Söfn, sjálfbærni og vellíðan Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi safnadagurinn er haldinn hátíðlegur þann 18. maí ár hvert. Á hverju ári er safnadeginum valið sérstakt þema og í ár er þemað: Söfn, sjálfbærni og vellíðan. Í safnaflórunni á Íslandi eru að finna náttúruminja-, lista-, og minjasöfn. Hlutverk safna er að safna munum, skrá þá og varðveita fyrir komandi kynslóðir, rannsaka og miðla fróðleik til almennings alls. Stór hluti safnastarfs fer fram á bak við tjöldin og gildi safna er bæði fjölþætt og mikilvægt. Sýningar, safnafræðsla og margvísleg miðlun rannsókna eru svo sú hlið sem snýr að almenningi. Söfn og sjálfbærni Söfn hafa mikilvægu hlutverki að gegna í málefnum sem varða sjálfbæra þróun. Á undanförnum árum hafa fjölmörg söfn á Íslandi fjallað um sjálfbærni og umhverfismál út frá ýmsum vinklum og oft á áhugaverðan hátt. Söfn fjalla auðvitað í mörgum tilfellum um fortíðina, en setja oft viðfangsefni sín í samhengi við samtímann og jafnvel framtíðina. Þau ná til fjölbreyttra hópa sem heimsækja söfnin, auk þess sem þau tengjast skólastarfi og halda úti safnfræðslu. Þau eru því í einstakri stöðu til að auka almenna þekkingu til dæmis á málum er varða sjálfbærni og umhverfismál og stuðla að jákvæðum breytingum. Á undanförnum árum hafa mörg söfn staðið fyrir sýningum, rannsóknum og fræðslu sem tengist sjálfbærni og hvernig við getum hugsað betur um umhverfi okkar. Söfn og vellíðan Undanfarin ár hefur líka verið fjallað meira um söfn í tengslum við heilsu og vellíðan. Það getur verið skemmtilegt, spennandi og gefandi að sjá og læra eitthvað nýtt. Eins geta falleg listaverk vakið hjá okkur sterkar tilfinningar og á minja- og myndasöfnum rifjast oft upp góðar minningar. Eftir Covid faraldurinn fór af stað rannsókn í Brussel þar sem læknar ávísuðu fólki sem glímir við andleg veikindi ókeypis safnaheimsóknum, eitthvað sem hefur verið gert í Kanada síðan árið 2018. Safnaheimsóknir lækna auðvitað ekki fólk sem er veikt, en hugmyndin er að það að komast í snertingu við náttúru, menningu og list auki vellíðan. Söfn standa líka oft fyrir fjölbreyttum viðburðum sem tengja saman ólíka hópa og geta styrkt félagsleg tengsl. Söfn vinna þannig gegn félagslegri einangrun og bæta andlega heilsu. Þá eru söfnin og það mikilvæga menningarstarf sem þau sinna oft mikilvægur þáttur í að skapa eftirsóknarvert samfélag þar sem menning og mannlíf eru í hávegum höfð. Mikilvægi safna Þó að þema safnadagsins í ár undirstriki þessa tvo þætti; sjálfbærni og vellíðan, sem sannarlega eru tvö stór og aðkallandi mál í samtímanum, geta söfn gefið okkur meira. Nú þegar líður að safnadeginum er gott að velta fyrir sér mikilvægi safna og virði þeirra fyrirsamfélagið. Það er alveg ljóst að söfn hafa margvísleg jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt, þau sinna mikilvægum rannsóknum, miðla til samfélagsins, fræða, standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skapa góðan anda í samfélaginu sem þau tilheyra. Oft er öflugt menningarstarf og félagslíf einmitt það fyrsta sem við hugsum til þegar við veltum fyrir okkur sérstöðu ákveðinna svæða. Þess vegna er mikilvægt að við stöndum vörð um söfnin. Í tilefni safnadagsins Í aðdraganda safnadagsins, þann 16. maí kl. 13-16, munu Íslandsdeild ICOM (International Council of Museums), FÍSOS (Félag íslenskra safna og safnmanna) og Safnaráð standa fyrir málþingi sem ber sömu yfirskrift og safnadagurinn sjálfur. Þar gefst frábært tækifæri til að kynnast hluta þeirra verkefna sem íslensk söfn hafa unnið að undanfarið og tengjast og stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan. Málþingið verður haldið á Þjóðminjasafni Íslands og eru öll velkomin. Í aðdraganda safnadagsins og á honum sjálfum, þann 18. maí, standa svo fjölmörg söfn um allt land fyrir spennandi viðburðum, auk þess sem sum söfn hafa ákveðið að ókeypist aðgang í tilefni dagsins. Það er um að gera að kynna sér hvað er í boði, en nánari upplýsingar um daginn má nálgast á Facebook síðu safnadagsins. Ég hvet öll til að nýta tækifærið og heimsækja söfn á safnadeginum (sem og alla aðra daga), góða skemmtun! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins á Íslandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun