Jókerinn með þrefalda tvennu og Denver einum sigri frá undanúrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. apríl 2023 09:31 Nikola Jokic skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar í nótt. Gregory Shamus/Getty Images Átta liða úrslit NBA-deildarinnar í körfubolta héldu áfram í nótt með þremur leikjum. Nikola Jokic skilaði þrefaldri tvennu fyrir Denver Nuggets er liðið vann níu stiga sigur gegn Minnesota Timberwolves, 120-111, og Denver-liðið er nú aðeins einum sigri frá sæti í undanúrslitum. Jokic og félagar höfðu unnið fyrstu tvo leikina í seríunni þegar kom að leik næturinnar og því ljóst að sigur myndi koma liðinu í ansi vænlega stöðu. Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins og staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn, 28-28. Gestirnir frá Denver náðu þó forystuni í öðrum leikhluta og leiddu með sex stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 61-55. Nuggets-liðið náði í rauninni aldrei að slíta sig almennilega frá heimamönnum en hélt þó sömu forystu út þriðja leikhluta og liðið vann að lokum níu stiga sigur 120-111 og liðið hefur unnið alla þrjá leiki seríunnar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Nuggets með 25 stig, en Nikola Jokic skilaði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Anthony Edwards atkvæðamestur með 36 stig. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets go up 3-0 in the series!20 PTS12 AST11 REB9-13 FGM📺 DEN/MIN Game 4, Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WvyFCK05KD— NBA (@NBA) April 22, 2023 Þá eru lið New York Knicks og Boston Celtics með 2-1 forystu í sínum einvígum eftir leiki næturinnar. New York vann 20 stiga sigur gegn Cleveland Cavaliers, 99-79, en Boston mátti þola átta stiga tap gegn Atlanta Hawks, 130-122. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Jokic og félagar höfðu unnið fyrstu tvo leikina í seríunni þegar kom að leik næturinnar og því ljóst að sigur myndi koma liðinu í ansi vænlega stöðu. Nokkuð jafnræði ríkti með liðunum stærstan hluta leiksins og staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn, 28-28. Gestirnir frá Denver náðu þó forystuni í öðrum leikhluta og leiddu með sex stigum þegar flautað var til hálfleiks, staðan 61-55. Nuggets-liðið náði í rauninni aldrei að slíta sig almennilega frá heimamönnum en hélt þó sömu forystu út þriðja leikhluta og liðið vann að lokum níu stiga sigur 120-111 og liðið hefur unnið alla þrjá leiki seríunnar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Nuggets með 25 stig, en Nikola Jokic skilaði þrefaldri tvennu þegar hann skoraði 20 stig, tók 11 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. Í liði heimamanna var Anthony Edwards atkvæðamestur með 36 stig. Nikola Jokic puts up a triple-double as the @nuggets go up 3-0 in the series!20 PTS12 AST11 REB9-13 FGM📺 DEN/MIN Game 4, Sunday, 9:30pm/et, TNT pic.twitter.com/WvyFCK05KD— NBA (@NBA) April 22, 2023 Þá eru lið New York Knicks og Boston Celtics með 2-1 forystu í sínum einvígum eftir leiki næturinnar. New York vann 20 stiga sigur gegn Cleveland Cavaliers, 99-79, en Boston mátti þola átta stiga tap gegn Atlanta Hawks, 130-122.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira