundar eru félagsmenn i VÁ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör. Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð. Skoðum eftirfarandi athugasemd Múlaþings "Umhverfis- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu, strandsvæðaskipulag Austfjarða. En bendir hins vegar á að æskilegra væri að skipulagsvald sveitarfélaga næði til hafsvæða inni á fjörðum þar sem sú staða getur verið uppi að mannvirki á haffletinum hafi eins mikil áhrif á umhverfi og ásýnd líkt og þau sem eru á landi. Allir sem vilja láta sig varða skipulag svæðisins eru hvattir til að kynna sér skipulagstillöguna og koma á framfæri ábendingum og eða athugasemdum við skipulagstillöguna og umhverfismat hennar. " Samþykkt með 4 atkvæðum 2(PH. ÞÓ) eru á móti 1(ÁHB) sat hjá. Stjórnsýsla á villigötum Er ekki sveitarstjórnarfólk að misskilja til hvers það er kosið? Þið hafið fullan rétt á og eigið að senda inn athugasemdir þegar þverbrjóta á lög og reglugerðir í sveitarfélaginu, en sleppið því og hvetjið aðra til að gera það. Þetta eru ekki stórmannleg vinnubrögð við uppbyggingu nýs sveitarfélags. Minnum líka á að þegar sjókvíaeldis fyrirtækin ókyrrast þá hóta þau skaðabótamáli vegna uppbyggingarinnar. Með því að samþykkja eldi í firðinum á vafasömum forsendum er líka verið að taka áhættu á margmilljarða málsóknum eldisfélaganna ef eitthvað breytist síðar og eldið verður lagt af með lögum. Íbúalýðræðið 75% íbúa Seyðisfjarðar eru á móti sjókvíaeldi í firðinum. Skv. fundargerð Heimastjórnar Seyðisfjarðar 08.03.2023 er engin bókun um að heimastjórnin taki mark á þessari afdráttarlausu niðurstöðu. Við treystum því að minni hluti sveitarstjórnar geri það. En hvað með meirihlutann? Ætlar hann að halda áfram að styðja við algerlega siðlausan yfirgang Ice Fish Farm, við að troða með öllum tiltækum ráðum sjókvíaeldi í Seyðisfjörð, og taka þar með fullan þátt í að brjóta lög og reglur, í stað þess að virða íbúalýðræðið í Múlaþingi? Fjögur sveitarfélög með misjafnan bakgrunn og þarfir, sem eiga að sameinast undir einu þaki, þurfa öll að fá að þróast, dafna og blómstra á sínum forsendum ef sameinað sveitarfélag á að vera fallegt og eiga sér framtíð. Þið takið alla vega ekki einn úr fjögurra manna bekk og setjið hann út í horn eða vaðið yfir hann á skítugum skónum og hreinlega berjið til hlýðni. Fallegt – NEI. Gamli bær, byggðin mín Seyðisfjarðarhöfn er önnur stærsta millilanda ferðamannagátt landsins og fjórða stærsta skemmtiferðaskipahöfnin. 92% allra ferðamanna, sem koma um Egilstaðaflugvöll koma á Seyðisfjörð, til að skoða gömul hús, sem mörg hýsa góða veitingastaði og gistingar. Þar er líka listalýðháskóli og fræðasetrið á Skálanesi, sem hvort tveggja hefur laðað að sér fólk frá mismunandi löndum. Eigum við að tala um Bláu kirkjuna, Regnbogastræti https://www.youtube.com/watch?v=w6_obauULw0 og auglýsingu Inspired by Iceland https://www.youtube.com/watch?v=f88UJyCA__M. Allt þetta hefur kynnt Seyðisfjörð fyrir fólki úr öllum heimshornum, og gert hann að þeim sérstaka bæ sem hann er. Seyðisfjörður var fyrstur til að styðja hinsegin samfélagið með regnbogastræti, og hellurnar í því eru ekkert verksmiðjudót. Þær voru handunnar í áhaldahúsinu á sínum tíma að nokkrum pjökkum og einn þeirra er starfsmaður enn í dag. Sjókvíaeldi á ekki heima í þessum fagra bæ. Af hverju styður Múlaþing ekki Seyðisfjörð til að vaxa áfram og dafna á sínum forsendum? Falleg framtíðarsýn Eða eins og Seyðfirðingurinn Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SVN orðaði svo vel 16. janúar 2021 eftir skriðuföllin miklu:„Á síðustu árum hefur Seyðisfjörður fest sig í sessi sem menningar- og ferðamannabær. Að koma heim á heitum sumardögum er dásemdin ein, þar sem fjölþjóðlegt mannlíf nýtur sín í skjóli tignarlegra fjallanna sem umvefja byggðina með logni á fögrum sumarkvöldum. Fólk upplifir fegurðina í stillunni við ánna og nýtur lífsins.Sagan og menningin sem bærinn hefur að geyma á að vera grunnur að framtíðaruppbyggingu Seyðisfjarðar. Fegurðin í kringum bæjarstæðið er einstök, hana ber að fanga í framtíðarskipulagi bæjarins út frá lóninu og upp með ánni. Náttúran er líka einstök til útiveru, fjallgöngur, fjörðurinn lygn, lognið algjört, sumarkvöldin þar sem austfjarðaþokan sveipar hulu sinni yfir bæinn.“ Baráttan er ekki búin Við hjá VÁ munum alla vega nota kraftinn í firðinum okkar fagra, til að berjast áfram við að vernda og umvefja hann. Við finnum fyrir miklum stuðningi víða að. Í nýrri könnun er 61% landsmanna andvígir sjókvíaeldi. Á þessari mynd er ytri höfnin í Seyðisfirði með þrem kvíastæðum sem hvert er 1.800 * 500 m. Það er eðlileg stærð fyrir umsókn Ice Fish Farm um sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Breiddin frá Borgartanga og yfir fjörðinn við innsta kvíastæðið er um 880 m og til samanburðar er siglingaleiðin frá Sundahöfn út í Viðey sú sama. Sjá menn fyrir sér sjókvíaeldi þar, sem lokar aðkomu bæði Samskipa og Eimskipa? Skyldi innviðaráðherra samþykkja það? Höfundar eru félagsmenn i VÁ
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun