Umfjöllun og viðtal: Fjölnir-Breiðablik 90-72 | Gott gengi Grafarvogsbúa heldur áfram Stefán Snær Ágústsson skrifar 15. mars 2023 20:00 Fjölnir heldur áfram að gera það gott. Vísir/Hulda Margrét Fjölnir vann sannfærandi sigur á Breiðablik í 25. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Blikakonur byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta en sterk liðsframmistaða Fjölniskvenna skilaði Gravarvogsliðinu stigunum tveimur í endurkomusigri, lokatölur 90-72. Gestirnir frá Kópavogi byrjuð leikinn af krafti og tóku fljótt yfirhöndina en það var Birgit Ósk í liði Blika sem setti fyrstu körfu leiksins. Blikakonur keyrðu ákveðnar á vörn Fjölnis og virtust ferskari og með meiri sigurvilja. Fjölniskonur virtust ekki vaknaðar en öll læti og stemning var að koma frá hliðarlínu gestanna. Kristjana þjálfari Fjölnis var allt annað en sátt og byrjaði að kalla á leikmenn sína að tala saman. „Ég heyri ekki í neinum, við verðum að tala! 18 stig á 6 mínútum gegn þessu liði er óásættanlegt.“ heyrðist frá henni. Blikar voru þó að finna pláss í teig Fjölnis og átu auðveld stig, „of auðvelt“ að mati Kristjönu þjálfara. Blikar héldu þó áfram pressunni en þrátt fyrir aðeins betri lokakafla og skemmtilegan „buzzer-beater“ frá Brittnay Dinkins, endaði leikhlutinn 25-28 fyrir gestunum. Annar leikhluti hófst á allt öðrum nótum með Fjölniskonur í bílstjórasætinu en þær byrjuðu af krafti og ætluðu sér greinilega að rétta úr stöðunni. Heimaliðið setti fyrstu tvær körfur leikhlutans og á 13. mínútu tók Fjölnir forskotið í fyrsta skiptið í leiknum. Blikar hættu að skora og hrundi nýting þeirra úr 55% í fyrsta leikhluta niður í dræm 41%. Þetta olli því að eftir 28 stiga fyrsta leikhluta setti Kópavogsliðið aðeins 12 stig í þeim næsta, veruleg kólnun sem erfitt er að útskýra. Hálfleikurinn endaði svo með öðrum „buzzer-beater“, í þetta skipti frá Aðalheiði Ellu í heimaliðinu. Fjörugur hálfleikur endaði með heimakonur yfir, 49-40. Ljóst var að ef Blikar ætluðu sér að snúa við gengi liðsins hefðu þær þurft að byrja seinni hálfleik á sama hátt og þann fyrri. Allt kom þó fyrir ekki og voru það Fjölniskonur sem byrjuðu betur, með vel skipulögðum sóknum og orkumiklu spili. Brittany Dinkins sýndi leiðtogahæfileika sýna en þessi reyndi leikmaður kallaði og skipaði liði sínu fyrir og hélt uppi liðstemningunni. Hálfa leið inn í þriðja leikhluta og heimaliðið var komið með 20 stiga forskot. Nýting Blikakvenna hélt áfram að hrapa og var komin niður í 39% en þarna var orðið nokkuð ljóst í hvað stefndi. Þar sem staðan var orðin dræm fyrir gestina og úrslitin líklega ákveðin var fjórði leikhlutinn nýttur í bætingar og reynslusöfnun. Liðin leyfðu ungum leikmönnum sem ekki höfðu spilað mikið á tímabilinu að spreyta sig í efstu deild og varð þá leikurinn orkumeiri en gæðaminni. Fjölniskonur höfðu byggt sér upp nær 30 stiga forskot um miðjan leikhluta en skiptu svo nánast út öllu byrjunarliðinu. Blikar héldu áfram að pressa en leyfðu þó einnig ungu leikmönnum sínum að snerta boltann. Undir lok leiks höfðu Blikar minnkað muninn í 18 stig en það var