Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 20:12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. „Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira
„Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Sjá meira