Umfjöllun: Haukar - Valur 71-73 | Ótrúlegur viðsnúningur Vals sem er komið yfir í einvíginu Jón Már Ferro skrifar 3. apríl 2023 20:15 Ásta Júlía Grímsdóttir, leikmaður Vals, og Eva Margrét Kristjánsdóttir, leikmaður Hauka, eigast við í leiknum. VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Valur vann frækinn sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar misstu niður 20 stiga forskot og enduðu á að tapa eftir framlengdan leik. Eftir um það bil 7 mínútur var staðan 10-9 og allt útlit fyrir jafnan leik. Hvorugt liðið nýtti skotin sín vel og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 20-20. Allt í járnum og hvorugt liðið virtist ætla taka af skarið. Það var fljótt að breytast því skyndilega voru Haukar með öll völd á vellinum og komið í 17 stiga forystu þegar gengið var til búningsklefa. Annar leikhlutinn var vægast sagt hræðilegur hjá Valskonum, þær skoruðu einungis 7 stig. Haukar voru betri og settu 24 stig í öðrum leikhluta. Í fyrri hálfleik var Valur einungis með 27% skotnýtingu en Haukar 47%. Áfram gekk Val illa sóknarlega og var staðan 54-33 á 26.mínútu, 21 stiga forysta heimamanna varð þó einungis að 12 stigum áður en þriðja leikhluta lauk og ekki öll von úti fyrir gestina. Valskonur mættu grimmar til leiks í fjórða leikhlutann og minnkuðu muninn niður í þrjú stig á 5 mínútum. Þegar þarna var komið við sögu var spennan orðin rosaleg í húsinu. Leikurinn fór í framlengingu og var staðan 64-64 þegar hún hófst. Áfram héldu liðin að eiga í erfiðleikum með að hitta ofan í körfuna. Í framlengingunni var Valur skrefi á undann. Heimakonur voru þó aldrei langt undann. Þegar 12 sekúndur voru eftir voru Haukar yfir og þá leit Keira Breeanne Robinson út fyrir að ætla vera hetjan. Hún skoraði tveggja stiga körfu, sótti víti og skoraði aftur í sömu sókn og kom Haukum í 71-70. Hún var svo sannarlega að standa undir pressunni en allt kom fyrir ekki. Á endanum tryggði Embla Kristínardóttir Val tveggja stiga sigur með frábærri þriggja stiga körfu. Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka og Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í baráttunni í kvöld.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Af hverju vann Valur? Valur var betri aðilinn í seinni hálfleik. Eftir að heimakonur höfðu verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og Valur nánast ekki að hitta neitt þá snérist leikurinn algjörlega við í þeim síðari. Á endanum var það frábær þristur Emblu Kristínardóttur sem tryggði sigurinn í leik sem var spennandi allt til lokaflauts. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var frábær, fyrir utan annan leikhluta þar sem hún skoraði ekki neitt. Hún endaði með 30 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Keira Breeanne Robinson var langbest í Haukum. Skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það er ekki við hana að sakast að Haukar hafi tapað. Bestu leikmenn vallarins í baráttunni, þær Keira Breeanne Robinson, leikmaður Hauka og Kiana Johnon, leikmaður Vals.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Hvað gekk illa? Val gekk hræðilega í öðrum leikhluta. Þær skoruðu ekki nema 7 stig og það leit út fyrir að þær gætu einfaldlega ekki sett boltann ofan í körfuna. Annars gekk báðum liðum illa að skora á stórum köflum í leiknum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á Hlíðarenda í öðrum leik einvígisins á miðvikudag kl 18:15. Ólafur Jónas: „Eins og gatasigti í öðrum leikhluta" Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Eðlilega var Ólafur mjög ánægður eftir leik. Lið hans sýndi ótrúlega þrautsegju þegar auðvelt hefði verið að gefast upp. „Þetta er úrslitakeppnin, stemning og nákvæmlega eins og við héldum að þetta myndi þróast. Við vissum að þetta yrði barningur, ekki það að við höfum ætlað okkur að lenda undir 20 stigum en ég er rosalega ánægður með stelpurnar að koma til baka í seinni hálfleik. Hrikalegur kraftur og ánægður með hvernig þær snéru blaðinu við," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir leik. Ólafur sagði að það liðið hans hafi aldrei misst trúnna. „Nei alls ekki. Við töluðum um það í hálfleik. Við vorum ekki að gera neitt í öðrum leikhluta. Þannig þær léku sér svolítið að okkur. Varnarlega vorum við að gera þvílíkt mikið af misstökum. Um leið og við löguðum það og náðum nokkrum körfum í röð þá fengum við trúnna. Þá fóru Haukarnir aðeins að bakka. Þá héldum við áfram að keyra upp tempóið." Valur fékk góð skotfæri en nýtingin var einfaldlega ekki nógu góð í öðrum leikhluta sagði Ólafur. „Jú við fengum fullt af opnum skotum við vorum bara ekki að setja neitt niður en ég hafði ekki áhyggjur af því. Ég var alltaf að segja við stelpurnar að við setjum þetta niður. Höldum áfram að skjóta þetta fer að detta. Vörnin okkar var eins og gatasigti í öðrum leikhluta. Það er ekki boðlegt á móti liði eins og Haukum." Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir „Ekki einu sinni 20 stigum undir“ Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 3. apríl 2023 21:38
