Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 10:56 Litli drengurinn með eldspýturnar. Rasmus Paludan hefur vakið athygli á sér og hægriöfgaskoðunum sínum með því að brenna Kóraninn opinberlega. Vísir/EPA Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. Tom Tugendhat, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að Paludan hafi verið settur á eftirlitslista innflytjendayfirvalda og að honum verið meinað um að koma inn í landið. „Ferðalag hans til Bretlands færi ekki saman við almannahag og honum verður ekki hleypt inn,“ sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í yfirvofandi heimsókn Paludan í breska þinginu í dag. Paludan er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn og ögranir í garð múslima. Kóranbrennur hans í Svíþjóð eru meðal annars ástæða þess að Tyrkir hafa ekki viljað samþykkja aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Danski öfgamaðurinn ætlaði sér að ferðast til Wakefield í Vestur-Jórvíkurskíri til þess að mótmæla því að skólayfirvöld þar hafi vikið fjórum nemendum úr skóla fyrir að vinna skemmdarverk á Kóraninum. Hét Paludan því að berjast gegn „ólýðræðislegum öflum“. Ætlun hans var að kveikja í Kóraninum í borginni við upphaf ramadan, föstumánaðar múslima, á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Danmörk Bretland Tengdar fréttir Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Tom Tugendhat, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að Paludan hafi verið settur á eftirlitslista innflytjendayfirvalda og að honum verið meinað um að koma inn í landið. „Ferðalag hans til Bretlands færi ekki saman við almannahag og honum verður ekki hleypt inn,“ sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í yfirvofandi heimsókn Paludan í breska þinginu í dag. Paludan er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn og ögranir í garð múslima. Kóranbrennur hans í Svíþjóð eru meðal annars ástæða þess að Tyrkir hafa ekki viljað samþykkja aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Danski öfgamaðurinn ætlaði sér að ferðast til Wakefield í Vestur-Jórvíkurskíri til þess að mótmæla því að skólayfirvöld þar hafi vikið fjórum nemendum úr skóla fyrir að vinna skemmdarverk á Kóraninum. Hét Paludan því að berjast gegn „ólýðræðislegum öflum“. Ætlun hans var að kveikja í Kóraninum í borginni við upphaf ramadan, föstumánaðar múslima, á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Danmörk Bretland Tengdar fréttir Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04
Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30