Opið bréf til Heimildarinnar Frosti Logason skrifar 23. mars 2023 08:01 Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein MeToo Fjölmiðlar Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í síðasta mánuði tilkynntuð þið á Heimildinni með formlegum hætti að hlaðvarpsstjórnandinn Edda Falak hefði hafið störf á ykkar miðli þar sem hún mun gegna því mikilvæga hlutverki að fjalla um margvíslegar birtingarmyndir ofbeldis og áhrif þess á þolendur og samfélagið allt. Edda vakti fyrst athygli þegar hún steig fram sem þolandi kynbundins áreitis sem hún sagðist hafa orðið fyrir þegar hún lifði og hrærðist í viðskiptalífi Kaupmannahafnar fyrir nokkrum árum. Sagðist hún hafa legið undir ámælum og niðrandi athugasemdum frá samstarfsmönnum í stórum virtum banka, vegna nærfata og bikínimynda sem hún birti á samfélagsmiðlum á sama tíma og hún miðlaði með verðbréf í bankanum. Þá sagðist hún einnig hafa upplifað sömu framkomu þegar hún vann í fjármáladeild lyfjafyrirtækisins Novo Nordisk í sama landi á svipuðum tíma. Edda segist hafa fengið skilaboð í vinnunni þess efnis að hún þyrfti að klæða sig öðruvísi ef hún ætlaði að láta taka sig alvarlega. Haft er eftir henni í viðtali á RÚV frá árinu 2021 að þarna hafði fokið í Eddu og hún mótmælt. Hún tjáði skoðanir sínar á þessu óréttlæti á Instagram og má segja að þannig hafi barátta hennar hafist. Edda sagði frá þessum hremmingum sínum í fleiri viðtölum hjá fjölmiðlum á borð við mbl.is og vísir.is. Þetta gerði hún á sama tíma og hún ásamt öðrum hratt af stað herferð undir yfirskriftinni „Ég trúi“ sem miðaði að því að fá samfélagið til að samþykkja þá hugmynd að öllum konum skyldi alltaf trúað ef þær greindu frá kynbundnu áreiti eða ofbeldi. Því hver hefði annars hag af því að ljúga um slíkt? Jarðvegurinn var þá orðinn einkar frjór fyrir hlaðvarp hennar Eigin konur, þar sem rætt var einhliða við þolendur enda búið að planta rækilega þeirri hugmynd að konur hreinlega geti ekki sagt ósatt þegar kemur að slíkum málum. Nú virðist þessi hugmynd vera komin í hnút því komið hefur í ljós að ein upphafskona „Ég trúi“ átaksins sem er Edda hefur ekki sagt satt og rétt frá varðandi starfsferil sinn í Kaupmannahöfn. Ég hef kannað það sjálfur og niðurstaðan er óyggjandi. Staðreyndin er einfaldlega sú að Edda Falak hefur aldrei starfað hjá stórum virtum banka, fjárfestingarbanka eða í fjármáladeild risa lyfjafyrirtækis. Það þýðir með öðrum orðum að hún varð aldrei fyrir því kynbundna áreiti sem hún hefur greint frá af fyrrnefndum vinnustöðum. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir „Ég trúi-átakið“? Hverju eigum við að trúa? Þetta hljóta að vera áleitnar spurningar sem margir velta fyrir sér. Í ljósi alls þessa, er þá ekki vert að ábyrgðarmenn Heimildarinnar greini almenningi frá hver afstaða fréttamiðilsins er til þess að blaðamaður hans hefur farið á svig við sannleikann í viðtölum um eigin reynslu? Þegar þú lýgur að blaðamanni ertu að ljúga að allri þjóðinni og um leið að vega að trúverðugleika allra fjölmiðla. Það að félagi í Blaðamannafélagi Íslands geri sig sekan um slíkt eykur mjög á alvarleika slíks brots. Er það síðan trúverðugt að blaðamaður sem staðinn hefur verið að þessum ósannindum sé að fjalla um málaflokk þennan með þeim hætti sem hún gerir? Telur Heimildin það rétt að manneskja sem sagt hefur ósatt um kynbundið áreiti í öllum stærstu fjölmiðlum landsins gegni þessu hlutverki á fréttamiðli sem vill láta taka sig alvarlega? Eða teljið þið þetta jafnvel engu máli skipta? Sjálfur tel ég að lesendur ykkar og aðrir eigi rétt á svörum við þessum spurningum. Virðingarfyllst, Frosti Logason Höfundur er hlaðvarpsstjóri og félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun