Rúnar Páll: Að tala um andleysi í mínu liði er bara þvílík þvæla Árni Jóhannsson skrifar 16. apríl 2023 19:31 Rúnar Páll þjálfari Fylkis var stoltur af sínum mönnum í dag. Vísir / Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, kvaðst vera stoltur af sínum mönnum í dag en var að vonum svekktur með að vera lentur undir snemma leiks. Víkingur bar sigurorð af Fylki 2-0 í 2. umferð Bestu deildar karla í leik sem leið fyrir veðuraðstæður. Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“ Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Blaðamaður var á því að Fylkismenn hefðu ekki sýnt nógu góðan anda í leik sínum gegn Víkingum en heimaliðið gat nánast gert hvað sem það vildi á löngum köflum án þess þó að nýta það í markaskorun. Rúnar var spurður að hvort hann væri svekktur með frammistöðu sinna manna í dag. „Nei ég er það ekki. Ég veit ekki afhverju við ættum að vera það. Ég er bara ekki sammála þér í því að andinn hafi ekki verið nógu góður. Við vorum með strekkingsvind í byrjun leiks og réðum illa við hornin sem þeir fengu í byrjun leiks. Vorum í tómu basli og þeir skora tvö mörk út úr því. Meira fengu þeir ekki af færum í leiknum.“ „Mér fannst við svo halda þeim á sínum vallarhelmingi allan seinni hálfleikinn, þar sem við komum grimmir út í, þannig að talandi um andleysi hjá mínu liði er bara þvílík þvæla. Ég er bara mjög stoltur af mínu liði, við reyndum að setja mörk og fengum tvö hálffæri til þess en Víkingur bara varðist vel og við reyndum hvað við gátum og ég er mjög stoltur af drengjunum.“ Rúnar var því spurður hvað hann gæti tekið með sér úr leiknum yfir í næsta leik. „Við vorum bara vel skipulagðir og vorum fyrstu 20 mínúturnar kannski að finna taktinn í leiknum. Eftir það gerðum við þetta vel og þeir komust ekki langt á móti okkur. Því miður var staðan orðin 2-0. Við tökum lærdóm í næsta leik. Hvað má betur fara á fyrstu mínútunum. Við erum bara í lærdómsferli og hver einasti leikur er skóli fyrir okkur. Við komum vel stemmdir í næsta leik.“ Það styttist í að félagsskiptaglugginn loki fyrir Bestu deildina og var Rúnar spurður hvort eitthvað væri í pípunum í leikmannamálum Fylkis. „Ég er ekkert að spá í því. Við erum með þennan hóp. Ungan og efnilegan hóp og þeir fá bara að spreyta sig.“
Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00 Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Fylkir 2-0 | Víkingar áfram á sigurbraut Víkingur byrjar tímabilið vel í Bestu deild karla í knattspyrnu. Tveir leikir, tveir sigrar, fjögur mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fylkir hefur hins vegar tapað fyrstu tveimur leikjum sínum. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 16. apríl 2023 19:00