Pence bar vitni í kosningamáli Trump Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2023 08:56 Mike Pence íhugar enn mögulegt forsetaframboð. Láti hann verða af því etur hann kappi við Trump, fyrrverandi yfirboðara sinna. AP/Alex Brandon Kviðdómendur í ákærudómstól í Washington-borg hlýddu í gær á framburð Mike Pence, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, í tengslum við rannsókn á tilraunum Donalds Trump og bandamanna hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Dómstóll hafði áður staðfest að Trump gæti ekki komið í veg fyrir vitnisburð Pence. Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Ákærudómstóllinn er liður í rannsókn dómsmálaráðuneytisins á tilraunum Trump og félaga til þess að snúa við tapi hans í kosningunum gegn Joe Biden. Pence er talinn geta vitnað um ákvðin samtöl og atburði í aðdraganda blóðugrar árásar stuðningsmanna Trump á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021, að sögn AP-fréttastofunnar. Pence var stefnt til að bera vitni fyrr á þessu ári en Trump reyndi að koma í veg fyrir það og bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins. Alríkisáfrýjunardómstóll hafnaði kröfu lögmanna hans. Ekki er ljóst hvað Pence kann að hafa sagt ákærudómstólnum, ef eitthvað. Dómari sem hafnaði kröfu Trump í mars úrskurðaði að ekki væri hægt að knýja fyrrverandi varaforsetann til þess að svara spurningum um nokkuð sem tengist því þegar hann hafði umsjón með því að öldungadeild þingsins staðfesti kosningaúrslitin 6. janúar. Í endurminningum sínum sem Pence birti nýlega sakaði hann Trump um að hafa stefnt fjölskyldu sinni og öllum þeim sem voru við þinghúsið þann dag í hættu. Sagan ætti eftir að dæma hann. Þrýstu á Pence að staðfesta ekki úrslitin Trump og bandamenn hans héldu, og halda enn, fram stoðlausum ásökunum um að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. Í nokkrum ríkjum sem Trump tapaði fyrir Biden þar sem repúblikanar höfðu meirihluta á ríkisþinginu útbjuggu bandamenn hans falska lista með svokölluðum kjörmönnum sem kjósa formlega forseta. Pence var beittur miklum þrýstingi að koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslit forsetakosninganna 6. janúar þrátt fyrir að hann stýrði aðeins formlega fundinum þar sem það var gert. Það ætluðu Trump og félagar að nýta sér til þess að koma að listunum með fölsku kjörmönnunum og fá þingið þannig til þess að gera hann að forseta. Pence hafði hins vegar engin völd til þess að koma í veg fyrir að úrslitin væru staðfest. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, rannsakar þessar tilraunir Trump til þess að snúa úrslitum kosninganna við. Hann hefur rætt við fjölda fyrrverandi ráðgjafa Trump, þar á meðal Pat Cipollone, yfirlögfræðing Hvíta hússins, og Stephen Miller. Samhliða rannsakar Smith meðferð Trump á leyniskjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og hvort að hann hafi reynt að hindra rannsóknina á því.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39 Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Trump skellir skuldinni á Pence fyrir árásina á þinghúsið Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, heldur því fram að Mike Pence, þáverandi varaforseti sinn, hefði getað komið í veg fyrir ofbeldi stuðningsmanna Trumps við þinghúsið fyrir tveimur árum með því að hjálpa honum að snúa við úrslitum forsetakosninganna. 13. mars 2023 23:39
Fjölskyldu Pence ógnað vegna orða Trumps Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir Donald Trump fara með fleipur um innrásina sem gerð var á þinghúsið í Washington 6. janúar 2021. Árásin hafi ekki verið neitt annað en svívirðileg. 12. mars 2023 10:20