Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 11:30 Kallas og Zelenskí við undirritunina í Zítómír héraði. EPA Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar.
Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Sjá meira