Valur vann frækinn sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta. Haukar misstu niður 20 stiga forskot og enduðu á að tapa eftir framlengdan leik. Eftir um það bil 7 mínútur var staðan 10-9 og allt útlit fyrir jafnan leik. Hvorugt liðið nýtti skotin sín vel og að loknum fyrsta leikhluta var staðan 20-20. Allt í járnum og hvorugt liðið virtist ætla taka af skarið. Það var fljótt að breytast því skyndilega voru Haukar með öll völd á vellinum og komið í 17 stiga forystu þegar gengið var til búningsklefa. Annar leikhlutinn var vægast sagt hræðilegur hjá Valskonum, þær skoruðu einungis 7 stig. Haukar voru betri og settu 24 stig í öðrum leikhluta. Í fyrri hálfleik var Valur einungis með 27% skotnýtingu en Haukar 47%. Áfram gekk Val illa sóknarlega og var staðan 54-33 á 26.mínútu, 21 stiga forysta heimamanna varð þó einungis að 12 stigum áður en þriðja leikhluta lauk og ekki öll von úti fyrir gestina. Valskonur mættu grimmar til leiks í fjórða leikhlutann og minnkuðu muninn niður í þrjú stig á 5 mínútum. Þegar þarna var komið við sögu var spennan orðin rosaleg í húsinu. Leikurinn fór í framlengingu og var staðan 64-64 þegar hún hófst. Áfram héldu liðin að eiga í erfiðleikum með að hitta ofan í körfuna. Í framlengingunni var Valur skrefi á undann. Heimakonur voru þó aldrei langt undann. Þegar 12 sekúndur voru eftir voru Haukar yfir og þá leit Keira Breeanne Robinson út fyrir að ætla vera hetjan. Hún skoraði tveggja stiga körfu, sótti víti og skoraði aftur í sömu sókn og kom Haukum í 71-70. Hún var svo sannarlega að standa undir pressunni en allt kom fyrir ekki. Á endanum tryggði Embla Kristínardóttir Val tveggja stiga sigur með frábærri þriggja stiga körfu. Lovísa Björt Henningsdóttir, leikmaður Hauka og Hildur Björg Kjartansdóttir, leikmaður Vals í baráttunni í kvöld.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Af hverju vann Valur? Valur var betri aðilinn í seinni hálfleik. Eftir að heimakonur höfðu verið mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og Valur nánast ekki að hitta neitt þá snérist leikurinn algjörlega við í þeim síðari. Á endanum var það frábær þristur Emblu Kristínardóttur sem tryggði sigurinn í leik sem var spennandi allt til lokaflauts. Hverjar stóðu upp úr? Kiana Johnson var frábær, fyrir utan annan leikhluta þar sem hún skoraði ekki neitt. Hún endaði með 30 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar. Keira Breeanne Robinson var langbest í Haukum. Skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það er ekki við hana að sakast að Haukar hafi tapað. Bestu leikmenn vallarins í baráttunni, þær Keira Breeanne Robinson, leikmaður Hauka og Kiana Johnon, leikmaður Vals.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Hvað gekk illa? Val gekk hræðilega í öðrum leikhluta. Þær skoruðu ekki nema 7 stig og það leit út fyrir að þær gætu einfaldlega ekki sett boltann ofan í körfuna. Annars gekk báðum liðum illa að skora á stórum köflum í leiknum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á Hlíðarenda í öðrum leik einvígisins á miðvikudag kl 18:15. Ólafur Jónas: „Eins og gatasigti í öðrum leikhluta" Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals.VÍSIR/PAWEL CIESLIKIEWICZ Eðlilega var Ólafur mjög ánægður eftir leik. Lið hans sýndi ótrúlega þrautsegju þegar auðvelt hefði verið að gefast upp. „Þetta er úrslitakeppnin, stemning og nákvæmlega eins og við héldum að þetta myndi þróast. Við vissum að þetta yrði barningur, ekki það að við höfum ætlað okkur að lenda undir 20 stigum en ég er rosalega ánægður með stelpurnar að koma til baka í seinni hálfleik. Hrikalegur kraftur og ánægður með hvernig þær snéru blaðinu við," sagði Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Vals, eftir leik. Ólafur sagði að það liðið hans hafi aldrei misst trúnna. „Nei alls ekki. Við töluðum um það í hálfleik. Við vorum ekki að gera neitt í öðrum leikhluta. Þannig þær léku sér svolítið að okkur. Varnarlega vorum við að gera þvílíkt mikið af misstökum. Um leið og við löguðum það og náðum nokkrum körfum í röð þá fengum við trúnna. Þá fóru Haukarnir aðeins að bakka. Þá héldum við áfram að keyra upp tempóið." Valur fékk góð skotfæri en nýtingin var einfaldlega ekki nógu góð í öðrum leikhluta sagði Ólafur. „Jú við fengum fullt af opnum skotum við vorum bara ekki að setja neitt niður en ég hafði ekki áhyggjur af því. Ég var alltaf að segja við stelpurnar að við setjum þetta niður. Höldum áfram að skjóta þetta fer að detta. Vörnin okkar var eins og gatasigti í öðrum leikhluta. Það er ekki boðlegt á móti liði eins og Haukum."
Subway-deild kvenna Haukar Valur Tengdar fréttir „Ekki einu sinni 20 stigum undir“ Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 3. apríl 2023 21:38
„Ekki einu sinni 20 stigum undir“ Kiana Johnson skoraði mest allra í naumum sigri Vals á Haukum á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Subway deildar kvenna. 3. apríl 2023 21:38
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti