Galnir vextir á verðbólgutímum Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 22. mars 2023 10:30 Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson ASÍ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þá miklu verðbólgu sem nú ríkir má í senn rekja til heimatilbúins vanda en þó að langstærstum hluta til ytri aðstæðna; heimsfaraldurs og innrásar Rússa í Úkraínu. Verðlag hefur hækkað gríðarlega og þar með útgjöld heimilanna í landinu. Mörg heimili eru í miklum vanda og líkt og jafnan áður lenda afleiðingar þessa á herðum þeirra sem síst mega við slíkum áföllum; tekjulágum heimilum, leigjendum og þeim sem nýverið hafa fest kaup á fyrstu fasteign við hátt raunverð. Þessir viðkvæmu hópar standa frammi fyrir bráðavanda af völdum verðbólgunnar sem bregðast þarf við. Þetta er ekki fólkið sem flýgur í sólina á Tenerife. Fjármagnið heimtar sitt Á sama tíma er því haldið fram að vextir til þeirra sem eiga fjármagnið megi ekki vera neikvæðir að raunvirði. Þetta þýðir á mannamáli að fólkið sem á fjármagnið má alls ekki þurfa að búa við það að fá minni ávöxtun en sem nemur að minnsta kosti verðbólgu síðustu 12 mánaða! Hvaða rök eru fyrir því að á sama tíma og draga þarf úr þenslu í hagkerfinu og mikill fjöldi fólks berst við að ná endum saman séu fjármagnseigendum færðir enn hærri vextir til þess að geta haldið sinni neyslu áfram? Minnumst þess að ójöfnuður jókst í kjölfar COVID-faraldurs og kaupmáttur efstu tíundar jókst lang mest í tekjustiganum. Auðveldlega mætti beita sköttum til að draga úr þenslu og dreifa byrðum á breiðu bökin. Það er ekkert eðlilegt við ástand þar sem verðbólga er 10%. Það er ekkert eðlilegt við að raunvextir séu jákvæðir við 10% verðbólgu, hvorki til skemmri né lengri tíma. Því síður er það eðlilegt að fyrirtæki á fákeppnismörkuðum nýti ástandið til að auka álagningu og arðsemi á veðbólgutímum. Augljóst er að beita þarf öðrum verkfærum til þess að bregðast við þeim vanda sem samfélagið stendur frammi fyrir. Nú er kominn tími til þess að ríkisstjórnin, efsta lag samfélagsins og stjórnendur fyrirtækja hætti að réttlæta gegndarlausar verðhækkanir. Hugsunin að í lagi sé að hækka verð vegna verðbólgunnar er til þess fallin að auka verðbólgu. Þetta forystufólk þarf að grípa inn í og hjálpa til við að tala verðbólguna niður! Seðlabanki á villigötum Seðlabanki Íslands er á rangri leið með sífelldum og öfgakenndum stýrivaxtahækkunum. Nýjasta hækkunin er til þess fallin að þrýsta meginþorra skuldsettra heimila yfir í verðtryggt lánaumhverfi. Það mun draga úr virkni stýrivaxta Seðlabankans og þannig ýta undir verðbólgu á komandi mánuðum í stað þess að draga úr henni. Sinnuleysi stjórnvalda gagnvart afkomu almennings hefur lengi verið okkur í verkalýðshreyfingunni undrunarefni. Nú verður ekki lengur hjá því komist að takast á við þann mikla og vaxandi vanda sem verðbólga og vaxtahækkanir valda þeim hópum sem verst standa. Málið þolir enga bið. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar