Subway Körfuboltakvöld: Hefði Drungilas átt að fá brottvísun? Smári Jökull Jónsson skrifar 7. maí 2023 08:00 Eins og sjá má blæddi duglega úr höfði Kristófers Acox eftir atvikið. Vísir/Bára Dröfn Tindastóll bar sigurorð af Val í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gærkvöldi. Atvik á milli Adomas Drungilas og Kristófer Acox varð að umfjöllunarefni í Subway Körfuboltakvöldi eftir leik. Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Tindastóll vann eins stigs sigur á Val í fyrsta leiknum í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar í gær. Tindastóll var með yfirhöndina allan leikinn en Valsmenn áttu ótrúlega endurkomu í síðasta fjórðungnum og voru nálægt því að stela sigrinum. Í upphafi síðari hálfleiks varð atvik undir körfu Valsmanna þar sem Kristófer Acox fékk olnboga Adomas Drungilas í höfuðið. Kristófer þurfti að fara inn í búningsklefa ásamt sjúkraþjálfara og kom síðan til baka vafinn um höfuðið. Kristófer mætti aftur til leiks vafinn um höfuðið.Vísir/Bára Dröfn Rætt var um atvikið í Subway Körfuboltakvöldi eftir leikinn í gær en í lýsingunni var sérfræðingurinn Hörður Unnsteinsson á því að vísa hefði Drungilas af velli. Dómararnir létu hins vegar óíþróttamannslega villu duga. „Þetta lítur sérstaklega illa út frá því sjónarhorni sem við sáum þarna, en reglurnar þekki ég ekki,“ sagði Teitur Örlygsson annar af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds eftir leik í gær. Eru þeir að meta að hann hafi slegið hann viljandi? Kjartan Atli Kjartansson sagðist hafa reynt að heyra í nokkrum dómurum varðandi atvikið og hvað væri lagt til grundvallar þegar það væri metið en fá svör fengið. „Það hlýtur að vera einhver spurningalisti sem þeir fara eftir,“ bætti Kjartan Atli við og Teitur velti fyrir sér hver refsingin væri ef metið væri að olnbogaskot væri viljandi. „Þeir eru örugglega 100% með þetta á hreinu. Ef þetta er viljandi, að olnbogi er látinn vaða í höfuðið á manni, hver er refsingin? Mig langar að vita það og hvernig þeir meta þetta,“ sagði Teitur og bætti við. Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Olnbogaskot í leik Vals og Tindastóls „Þeir dæma óíþróttamannslega villu og ég þekki það ekki allt. Eru þeir að meta þá að hann hafi slegið hann viljandi í höfuðið? Ég held í öllum löndum þýði það brottrekstur út úr húsinu.“ Alla umræðu Kjartans Atla, Teits og Darra Freys Atlasonar í Subway Körfuboltakvöldi er hægt að sjá í spilaranum hér fyrir ofan en þar velta þeir félagar því meðal annars fyrir sér hvort atvikið verði mögulega skoðað nánar.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tindastóll Tengdar fréttir Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Finnur Freyr: Mér finnst við eiga mikið inni og er bara spenntur að fara í næsta leik Valsmenn lutu í gras í fyrsta leik úrslitarimmunnar um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld, í leik sem varð æsispennandi síðustu fimm mínúturnar. Fram að þeim tímapunkti virtust Valsmenn í raun alls ekki líklegir til að ógna forystu gestanna en hrukku hressilega í gang og voru næstum búnir að stela sigrinum. 6. maí 2023 22:07
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum