Sakar lögreglu um að hafa skipulagt handtökurnar fyrirfram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. maí 2023 12:48 Meðal mótmælenda voru umhverfissinnar sem voru að mótmæla olíuframleiðslu. Ian McIlgorm Graham Smith, leiðtogi lýðveldissamtakanna Republic, sakar lögregluyfirvöld í Lundúnum um að hafa skipulagt það fyrirfram að handtaka mótmælendur við krýningu Karls III Bretakonungs, til að trufla og gera lítið úr mótmælum lýðveldissinna á krýningardaginn. Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian. Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira
Fleiri en 60 manns voru handteknir á laugardag og Smith segir aðgerðir lögreglu hafa verið hreint og beint brot á réttindum fólks til að mótmæla. Það þrátt fyrir að samtökin hefðu átt í samtali við Lundúnarlögregluna í marga mánuði. Sadiq Khan, borgartjóri Lundúna, og fleiri stjórnmálamenn hafa kallað eftir útskýringum af hálfu lögreglunnar á handtökum lýðveldissinna og sjálfboðaliða sem voru að gæta öryggis í fjölmenninu. Smith sagði við Radio 4 að forsvarsmenn Republic hefðu fyrir löngu upplýst lögreglu um hvað stæði til, hversu mörg mótmælaspjöld yrðu notuð og hvað myndi standa á þeim. Þá myndu þeir nota „magnara“ til að vekja athygli. Þegar á hólminn var komið var mótmælendum hins vegar hótað handtöku ef þeir notuðu gjallarhorn. Smith segist ekki í vafa um að það hafi verið búið að taka ákvörðun um að handtaka hann sjálfan. Hvorki hann né aðrir hefðu gert neitt til að réttlæta handtökur og gæsluvarðahald. Meðal hinna 64 handteknu voru meðlimir öryggissveitar borgarráðs Westminster, sem afhentu nauðgunarvarnaflautur og annan öryggisbúnað. Lögregla bar því við að hafa upplýsingar um að nota ætti flauturnar til að trufla krýningarathöfnina. Caroline Russell, formaður löggæslunefndar borgarráðs Lundúnarborgar, segir framgöngu lögreglu verulegt áhyggjuefni. Það sé hreint ótrúlegt að fólk hafi verið handtekið sem var að dreifa nauðgunarvarnaflautur og sandala til ölvaðra hátíðargesta. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian.
Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Sjá meira