Á veikri jörð vöxum við hvorki né döfnum Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir skrifar 11. maí 2023 10:01 Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er12. maí. Á hverju ári er ákveðið þema og í ár lítum við til framtíðar. Our nurses, our future er yfirskriftin í ár, eða hjúkrun er framtíð okkar. Kollegar mínir hafa velt framtíðinni fyrir sér í auknum mæli undanfarið, sérstaklega í ljósi örra samfélagslegra breytinga og áhrifum loftslagsbreytinga og mengunar á heilbrigði. Heimsfaraldur hefur kennt okkur margt en mikilvægasti lærdómurinn var sá að við getum ekki einangrað okkur frá heiminum til að hlúa að lýðheilsu okkar og samfélagi. Við stöndum frammi fyrir sameiginlegum áskorunum þvert á landamæri og ein stærsta áskorunin er mengun og afleiðingar hennar á heilbrigði okkar. Þær ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á aðra, og ákvarðanir annarra hafa áhrif á okkur. Í raun er þetta ekki flókið en þetta virðist vefjast fyrir okkur þar sem höfum ekki enn rétt úr kútnum samkvæmt nýjustu skýrslu Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna. Heilbrigði jarðar er heilbrigði okkar Afleiðingar loftslagsbreytinga á heilbrigði eru gífurlega miklar og er risastórt málefni sem spannar víða um völl. Ákveðnir þættir gera hópa útsettari en aðra fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, eins og búseta, grunnheilsa, samfélagsleg staða og samfélagsgerð þess hóps. Þar að auki, getum við ekki talað um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heilbrigði, án þess að nefna það mikilvægi sem ójöfnuður hefur í því samhengi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður verið mjög skýr í orðum,ræðum og yfirlýsingum – jöfnuður og félagslegir áhrifaþættir heilsu segja meira til um lífsgæði og -líkur þínar en aðrir þættir. Með alvarlegri birtingarmyndum loftslagsbreytinga, sem við verðum að staldra við og veita athygli, er hversu ójöfn dreifing afleiðinga þeirra er í heiminum. Við sjáumaukinn fjölda barna og fullorðna á flótta frá landi sínu því auðlindir þeirra hafa verið arðrændar og innviðirnir standa illa að vígi. Hver ber ábyrgðina á því arðráni? Áhrifin á Íslandi Leiðir til þess að verða útsett fyrir heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga eru fjölbreyttar. Til dæmis má nefna ofsaveður, ofsahita, skert loftgæði, vatnsgæði og takmarkað aðgengi að vatni, slæmt fæðuöryggi og fjölgun smitsjúkdóma. