Umfjöllun: Höttur - ÍR 79-80 | Fallnir ÍR-ingar gerðu út um úrslitakeppnisvonir Hattar Pétur Guðmundsson skrifar 30. mars 2023 22:47 Hattarmenn misstu naumlega af sæti í úrslitakeppninni. vísir/hulda margrét Nýliðar Hattar þurftu að sætta sig við eins stigs tap gegn föllnum ÍR-ingum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-80, en sigur hefði komið Hattarmönnum í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni. Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. Tim Guers fór fyrir sínum mönnum og Höttur var skrefi á undan í fyrsta leikhluta. Höttur náði að komast í 22-12 og allt lék í lyndi hjá Hetti en ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn. Hattarmenn áttu í basil með að hemja Taylor Johns og hann var duglegur að gefa sínu liði annað tækifæri í sókninni. ÍR náði að minnka forskot Hattar og staðan 22-19 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var ekki mikið fyrir augað og eftir 5 mínútur var staðan 3-2 í leikhlutanum og 25-21 á stigatöflunni eftir 15 mínútur spilaðar. Fátt markvert að gerast í þessum öðrum leikhluta annað en að Martin Paasoja fékk á sig klaufalega villu fyrir að grípa utan um Tim Guers úti á miðjum velli. Tim var að bera upp boltan og Kristin Óskarsson snöggur að stöðva þessa varnartilburði Martin. Staðan var 33-35 í hálfleik. ÍR ingum náðu aðeins að bæta í forskot sitt og komu stöðunni í 33-39 áður enn Höttur byrjaði að bíta frá sér í seinni hálfleik. Höttur náði að halda ÍR sdtiga lausum í næstum 4 mínútur og breyttu stöðunni í 42-39 og svo 46-41 sem er 13-2 áhlaup. Í stöðunni 51-44 var staðan farin að líta vel út fyrir Hött og 13 mínútur í úrslitakeppni. En með tveimur þriggja stiga körfum frá Martin og Ragnari voru ÍR ingar snöggir að koma sér aftur inn í leikinn og voru alls ekkert á því að gefast upp. ÍR ingar voru að spila algerlega pressulausir og bara að njóta þess að spila saman og það sýndi sig að það er nóg af hæfileikum í þessu liði. Með leikmenn eins og Hákon, Sigvalda og Ragnar Braga á vellinum litu þeir ansi vel út. Staðan eftir 3 leikhluta var jöfn 58-58. Höttur byrjaði 4. leikhluta sterkt og náði 5 stiga forskoti en líkt og svo oft áður í vetur náðu ekki að hrista andstæðinginn af sér. Staðan 65-60, svo 70-65 og um miðja leikhluta var liðið komið með 7 stiga forskot og komnir í dauðafæri í stöðunni 72-65. En þá stífnar Hattar liðið og ÍR ingar ganga á lagið og ná að jafna leikinn í 76-76 eftir að Taylor setur stóran þrist. Taylor Johns var drjúgur þó ekki bæri mikið á honum í seinni hálfleik og sallaði hann inn sinni tölfræði á meðan bakverðirnir sá um að bera uppi stigaskorið. Martin setti flotta þrista og Hákon líka. Enn og aftur jafnt í 78-78 og alltaf nýr leikur úr jafnri stöðu, núna með 2 mínútur eftir. Höttur velur að brjóta á Taylor og sendir hann á línuna. Hann setur bæði vítin Obie var maðurinn sem Höttur leitaði til og hann gerði vel, gerði Hákoni lífið leitt og stelur af honum boltanum og brunar í hraðaupphlaup. Hákon brýtur af sér og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Obie Trotter búin að setja 7 stig í leikhlutanum og fer á línuna, setur annað en svo eiga Hattarmenn boltann með 14,5 sekúndur eftir og Taylor Johns sendur á línuna fyrir 2 skot. Með tækifærið til að senda Hött í sumarfrí en í þetta skiptið klikkar hann á báðum. Höttur brennir næstum alla klukkuna sem eftir er. ÍR brýtur þegar 1,6 sekúnda er eftir en áttu villu að gefa. Viðar tekur leikhlé og hafði tækifæri til að koma með einhverja snilld. Boltanum var ætlað inní og Nemanja náði ekki til að grípa boltann. Sóknin rennur útí sandinn og ÍR tekur sigur 79-80. Subway-deild karla Höttur ÍR
