Becker segir fangelsisvistina allt öðruvísi en í bíómyndunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2023 17:24 Becker segist mjög gjarnan vilja snúa aftur til Bretlands til að lýsa Wimbledon en það sé undir BBC komið. Getty/Tristar Media Tenniskappinn Boris Becker, sem bar þrisvar sinnum sigur úr býtum á Wimbledon, segir dvöl sína í fangelsi á Bretlandseyjum hafa verið afar harkalega. Fangelsisvist sé allt öðru vísi en í kvikmyndunum. Becker var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela jafnvirði 2,5 milljón punda í eignum fyrir skattayfirvöldum. Hann afplánaði átta mánuði og var svo vísað úr landi. „Sá sem segir að fangelsislífið sé ekki erfitt er að ljúga,“ sagði Becker í samtali við BBC Radio 5. „Þetta var mjög harkalegt... allt önnur upplifun en þú sérð í bíómyndum.. en þú hefur heyrt.“ Að sögn Becker þurftu fangarnir að berjast fyrir lífi sínu á hverjum einasta degi. Það gagnaðist honum ekkert að vera þekkt tennisstjarna. Með honum í fangelsinu hefðu verið morðingjar, nauðgarar, dópsalar; hættulegir glæpamenn. Becker segist hafa gripið til þess ráðs að umkringja sig með „hörðum strákum“. Fangelsisvistin hefði gert hann sterkari. Í viðtalinu sagði Becker ekkert geta undirbúið hann undir það að sigra Wimbledon árið 1985, þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Frægðin og ríkidæmið hefðu verið „mjög ný“ reynsla. Becker má ekki ferðast aftur til Bretlands fyrr en á næsta ári og segist mjög gjarnan vilja taka aftur við að lýsa beint frá Wimbledon fyrir BBC. Umfjöllun Guardian. Tennis Bretland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Becker var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að fela jafnvirði 2,5 milljón punda í eignum fyrir skattayfirvöldum. Hann afplánaði átta mánuði og var svo vísað úr landi. „Sá sem segir að fangelsislífið sé ekki erfitt er að ljúga,“ sagði Becker í samtali við BBC Radio 5. „Þetta var mjög harkalegt... allt önnur upplifun en þú sérð í bíómyndum.. en þú hefur heyrt.“ Að sögn Becker þurftu fangarnir að berjast fyrir lífi sínu á hverjum einasta degi. Það gagnaðist honum ekkert að vera þekkt tennisstjarna. Með honum í fangelsinu hefðu verið morðingjar, nauðgarar, dópsalar; hættulegir glæpamenn. Becker segist hafa gripið til þess ráðs að umkringja sig með „hörðum strákum“. Fangelsisvistin hefði gert hann sterkari. Í viðtalinu sagði Becker ekkert geta undirbúið hann undir það að sigra Wimbledon árið 1985, þegar hann var aðeins 17 ára gamall. Frægðin og ríkidæmið hefðu verið „mjög ný“ reynsla. Becker má ekki ferðast aftur til Bretlands fyrr en á næsta ári og segist mjög gjarnan vilja taka aftur við að lýsa beint frá Wimbledon fyrir BBC. Umfjöllun Guardian.
Tennis Bretland Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira