Bóluefni við krabbameini sögð klár innan nokkurra ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. apríl 2023 23:09 Kappið sem lagt var á að finna Covid-bóluefni hefur fleygt vísindamönnum fram við að finna bóluefni gegn alls kyns öðrum sjúkdómum. vísir/vilhelm Bóluefni við krabbameini, hjartveiki, lungnasjúkdómum og fjölda annarra sjúkdóma gætu verið tilbúin innan nokkurra ára, að sögn lyfjasérfræðinga. Framfarirnar sem náðust við þróun Covid-bóluefnisins hafa mikla þýðingu við þróun þessara bóluefna. Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni. Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Guardian greinir frá þessu. Talið er að umrædd bóluefni verði komin á markað fyrir árið 2030. Haft er eftir Paul Burton yfirlækni lyfjafyrirtækisins Moderna, sem vann að þróun mRNA bóluefnis við Covid, að hægt verði að veita vörn gegn fyrrgreindum sjúkdómum, jafnvel innan næstu fimm ára. „Þessi bóluefni verða til staðar og þau verða mjög árangursrík. Þau munu bjarga lífi mörg hundruð þúsunda, ef ekki milljóna manna,“ segir Burton. „Ég held að við munum geta boðið upp á sérhæft bóluefni við hvers konar krabbameinsæxlum.“ Hann útskýrir að með tækninni verði hægt taka vefjasýni úr æxli krabbameinssjúklings og sérsníða í framhaldinu mRNA-bóluefni fyrir þann sama sjúkling. Áratuga framþróun á nokkrum mánuðum Burton bætir við að hægt verði að veita vörn gegn alls kyns öndunarfærasjúkdómum með einni sprautu. Væri þá notast við mRNA tæknina sem „kennir“ frumum að mynda prótín sem kalla fram ónæmissvörun líkamans gegn sjúkdómum. Burton bindur miklar vonir við tæknina: „Hægt verður að bjóða upp á mRNA-meðferðir gegn sjaldgæfum sjúkdómum sem áður fyrr var ekki hægt að veita lyfjagjöf gegn. Að 10 árum liðnum verður hægt að greina erfðafræðilegar orsakir sjúkdóma og lækna þær með mRNA-tækni.“ Vísindamenn hafi hins vegar áhyggjur af því að magn fjárfestinga, sem fékkst við þróun Covid bóluefnis, muni dvína á næstu árum og þar með þróun fyrrgreindra bóluefna. Áratuga framþróun hafi átt sérstað á aðeins nokkurra mánaða skeiði þegar unnið var að þróun Covid-bóluefnisins. Hér má lesa umfjöllun Guardian í heild sinni.
Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira