„Ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum“ Snorri Másson skrifar 16. mars 2023 09:00 Daði Kristjánsson hreifst af rafmyntum fyrir nokkrum árum, hætti svo í hefðbundna bankageiranum og rekur nú fyrsta íslenska rafmyntafjárfestingasjóðinn, Viska Digital, ásamt meðstofnendum og viðskiptafélögum. Hann segir rafmyntir langtímaverkefni, nýtt áhugavert hliðarkerfi, en ekki leið til skjótfengins gróða: „Þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir hann. Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði. Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Á mánudag var forvitnilegt að heimsækja Daða á skrifstofu Visku, þar sem rafmyntasinnaðir fjárfestar og starfsmenn sjóðsins fylgdust náið með gífurlegum vendingum á bandarískum fjármálamarkaði eftir að tveir bankar fóru í greiðsluþrot. Viðtalið má sjá í innslaginu hér að ofan. Daði Kristjánsson hefur starfað við verðbréfamiðlun í fimmtán ár og starfaði síðast hjá Fossum mörkuðum. Síðan tók hann við sem framkvæmdastjóri Viska Digital Assets ehf., sem sérhæfir sig í rafmyntum.Vísir/Ívar „Ég held nú að það komist ró á þetta ástand. En það er hins vegar gríðarlega mikil óvissa í gangi. Einhverjir gætu haldið að einhvers konar fjármálahrun eins og 2008 sé að eiga sér stað. Ég á nú ekki von á því,“ segir Daði. Nú er Daði þó ekki sérstakur talsmaður bankakerfisins. Hann starfaði þar í fimmtán ár og kom víða við, hjá Arctica Finance, TM og Fossum. Síðan uppgötvaði hann Bitcoin þegar hann lá yfir fjármálakerfum heims og pirraði sig á peningaprentun og skuldsetningu stærstu ríkja. Bitcoin er að sögn Daða áhugavert hliðarkerfi, sem er búið að vera að sanna sig frá því að fyrsta myntin var gefin út árið 2009. Atburðir eins og nú þar sem hefðbundnir bankar og seðlabankar lenda í miklum ógöngum auki tiltrúna á rafmyntir, sem séu að hækka í verði á meðan almenn hlutabréf lækka. „Það er ekki hægt að svindla á þessu kerfi og það er ekki hægt að búa til peninga úr engu, sem er andstæðan við hefðbundið peningakerfi eins og það er í dag eftir að gullfóturinn var afnuminn árið 1971,“ segir Daði. Ekki til að verða ríkur á augabragði Daði hvetur fólk til að gefa sér tíma í að kynna sér Bitcoin í rólegheitunum, enda sé hugmyndafræðin að baki því að styrkjast með hverju ári sem líður og það stendur enn. Þar skuli ekki aðeins horfa í virði Bitcoin heldur tæknina sem liggur því til grundvallar. Nú sé svo komið að á meðal þingmanna í Bandaríkjunum og fjölskyldna þeirra sé nú fjórðungur kominn með fjárhagslega hagsmuni í Bitcoin, á sama tíma og meiriháttar eignastýringarfyrirtæki séu að stíga ákveðin skref á sviði rafmynta. Daði bendir þó á að Bitcoin og fjárfesting í því sé langtímaverkefni sem ekki skuli nálgast af ákafa og enn síður með lántöku. „Þetta er ekki eitthvert “get-rich-quick-scheme”, og ef þú ætlar að nálgast þetta þannig, þá lendirðu örugglega í vandræðum,“ segir Daði. Miklar sveiflur hafa verið á hlutabréfamarkaði; þar sem bankar lækka en virði rafmynta hækkar.Vísir Peningar að verða hraðari Daði segir meðvitund fólks gríðarlega litla um það hvað bankar geri við peninga þess. Hann sé vitaskuld ekki geymdur þar án þess að hann sé síðan lánaður út á meðan. Undanfarin áföll í Bandaríkjunum sýni hve illa geti farið þegar ekki er hægt að greiða fólki út innistæður þess þegar það kemur að leita þeirra. „Ég sé fyrir mér framtíð þar sem verður miklu flóknara að reka banka. Peningar eru að verða miklu hraðari. Upplýsingaflæðið er að verða miklu hraðara. Þannig að við sjáum bankaáhlaup bara gerast svona núna. Það bara gerist eitthvað á Twitter og allir fara í heimabankann og millifæra,“ segir Daði.
Rafmyntir Efnahagsmál Seðlabankinn Ísland í dag Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira