„Mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. mars 2023 18:43 Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir ákvörðunina vonbrigði en þau haldi ótrauð áfram. Vísir/Samsett Ákvörðun þýska flugfélagsins Condor um að hætta við áætlanaflug til Akureyrar og Egilstaða í sumar er mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna að sögn framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla segir flugfélagið ekki taka neina sénsa en vonir eru bundnar við að hægt verði að taka þráðinn aftur upp á næsta ári. Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí í fyrra og átti áætlanaflug frá Frankfurt að hefjast núna um miðjan maí þar sem boðið væri upp á ferðir vikulega. Isavia tilkynnti aftur á móti í gær að hætt hafi verið við þær fyrirætlanir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir þýska flugfélagið hafa hætt við í lok síðustu viku þar sem bókanir höfðu ekki skilað sér og þeir þyrftu meiri tíma í markaðssetningu. Um hafi verið að ræða metnaðarfulla áætlun með tæplega 50 flugferðum samanlagt. „Þetta er auðvitað slæmt því það var töluvert bókað í þessar ferðir en kannski ekki nægilegt að þeirra mati,“ segir Sigrún. „Bókunarstaðan svona til þess að byrja með var ágæt í maí en ekki síðan þegar það fór að líða á sumarið, þannig þeir eru bara mjög varkárir og vilja ekki taka neina sénsa á nýjum flugleiðum, að mínu mati.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af fluginu verði yfir höfuð en það mun skýrast á næstu vikum. „Við bindum vonir við að þessi undirbúningur sem hefur átt sér stað, því hann er gríðarlegur alls staðar bæði hjá heimamönnum, hjá þeirra flugrekstrardeild og þeirra sölu og markaðs apparati, að sá undirbúningur geti nýst okkur núna sumarið 2024,“ segir Sigrún. Undarlegt að ekki hafi látið reyna á flugið Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta skamman fyrirvara. „Það er auðvitað mjög undarlegt að láta ekki fyrstu flugin fara í loftið þannig að við náum að láta á það reyna, vegna þess að það er nú oft þannig með bókanir að þær fara fyrst af stað þegar flugvélin hefur sést lenda,“ segir Arnheiður en sumarið sé tími þar sem vel er bókað. Ákvörðunin valdi fyrst og fremst vonbrigðum, þó fjárhagslegt tjón sé ekki mikið. „Við erum auðvitað svekkt með það. Það hefur verið mikil undirbúningsvinna og markaðssetning af okkar hálfu sem að nú mun nýtast í önnur verkefni áfram þannig það er í sjálfu sér kannski ekki hægt að segja að það sé mikið tap af verkefninu en auðvitað mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Hópurinn sem hafi komið að málinu, bæði frá Norður- og Austurlandi auk Isavia, sé í samtali við flugfélagið um framhaldið en af ferðunum gæti orðið á næsta ári eða þarnæsta. „Þá gefst betri tími til markaðssetningar og undirbúnings á verkefninu, mögulega verða flugin sett á tíma þar sem er minna bókað nú þegar. Við erum auðvitað alltaf að leggja áherslu á vetrarferðaþjónustu, þar viljum við bæta í og munum reyna að ná þeim í það samtal,“ segir Arnheiður. Sem betur fer standi þau vel, það hafi aldrei verið meiri umferð í gegnum Akureyrarflugvöll og mikið líf í ferðaþjónustunni. „Við erum auðvitað með Niceair, við erum að fá flug frá Sviss í fyrsta skipti í sumar með Edelweiss, og við erum með Voigt travel, flug frá Rotterdam í sumar líka og frá Amsterdam að vetri til, og svo eru fleiri verkefni í pípunum. Þannig við erum brött þrátt fyrir þetta og höldum ótrauð áfram í samstarfi við ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Tilkynnt var um fyrirætlanir Condor í júlí í fyrra og átti áætlanaflug frá Frankfurt að hefjast núna um miðjan maí þar sem boðið væri upp á ferðir vikulega. Isavia tilkynnti aftur á móti í gær að hætt hafi verið við þær fyrirætlanir. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla, segir þýska flugfélagið hafa hætt við í lok síðustu viku þar sem bókanir höfðu ekki skilað sér og þeir þyrftu meiri tíma í markaðssetningu. Um hafi verið að ræða metnaðarfulla áætlun með tæplega 50 flugferðum samanlagt. „Þetta er auðvitað slæmt því það var töluvert bókað í þessar ferðir en kannski ekki nægilegt að þeirra mati,“ segir Sigrún. „Bókunarstaðan svona til þess að byrja með var ágæt í maí en ekki síðan þegar það fór að líða á sumarið, þannig þeir eru bara mjög varkárir og vilja ekki taka neina sénsa á nýjum flugleiðum, að mínu mati.“ Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort af fluginu verði yfir höfuð en það mun skýrast á næstu vikum. „Við bindum vonir við að þessi undirbúningur sem hefur átt sér stað, því hann er gríðarlegur alls staðar bæði hjá heimamönnum, hjá þeirra flugrekstrardeild og þeirra sölu og markaðs apparati, að sá undirbúningur geti nýst okkur núna sumarið 2024,“ segir Sigrún. Undarlegt að ekki hafi látið reyna á flugið Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta skamman fyrirvara. „Það er auðvitað mjög undarlegt að láta ekki fyrstu flugin fara í loftið þannig að við náum að láta á það reyna, vegna þess að það er nú oft þannig með bókanir að þær fara fyrst af stað þegar flugvélin hefur sést lenda,“ segir Arnheiður en sumarið sé tími þar sem vel er bókað. Ákvörðunin valdi fyrst og fremst vonbrigðum, þó fjárhagslegt tjón sé ekki mikið. „Við erum auðvitað svekkt með það. Það hefur verið mikil undirbúningsvinna og markaðssetning af okkar hálfu sem að nú mun nýtast í önnur verkefni áfram þannig það er í sjálfu sér kannski ekki hægt að segja að það sé mikið tap af verkefninu en auðvitað mikil vonbrigði fyrir ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður. Hópurinn sem hafi komið að málinu, bæði frá Norður- og Austurlandi auk Isavia, sé í samtali við flugfélagið um framhaldið en af ferðunum gæti orðið á næsta ári eða þarnæsta. „Þá gefst betri tími til markaðssetningar og undirbúnings á verkefninu, mögulega verða flugin sett á tíma þar sem er minna bókað nú þegar. Við erum auðvitað alltaf að leggja áherslu á vetrarferðaþjónustu, þar viljum við bæta í og munum reyna að ná þeim í það samtal,“ segir Arnheiður. Sem betur fer standi þau vel, það hafi aldrei verið meiri umferð í gegnum Akureyrarflugvöll og mikið líf í ferðaþjónustunni. „Við erum auðvitað með Niceair, við erum að fá flug frá Sviss í fyrsta skipti í sumar með Edelweiss, og við erum með Voigt travel, flug frá Rotterdam í sumar líka og frá Amsterdam að vetri til, og svo eru fleiri verkefni í pípunum. Þannig við erum brött þrátt fyrir þetta og höldum ótrauð áfram í samstarfi við ferðaþjónustuna,“ segir Arnheiður.
Fréttir af flugi Akureyrarflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Egilsstaðaflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48