Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2023 10:56 Litli drengurinn með eldspýturnar. Rasmus Paludan hefur vakið athygli á sér og hægriöfgaskoðunum sínum með því að brenna Kóraninn opinberlega. Vísir/EPA Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. Tom Tugendhat, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að Paludan hafi verið settur á eftirlitslista innflytjendayfirvalda og að honum verið meinað um að koma inn í landið. „Ferðalag hans til Bretlands færi ekki saman við almannahag og honum verður ekki hleypt inn,“ sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í yfirvofandi heimsókn Paludan í breska þinginu í dag. Paludan er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn og ögranir í garð múslima. Kóranbrennur hans í Svíþjóð eru meðal annars ástæða þess að Tyrkir hafa ekki viljað samþykkja aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Danski öfgamaðurinn ætlaði sér að ferðast til Wakefield í Vestur-Jórvíkurskíri til þess að mótmæla því að skólayfirvöld þar hafi vikið fjórum nemendum úr skóla fyrir að vinna skemmdarverk á Kóraninum. Hét Paludan því að berjast gegn „ólýðræðislegum öflum“. Ætlun hans var að kveikja í Kóraninum í borginni við upphaf ramadan, föstumánaðar múslima, á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Danmörk Bretland Tengdar fréttir Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Tom Tugendhat, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að Paludan hafi verið settur á eftirlitslista innflytjendayfirvalda og að honum verið meinað um að koma inn í landið. „Ferðalag hans til Bretlands færi ekki saman við almannahag og honum verður ekki hleypt inn,“ sagði ráðherrann þegar hann var spurður út í yfirvofandi heimsókn Paludan í breska þinginu í dag. Paludan er alræmdur fyrir að brenna Kóraninn og ögranir í garð múslima. Kóranbrennur hans í Svíþjóð eru meðal annars ástæða þess að Tyrkir hafa ekki viljað samþykkja aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu. Danski öfgamaðurinn ætlaði sér að ferðast til Wakefield í Vestur-Jórvíkurskíri til þess að mótmæla því að skólayfirvöld þar hafi vikið fjórum nemendum úr skóla fyrir að vinna skemmdarverk á Kóraninum. Hét Paludan því að berjast gegn „ólýðræðislegum öflum“. Ætlun hans var að kveikja í Kóraninum í borginni við upphaf ramadan, föstumánaðar múslima, á morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Danmörk Bretland Tengdar fréttir Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04
Öfgamanni tókst að skapa það upplausnarástand sem hann vildi Páskahelgin í Svíþjóð hefur einkennst af ofbeldisfullum átökum á milli lögreglu og mótmælenda víða um landið. Einn er grunaður um manndrápstilraun á hendur lögreglumanni og fleiri en fjörutíu hafa verið handteknir. Rasmus Paludan, danskur róttækur hægrimaður, á töluverðan hlut að máli. 18. apríl 2022 21:30