í raun þýðingarlítið þar sem úrslitin voru klár. Sjötti ósigur Blika í röð staðfestur, lokatölur 90-72. Af hverju vann Fjölnir? Liðsframmistaða Fjölnis skilaði þeim stigunum tveimur í kvöld en liðið náði að dreifa álaginu vel á milli sín. Fimm leikmenn með yfir tíu stig og níu mismunandi markaskorarar sýnir vel að Kristjana þjálfari Fjölnis hefur náð að byggja upp samheldið lið til framtíðar. Hverjar stóðu upp úr? Í liði gestanna átti Rósa Björk frábæran einstaklingsleik, með flest stigin á vellinum en hún endaði með 24 stig og 13 fráköst. Birgit Ósk var einnig stöðug nær allan leikinn með 13 stig og 12 fráköst. Spil heimaliðs Fjölnis einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu og var hagur liðsins tekin yfir tölfræðisöfnun einstaklinga, þar á meðal stjörnuleikmannsins Brittnay Dinkinks. Þó hún hafi endað með einungis 15 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, sem telst rólegur leikur fyrir hana, voru leiðtogahæfileikar hennar gríðarlega mikilvægir fyrir lið Fjölnis. Af ungu leikmönnum Fjölnis stóðu nokkrar upp úr en Bergdís Anna skilaði fallegum þriggja stiga körfum og endaði með 8 stig og Heiður Karlsdóttir tengdi vel með henni og setti 16 stig og 12 fráköst. Hvað gekk illa? Blikar misstu niður orku og nýtingu eftir korter og náðu aldrei að byggja upp þann kraft aftur. Eftir 28 stig í fyrsta leikhluta settu Blikar aðeins 12 í öðrum og 15 í þriðja. Skotnýting þeirra fór sömuleiðis dvínandi en eftir 55% byrjun í fyrsta leikhluta minnkaði það niður í 41% í öðrum og 39% í þriðja. Það sést á þessari tölfræði að annar leikhluti slökkti alveg á Blikum sem söknuðu Sanja Orozovic gríðarlega. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu en fara inn í þá með allt öðruvísi hugarfari. Fjölniskonur eru bjartsýnar fyrir framtíðinni en þær eiga erfiðan leik fyrir höndum við Hauka í næstu umferð. Blikar eru með fleiri spurningar en svör eftir þennan sjötta tapleik í röð og munu vilja næla í einhver jákvæð úrslit í síðustu þremur leikjunum sem þær gætu þá byggt á fyrir næsta tímabil. Breiðablik á tvo heimaleiki framundan, gegn sterku liði Njarðvíkur og fallliði ÍR. Framtíðin er mjög björt Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis.VÍSIR/BÁRA Dröfn Kristjana Eir Jónsdóttir var að vonum sátt með lið sitt eftir sannfærandi sigur Fjölnis á Breiðablik í 25. umferð Subway deild kvenna í Dalhúsum í kvöld. „Ég er mjög sátt. Við spiluðum virkilega vel saman sem lið.“ Leikurinn var kaflaskiptur en Fjölniskonur tóku yfirhöndina eftir kortersleik og litu aldrei til baka. „Ég veit ekki hversu margar stoðsendingar við vorum með en þær voru 16 í hálfleik þannig það hljóta að hafa verið vel yfir 20 í seinni hálfleik. Það eru fimm leikmenn sem skora yfir 10 stig, við erum með þrjár sem eru með yfir 20 í framlag. Þetta var bara geggjaður liðssigur.“ Blikakonur byrjuðu mun sterkari og leiddu eftir fyrsta leikhluta, Kristjana var ekki sátt með byrjunina en hafði þó aðeins eitt að segja um af hverju þær byrjuðu svona illa. „Við höfum bara haldið að leikurinn byrjaði 19:15 en ekki 18:15.“ Heyra mátti óánægju þjálfarans í fyrsta leikhluta en hún kallaði ítrekað eftir betri „communication“ frá liði sínu. Hvað tókst betur í seinni hálfleik? „Þetta var bara betra spil. Þegar ég er að tala um „communication“ þá er ég að meina það sem við erum að tala um á æfingu, hvort sem þær eru að gera það eða ekki þá er ég samt á bakinu þeirra að minna þær á hlutina. Þær voru alveg að tala vel saman en mig langaði bara að heyra það.“ Sigur Fjölnis einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu og áttu margir leikmenn góðan leik en liðið þurfti ekki að stóla á stjörnuleikmanninn Brittany Dinkins, sem sýndi þó liðstjórnandi hæfileika sína. „Það munar öllu [að hafa hana], Brittnay er þannig leikmaður að ef hún hittir ekki á kvöldið sitt þá er hún alveg til í að mata hinar og hjálpa hinum að vera góðar og þá gerir hún bara sitt varnarlega líka.“ Ungir leikmenn fengu að spreyta sig í lokaleikhluta þegar Kristjana skipti út nánast öllu byrjunarliðinu. Hversu mikilvægt er að geta notað allan hópin og hvað fannst henni um innkomu ungra leikmanna? „Ég man ekki hvað við vorum með mörg stig af bekknum en við vorum með 21 í fyrri hálfleik. Heiður endar með tvennu, svo fáum við Viktoríu inn sem er rosalega efnilegur leikmaður. Við fáum Vilborgu sem er góður skotmaður og svo erum við með tvær yngri í viðbót, Köru og Sigrúnu, sem fengu að spreyta sig í kvöld. Þær hafa ekki fengið mikið af mínútum en þær stóðu sig helvíti vel. Framtíðin er mjög björt.“ Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks, rauk út á methraða svo ekki náðist að taka hann í viðtal eftir leik. Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Breiðablik
Fjölnir vann sannfærandi sigur á Breiðablik í 25. umferð Subway deildar kvenna í körfubolta í Dalhúsum í kvöld. Blikakonur byrjuðu betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta en sterk liðsframmistaða Fjölniskvenna skilaði Gravarvogsliðinu stigunum tveimur í endurkomusigri, lokatölur 90-72. Gestirnir frá Kópavogi byrjuð leikinn af krafti og tóku fljótt yfirhöndina en það var Birgit Ósk í liði Blika sem setti fyrstu körfu leiksins. Blikakonur keyrðu ákveðnar á vörn Fjölnis og virtust ferskari og með meiri sigurvilja. Fjölniskonur virtust ekki vaknaðar en öll læti og stemning var að koma frá hliðarlínu gestanna. Kristjana þjálfari Fjölnis var allt annað en sátt og byrjaði að kalla á leikmenn sína að tala saman. „Ég heyri ekki í neinum, við verðum að tala! 18 stig á 6 mínútum gegn þessu liði er óásættanlegt.“ heyrðist frá henni. Blikar voru þó að finna pláss í teig Fjölnis og átu auðveld stig, „of auðvelt“ að mati Kristjönu þjálfara. Blikar héldu þó áfram pressunni en þrátt fyrir aðeins betri lokakafla og skemmtilegan „buzzer-beater“ frá Brittnay Dinkins, endaði leikhlutinn 25-28 fyrir gestunum. Annar leikhluti hófst á allt öðrum nótum með Fjölniskonur í bílstjórasætinu en þær byrjuðu af krafti og ætluðu sér greinilega að rétta úr stöðunni. Heimaliðið setti fyrstu tvær körfur leikhlutans og á 13. mínútu tók Fjölnir forskotið í fyrsta skiptið í leiknum. Blikar hættu að skora og hrundi nýting þeirra úr 55% í fyrsta leikhluta niður í dræm 41%. Þetta olli því að eftir 28 stiga fyrsta leikhluta setti Kópavogsliðið aðeins 12 stig í þeim næsta, veruleg kólnun sem erfitt er að útskýra. Hálfleikurinn endaði svo með öðrum „buzzer-beater“, í þetta skipti frá Aðalheiði Ellu í heimaliðinu. Fjörugur hálfleikur endaði með heimakonur yfir, 49-40. Ljóst var að ef Blikar ætluðu sér að snúa við gengi liðsins hefðu þær þurft að byrja seinni hálfleik á sama hátt og þann fyrri. Allt kom þó fyrir ekki og voru það Fjölniskonur sem byrjuðu betur, með vel skipulögðum sóknum og orkumiklu spili. Brittany Dinkins sýndi leiðtogahæfileika sýna en þessi reyndi leikmaður kallaði og skipaði liði sínu fyrir og hélt uppi liðstemningunni. Hálfa leið inn í þriðja leikhluta og heimaliðið var komið með 20 stiga forskot. Nýting Blikakvenna hélt áfram að hrapa og var komin niður í 39% en þarna var orðið nokkuð ljóst í hvað stefndi. Þar sem staðan var orðin dræm fyrir gestina og úrslitin líklega ákveðin var fjórði leikhlutinn nýttur í bætingar og reynslusöfnun. Liðin leyfðu ungum leikmönnum sem ekki höfðu spilað mikið á tímabilinu að spreyta sig í efstu deild og varð þá leikurinn orkumeiri en gæðaminni. Fjölniskonur höfðu byggt sér upp nær 30 stiga forskot um miðjan leikhluta en skiptu svo nánast út öllu byrjunarliðinu. Blikar héldu áfram að pressa en leyfðu þó einnig ungu leikmönnum sínum að snerta boltann. Undir lok leiks höfðu Blikar minnkað muninn í 18 stig en það var í raun þýðingarlítið þar sem úrslitin voru klár. Sjötti ósigur Blika í röð staðfestur, lokatölur 90-72. Af hverju vann Fjölnir? Liðsframmistaða Fjölnis skilaði þeim stigunum tveimur í kvöld en liðið náði að dreifa álaginu vel á milli sín. Fimm leikmenn með yfir tíu stig og níu mismunandi markaskorarar sýnir vel að Kristjana þjálfari Fjölnis hefur náð að byggja upp samheldið lið til framtíðar. Hverjar stóðu upp úr? Í liði gestanna átti Rósa Björk frábæran einstaklingsleik, með flest stigin á vellinum en hún endaði með 24 stig og 13 fráköst. Birgit Ósk var einnig stöðug nær allan leikinn með 13 stig og 12 fráköst. Spil heimaliðs Fjölnis einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu og var hagur liðsins tekin yfir tölfræðisöfnun einstaklinga, þar á meðal stjörnuleikmannsins Brittnay Dinkinks. Þó hún hafi endað með einungis 15 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, sem telst rólegur leikur fyrir hana, voru leiðtogahæfileikar hennar gríðarlega mikilvægir fyrir lið Fjölnis. Af ungu leikmönnum Fjölnis stóðu nokkrar upp úr en Bergdís Anna skilaði fallegum þriggja stiga körfum og endaði með 8 stig og Heiður Karlsdóttir tengdi vel með henni og setti 16 stig og 12 fráköst. Hvað gekk illa? Blikar misstu niður orku og nýtingu eftir korter og náðu aldrei að byggja upp þann kraft aftur. Eftir 28 stig í fyrsta leikhluta settu Blikar aðeins 12 í öðrum og 15 í þriðja. Skotnýting þeirra fór sömuleiðis dvínandi en eftir 55% byrjun í fyrsta leikhluta minnkaði það niður í 41% í öðrum og 39% í þriðja. Það sést á þessari tölfræði að annar leikhluti slökkti alveg á Blikum sem söknuðu Sanja Orozovic gríðarlega. Hvað gerist næst? Bæði þessi lið eiga þrjá leiki eftir á tímabilinu en fara inn í þá með allt öðruvísi hugarfari. Fjölniskonur eru bjartsýnar fyrir framtíðinni en þær eiga erfiðan leik fyrir höndum við Hauka í næstu umferð. Blikar eru með fleiri spurningar en svör eftir þennan sjötta tapleik í röð og munu vilja næla í einhver jákvæð úrslit í síðustu þremur leikjunum sem þær gætu þá byggt á fyrir næsta tímabil. Breiðablik á tvo heimaleiki framundan, gegn sterku liði Njarðvíkur og fallliði ÍR. Framtíðin er mjög björt Kristjana Eir Jónsdóttir, þjálfari Fjölnis.VÍSIR/BÁRA Dröfn Kristjana Eir Jónsdóttir var að vonum sátt með lið sitt eftir sannfærandi sigur Fjölnis á Breiðablik í 25. umferð Subway deild kvenna í Dalhúsum í kvöld. „Ég er mjög sátt. Við spiluðum virkilega vel saman sem lið.“ Leikurinn var kaflaskiptur en Fjölniskonur tóku yfirhöndina eftir kortersleik og litu aldrei til baka. „Ég veit ekki hversu margar stoðsendingar við vorum með en þær voru 16 í hálfleik þannig það hljóta að hafa verið vel yfir 20 í seinni hálfleik. Það eru fimm leikmenn sem skora yfir 10 stig, við erum með þrjár sem eru með yfir 20 í framlag. Þetta var bara geggjaður liðssigur.“ Blikakonur byrjuðu mun sterkari og leiddu eftir fyrsta leikhluta, Kristjana var ekki sátt með byrjunina en hafði þó aðeins eitt að segja um af hverju þær byrjuðu svona illa. „Við höfum bara haldið að leikurinn byrjaði 19:15 en ekki 18:15.“ Heyra mátti óánægju þjálfarans í fyrsta leikhluta en hún kallaði ítrekað eftir betri „communication“ frá liði sínu. Hvað tókst betur í seinni hálfleik? „Þetta var bara betra spil. Þegar ég er að tala um „communication“ þá er ég að meina það sem við erum að tala um á æfingu, hvort sem þær eru að gera það eða ekki þá er ég samt á bakinu þeirra að minna þær á hlutina. Þær voru alveg að tala vel saman en mig langaði bara að heyra það.“ Sigur Fjölnis einkenndist af samheldinni liðsframmistöðu og áttu margir leikmenn góðan leik en liðið þurfti ekki að stóla á stjörnuleikmanninn Brittany Dinkins, sem sýndi þó liðstjórnandi hæfileika sína. „Það munar öllu [að hafa hana], Brittnay er þannig leikmaður að ef hún hittir ekki á kvöldið sitt þá er hún alveg til í að mata hinar og hjálpa hinum að vera góðar og þá gerir hún bara sitt varnarlega líka.“ Ungir leikmenn fengu að spreyta sig í lokaleikhluta þegar Kristjana skipti út nánast öllu byrjunarliðinu. Hversu mikilvægt er að geta notað allan hópin og hvað fannst henni um innkomu ungra leikmanna? „Ég man ekki hvað við vorum með mörg stig af bekknum en við vorum með 21 í fyrri hálfleik. Heiður endar með tvennu, svo fáum við Viktoríu inn sem er rosalega efnilegur leikmaður. Við fáum Vilborgu sem er góður skotmaður og svo erum við með tvær yngri í viðbót, Köru og Sigrúnu, sem fengu að spreyta sig í kvöld. Þær hafa ekki fengið mikið af mínútum en þær stóðu sig helvíti vel. Framtíðin er mjög björt.“ Jeremy Smith, þjálfari Breiðabliks, rauk út á methraða svo ekki náðist að taka hann í viðtal eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti