„Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. apríl 2023 13:30 Pavel er að gera góða hluti á Króknum. Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, segir ekkert pláss fyrir værukærð hjá sínum mönnum fyrir leik kvöldsins við Keflavík í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Tindstóll leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur enn til að tryggja sæti í undanúrslitum. „Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira
„Þetta hafa verið líkamlegir leikir og mikil barátta. Ég á ekki von á því að Keflavík gefist upp og á heldur ekki von á því frá mínum mönnum að vera of þægilegir, að halda að þeir megi tapa einhverjum leikjum,“ segir Pavel. „Þrátt fyrir stöðuna í þessu einvígi finnst mér við bara byrja á núlli og keyrum áfram,“ bætir hann við. „Eitthvað ferðalag sem þeir fóru á“ Fyrsti leikur liðanna var afar spennandi og þurfti framlengingu til að knýja fram úrslit þar sem Tindastóll vann 114-107 sigur í Keflavík. Annar leikurinn fór fram í Síkinu á Sauðárkróki og var jafn framan af. Stólarnir sýndu svo fyrirmyndar frammistöðu á síðari hluta leiksins og völtuðu hreinlega yfir Keflvíkinga. Þeir unnu þar 26 stiga sigur, 107-81. Aðspurður hvort hann geti endurskapað slíka frammistöðu hjá sínum mönnum segir Pavel: „Það er akkúrat ekkert sem ég get gert í því. Það var eitthvað ferðalag sem þeir fóru á og bjuggu til einhverja stemningu. Ég á svo sem ekkert von á því að ná þessum hæðum strax í næsta leik, það myndi koma mér á óvart. Ég væri til í að fá einhverja útgáfu af þessu en svo er líka það að halda dampi allan leikinn, að vera ekki að bíða eitthvað með það,“ „Við getum alveg spilað jafnan og góðan í 40 mínúrur og unnið. Það væri æðislegt að sjá svona kafla aftur en ég á ekki von á því og ég þarf þess ekki,“ segir Pavel. „Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð“ Pavel segir það þá geta verið hættulega stöðu að leiða einvígið 2-0. Leikmenn hans þurfi að gæta þess að fara af fullum krafti inn í leikinn og treysta ekki á að vinna einvígið í næsta eða hvað þá þarnæsta leik. „Einhver hugsun um að eiga eitthvað inni, eiga einhvern mjúkan kodda til að lenda á, sem er Síkið. Það gæti orðið hættuleg hugsun. Síkið er vopnið sem við drögum fram í ítrustu neyð. Ef við töpum leiknum ýtum við á rauða hnappinn, förum heim og spilum þar og reynum að vinna. En ég vil ekki að það sé í hausnum á mönnum í dag,“ segir Pavel. Keflavík tekur á móti Tindastóli klukkan 18:15 í kvöld. Bein útsending frá leiknum hefst klukkan 18:05 á Stöð 2 Sport. Síðar um kvöldið, klukkan 20:15 er leikur Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn á sömu rás. Staðan í einvígi þeirra er jöfn, 1-1.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Sjá meira