Nýliðar Hattar þurftu að sætta sig við eins stigs tap gegn föllnum ÍR-ingum í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 79-80, en sigur hefði komið Hattarmönnum í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögunni. Leikurinn fór hægt af stað og liðin skiptust á að skora. Tim Guers fór fyrir sínum mönnum og Höttur var skrefi á undan í fyrsta leikhluta. Höttur náði að komast í 22-12 og allt lék í lyndi hjá Hetti en ÍR-ingar voru snöggir að minnka muninn. Hattarmenn áttu í basil með að hemja Taylor Johns og hann var duglegur að gefa sínu liði annað tækifæri í sókninni. ÍR náði að minnka forskot Hattar og staðan 22-19 eftir fyrsta leikhluta. Annar leikhluti var ekki mikið fyrir augað og eftir 5 mínútur var staðan 3-2 í leikhlutanum og 25-21 á stigatöflunni eftir 15 mínútur spilaðar. Fátt markvert að gerast í þessum öðrum leikhluta annað en að Martin Paasoja fékk á sig klaufalega villu fyrir að grípa utan um Tim Guers úti á miðjum velli. Tim var að bera upp boltan og Kristin Óskarsson snöggur að stöðva þessa varnartilburði Martin. Staðan var 33-35 í hálfleik. ÍR ingum náðu aðeins að bæta í forskot sitt og komu stöðunni í 33-39 áður enn Höttur byrjaði að bíta frá sér í seinni hálfleik. Höttur náði að halda ÍR sdtiga lausum í næstum 4 mínútur og breyttu stöðunni í 42-39 og svo 46-41 sem er 13-2 áhlaup. Í stöðunni 51-44 var staðan farin að líta vel út fyrir Hött og 13 mínútur í úrslitakeppni. En með tveimur þriggja stiga körfum frá Martin og Ragnari voru ÍR ingar snöggir að koma sér aftur inn í leikinn og voru alls ekkert á því að gefast upp. ÍR ingar voru að spila algerlega pressulausir og bara að njóta þess að spila saman og það sýndi sig að það er nóg af hæfileikum í þessu liði. Með leikmenn eins og Hákon, Sigvalda og Ragnar Braga á vellinum litu þeir ansi vel út. Staðan eftir 3 leikhluta var jöfn 58-58. Höttur byrjaði 4. leikhluta sterkt og náði 5 stiga forskoti en líkt og svo oft áður í vetur náðu ekki að hrista andstæðinginn af sér. Staðan 65-60, svo 70-65 og um miðja leikhluta var liðið komið með 7 stiga forskot og komnir í dauðafæri í stöðunni 72-65. En þá stífnar Hattar liðið og ÍR ingar ganga á lagið og ná að jafna leikinn í 76-76 eftir að Taylor setur stóran þrist. Taylor Johns var drjúgur þó ekki bæri mikið á honum í seinni hálfleik og sallaði hann inn sinni tölfræði á meðan bakverðirnir sá um að bera uppi stigaskorið. Martin setti flotta þrista og Hákon líka. Enn og aftur jafnt í 78-78 og alltaf nýr leikur úr jafnri stöðu, núna með 2 mínútur eftir. Höttur velur að brjóta á Taylor og sendir hann á línuna. Hann setur bæði vítin Obie var maðurinn sem Höttur leitaði til og hann gerði vel, gerði Hákoni lífið leitt og stelur af honum boltanum og brunar í hraðaupphlaup. Hákon brýtur af sér og fær dæmda á sig óíþróttamannslega villu. Obie Trotter búin að setja 7 stig í leikhlutanum og fer á línuna, setur annað en svo eiga Hattarmenn boltann með 14,5 sekúndur eftir og Taylor Johns sendur á línuna fyrir 2 skot. Með tækifærið til að senda Hött í sumarfrí en í þetta skiptið klikkar hann á báðum. Höttur brennir næstum alla klukkuna sem eftir er. ÍR brýtur þegar 1,6 sekúnda er eftir en áttu villu að gefa. Viðar tekur leikhlé og hafði tækifæri til að koma með einhverja snilld. Boltanum var ætlað inní og Nemanja náði ekki til að grípa boltann. Sóknin rennur útí sandinn og ÍR tekur sigur 79-80.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti