Forgangsröðum í þágu menntunar Hólmfríður Árnadóttir og Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifa 23. mars 2023 09:31 Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Vinstri græn Skóla - og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar. Þar er tekið undir ályktun frá ársþingi Kennararsamband Íslands sem segir of fáa kennara útskrifast á ári hverju og mikið álag sé vegna þessa og einnig takmarkað aðgengi að sérfræðiþjónustu. Erfiðar starfsaðstæður valda langtímaveikindum kennara og annars starfsfólks, þá sé starfsmannavelta ör og þróun í kennsluháttum verður vegna þessa hægari en ella. Þessir þættir hafa jafnframt neikvæð áhrif á vellíðan og gæði námsumhverfis barna. Það er óforsvaranlegt að nemendur, kennarar og annað starfsfólk sitji uppi með svarta pétur þegar kemur að viðhaldi, nýbyggingum, þróun starfsumhverfis og starfsemi skóla, sérstaklega þegar meiri hluti hennar er skyldunám. Innan íslenska skólakerfisins eru fjölmargir eldhugar sem hafa leitt framþróun í skólastarfi en því miður eru of mörg sem heltast úr lestinni og fjöldinn allur af kennaramenntuðum einstaklingum starfa ekki við kennslu. Ríki og sveitarfélög verða að beita sér fyrir því að jafna aðstöðumun og gera starfsaðstæður betri með því að hlúa enn frekar að fjölbreyttum fagstéttum skólanna, bæði með auknum stuðningi við kennaranám og fjármagni til reksturs og framkvæmda. Grunn- og leikskólar eru á forræði sveitarfélaganna en lagarammi þeirra er settur af ríki. Geta sveitarfélaganna til að mæta þeim kröfum sem bæði ríki og samfélagið setur er því æði misjöfn og börn víða um land sitja alls ekki við sama borð þegar kemur að aðgengi að sérfræðiþjónustu eða aðstöðu innan skólanna. Jöfnunarsjóður er mikilvægt tæki til jöfnunar og þess að tryggja jafnræði barna um allt land og skapa þeim námsumhverfi við hæfi en hann er ekki nóg. Þörf er á að endurskoða úthlutanir Jöfnunarsjóðs svo hann uppfylli hlutverk sitt betur að þessu leyti en um leið veita auka fjármagni til framkvæmda og flýta fyrir því að þær eigi sér stað. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, verða að leita leiða til að jafna þennan aðstöðumun því þrátt fyrir öflugt starfsfólk skólanna mun núverandi ástand ekki ganga til lengdar. Þá telur landsfundur fjárhagsstöðu háskólanna á Íslandi vera mikið áhyggjuefni. Háskólar á Íslandi njóta mun minni fjárveitinga á hvern nemanda en háskólar á Norðurlöndum þrátt fyrir að lengi hafi það verið yfirlýst stefna stjórnvalda að efla rekstur þeirra. Eins og staðan er nú eru fjárveitingar ónógar, hvort sem er til rannsókna eða kennslu. Um leið og við fögnum stórauknum stuðningi á síðustu árum við opinbera rannsókna- og nýsköpunarsjóði þá má ekki gleyma að háskólarnir eru undirstaða þekkingarsamfélagsins sem við lifum í. Rekstrarhluta háskólanna verður að tryggja og hann verður ekki leystur með auknum álögum á nemendur. Við tökum því undir áhyggjur stúdenta og háskólanna allra og ítrekum mikilvægi þess að tryggja jafnt aðgengi að háskólanámi óháð búsetu, efnahag og öðrum þáttum þegar kemur að námi fyrir öll. Við hyllum skólana okkar á tyllidögum, og stærum okkur af því að vera menntaþjóð. Það er því ekki boðlegt að setja skólamál ítrekað aftast í röðina, bæði í þjóðfélagsumræðu og þegar kemur að fjármagni. Við hvetjum því stjórnvöld til að hlusta á viðvaranir og áhyggjur Kennarasambands Íslands, háskólanna og stúdenta og forgangsraða fjármagni í þágu menntunar og fólksins í landinu. Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og formaður Svæðisfélags Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Suðurnesjum Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir kennari og félagi í flokksráði Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar