Þróttur sparkaði fyrrum nágrönnum sínum úr leik | Hádramatík hjá Stjörnunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 23:01 Stjarnan er komin áfram í Mjólkurbikarnum. Vísir/Hulda Margrét Öllum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu er nú lokið. Þróttur Reykjavík lagði Fram í Úlfarsárdal, Valur „marði“ neðri deildarlið RB, Stjarnan og Keflavík fóru áfram eftir framlengda leiki. Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Þróttur R. leikur í Lengjudeildinni eftir að hafa komið upp úr 2. deildinni á síðustu leiktíð. Það var ekki að sjá í kvöld þegar liðið þrammaði upp í Úlfarsárdal og lagði fyrrum nágranna sína fram, lokatölur 2-3. Hinn ungi Emil Skúli Einarsson kom Þrótti yfir snemma leiks en Akureyringurinn Orri Sigurjónsson jafnaði fyrir Fram. Emil Skúli kom Þrótti aftur yfir eftir hálftíma leik og Izaro Abella Sanchez kom gestunum 3-1 yfir áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Tiago Fernandes minnkaði muninn fyrir Fram í síðari hálfleik en þar við sat, lokatölur 2-3 og Þróttur R. komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Arnar Grétarsson gerði fjölda breytinga á Valsliðinu sem vann 5. deildarlið RB aðeins 4-1 á Hlíðarenda. Tvö síðustu mörkin komu þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hilmir Starri Hilmarsson, Þorsteinn Emil Jónsson, Haukur Páll Sigurðsson og Lúkas Logi Heimisson skoruðu mörk Vals. Í Garðabænum var ÍBV í heimsókn. Hvorki gestunum frá Eyjum né heimamönnum í Stjörnunni tókst að skora í venjulegum leiktíma, því var framlengt. Bjarki Björn Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði ÍBV. Gestirnir kláruðu leikinn því manni færri og treystu á að komast alla leið í vítaspyrnukeppni. Sindri Þór Ingimarsson með mark fyrir Stjörnumenn á lokasekúndum leiksins. Stjarnan er á leið í 16 liða úrslit! pic.twitter.com/3dt1sYlBRK— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Það var svo ekki fyrr en tvær mínútur voru komnar fram yfir þær 30 mínútur sem framlengingin er þegar Stjarnan skoraði loks það sem reyndist sigurmarkið. Það gerði miðvörðurinn Sindri Þór Ingimarsson og tryggði heimamönnum sæti í 16-liða úrslitum. Að lokum skoraði Stefan Ljubicic eina markið í leik Keflavíkur og ÍA en þar þurfti einnig að framlengja. Keflavík komið áfram. Keflvíkingar leiða eftir mark Stefáns Ljubicic! pic.twitter.com/slEqscMl0W— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 19, 2023 Markarskorarar af Fótbolti.net.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Tengdar fréttir Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Breiðablik, KA, KR og Leiknir Reykjavík í sextán liða úrslit Breiðablik, KR og KA fóru nokkuð örugglega áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Þá vann Leiknir Reykjavík dramatískan sigur. 19. apríl 2023 20:02