Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2023 16:00 Frá Dynamic Mongoose árið 2015. Æfingin er haldin árlega og snýst um að áhafnir kafbáta, herskipa, flugvéla og þyrla frá mörgum ríkjum NATO vinna saman í því að elta uppi kafbáta. EPA/MARIT HOMMEDAL Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar. NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Æfingin fer fram á hverju ári. Annað hvert ár er hún haldin við strendur Íslands og hin árin við Noreg. Dynamic Mongoose er meðal annars ætlað að bæta samvinnu innan NATO. Að þessu sinni er æfingin þó umfangsmeiri en áður. Hún mun standa yfir frá 26. apríl til 5. maí og að henni kemur fólk frá ellefu ríkjum. Það eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Frakkland, Holland, Ísland, Noregur, Portúgal, Pólland, Spánn og Þýskaland. Breski kafbáturinn HMS Triumph er einn þeirra sem leitað verður að við kafbátaleitaræfinguna Dynamic Mongoose 2023.Getty/Barry Batchelor Æfingin felur í sér að áhafnir kafbáta frá Þýskalandi Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi og Þýskalandi munu skiptast á að reyna að fela sig á meðan áhafnir hinna kafbátanna, skipa og flugvéla leita að þeim. Freyja, skip Landhelgisgæslu Íslands, er eitt þeirra sem notað verður við æfinguna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni mun áhöfn Freyju æfa leit og björgun á Dynamic Mongoose. Áhöfn Freyju mun koma að æfingunni í ár.Landhelgisgæslan Hér að neðan má sjá stutt myndband um Dynamic Mongoose í fyrra. Ísland hefur um langt skeið verið mikilvægt NATO varðandi kafbátaleit í norðanverðu Atlantshafi. Mikið er notast við flugvélar til að vakta hafið frá Íslandi en umsvif kafbátaleitar frá Íslandi aukist að undanförnu. Sjá einnig: Kanadamenn taka þátt í kafbátaleit frá Íslandi Bandarískur aðmíráll sagði í samtali við fréttastofu í fyrra að ótvírætt væri að kafbátavirkni hefði farið og færi vaxandi. Ísland gegndi mikilvægu hlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins. Annar aðmíráll sem heimsótti Ísland í fyrra sagði Ísland þungamiðju NATO á heimskautinu. Sjá einnig: Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Spenna hefur aukist á Atlantshafinu á undanförnu ári, eins og víða annarsstaðar, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússneskir sjóliðar standa nú í sambærilegum kafbátaleitaræfingum í Barentshafi. TASS-fréttaveitan sagði frá því í gær að rússneski flotinn sé að æfa samvinnu við kafbátaleit. Í frétt miðilsins segir þó að ekki sé notast við raunverulegan kafbát við æfingarnar.
NATO Hernaður Bandaríkin Bretland Danmörk Frakkland Holland Noregur Portúgal Pólland Spánn Þýskaland Rússland Landhelgisgæslan Norðurslóðir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira