Leshraðamælingar og Háskóli Íslands Eyjólfur Ármannsson skrifar 20. apríl 2023 11:01 Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Skóla - og menntamál Grunnskólar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar. Greinarhöfundar gera ekki greinarmun á leshraðamælingum, sem ég fjalla um í grein minni, og lesfimiprófum sem grein þeirra fjallar um. Hvernig er unnt að svara gagnrýni á leshraðmælingar með skrifum um lesfimipróf? Með hreinum ólíkindum að fræðimenn skuli ekkert gera til að skýra muninn á þessum tveimur hugtökum. Annaðhvort þekkja prófessorarnir ekki muninn á leshraðamælingum og lesfimiprófum eða greinin er dæmi um skammarlega útúrsnúninga. Eru slík vinnubrögð samboðin Háskóla Íslands? Í grein þeirra er ekki minnst einu orði á aðalatriði greinar minnar: Á byrjendalæsi og ömurlega lestrarkunnáttu á Íslandi eða á bókstafa-hljóðaðferðina. Barn lærir að lesa með því að brjóta lestrarkóðann, þekkja þau tákn sem bókstafirnir eru og þau hljóð sem þeir standa fyrir. Það er gert með bókstafa-hljóðaðferðinni og er fyrsta skref í að læra að lesa. Freyja, Kate og Margaret eyða ekki einu orði í grein sinni á þessi aðalatriði greinar minnar. Þegar gagnrýnd eru skrif um jafnmikilvægt efni og lestur barna er lágmark að notuð séu sömu hugtök sem hin gagnrýnda grein notar og hugtakanotkun sett í samhengi. Dósent við Háskóla Íslands gerir ekki þær kröfur til skrifa sinna. Með þessari breyttu hugtakanotkun er því slegið ryki í augu lesenda. Fyrirmæli Menntamálastofnunar Fyrirmæli Menntamálastofnunar um lestrarpróf í grunnskólum sem kennarar fá eru skýr og eftirfarandi: „Fyrirmæli til nemenda: Hér sérðu textablað, þú átt að lesa þennan texta eins hratt og vel og þú getur í tvær mínútur. Ég mun taka tímann á meðan þú lest. Skilur þú hvað þú átt að gera? Ertu tilbúin/n?“ Hér er tekinn tími á nemanda í leshraðaprófi í tvær mínútur. Leshraði (Reading rate eða reading speed) er fjöldi orða sem einstaklingur getur lesið rétt á mínútu. Lesfimi (Reading Fluency) felur í sér nákvæmni, orðræðu og skilning ásamt hraða. Lesfimi er skilgreind sem „nákvæmur lestur á „minimal rate“ með viðeigandi frumeinkennum og djúpum skilningi“ (Hudson, Mercer og Lane, 2000). Einnig er talað um normal leshraða. Lágmarksleshraði er ekki hraðlestur, það að lesa eins hratt og vel og þú getur. Á Íslandi eru teknar leshraðamælingar, þótt öðru sé haldið fram. Sýnir það stöðu málaflokksins á Íslandi. Við látum 46.000 börn lesa eins hratt þau og geta þrisvar á ári (1.-10. bekk). Mörg börn upplifa kvíða og vanmátt vegna prófanna og þau geta valdið skertri sjálfsmynd tengdri lestri. Leshraðamælingar eru alræmdar í samfélaginu og skal enga undra. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Tækniháskólann í Þrándheimi, hefur bent á þetta. Í 21 ár hefur hann fjallað um efnið og bent á lausnir byggðar á alþjóðlega viðurkenndum vísindum fremstu fræðimanna við lítinn hljómgrunn. Lítil von er að verkefnið Kveikjum neistann í Eyjum fari víða hérlendis. Íslandsheimsókn Kate Nation og Margret Snowling Í heimsókn sinni í mars í fyrra voru Kate Nation og Margret Snowling ítrekað spurðar álits um leshraðapróf (Measurement of Reading Speed). Á Íslandi færu tugir þúsunda nemenda í slík próf árlega, sbr. fyrirmælin. Þær voru ekki spurðar um lesfimipróf (Test of Reading Fluency) sem ofangreind grein er um. Ef þær hafa skipt um skoðun ætti það að koma fram. Enskir prófessorar hafa ekki íslensku sem móðurmál og þekkja ekki þennan afkima íslensks samfélags. Því má efast um þekkingu þeirra á því hörmungarástandi sem verið hefur áratugum saman á Íslandi og ég fjalla um í grein minni. Háskóli Íslands er vandamálið – ekki Menntamálastofnun! Alþjóðlegar kannanir hafa árum saman sýnt hörmungarástand í lestrarkunnáttu á Íslandi. Léleg lestrarkunnátta er samfélaginu dýr og hefur verið viðfangsefni stjórnmála í áratugi án árangurs enda hefur aldrei verið tekið á rót vandans. Árið 2004 komst starfshópur menntamálaráðuneytisins að því að 35.000 Íslendingar á fullorðinsaldri ættu við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða eða væru með litla lestrarfærni. Barna- og menntamálaráðherra hyggst leggja niður Menntamálastofnun og koma á fót nýrri stofnun til að tryggja gæði menntunar. Litlar líkur eru á að þetta skili árangri og ekki þegar kemur að læsi. Nær væri að líta til Háskóla Íslands og ríkjandi viðhorfa þar. Framkoman við íslenska prófessorinn í Þrándheimi er þar sérkapítuli. Skólanum ber að veita þjóðfélaginu þjónustu í krafti þekkingar sinnar, sbr. eldri lög um skólann. Skólinn hefur ekki lagt fram neitt markvert til að taka á lélegri lestrarkunnáttu þjóðarinnar, síður en svo, og skrapar botninn í norrænum gæðakönnunum. Þetta er ástæðan fyrir því að ráðherra eftir ráðherra hefur ekki getað tekið á þessu mikilvæga máli. Læsi er grunnhæfni allra í lífinu og Alþingi og stjórnvöld verða að taka á þessum mikla vanda, þar liggur á endanum ábyrgðin. Höfundur er alþingismaður fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi og 1. varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun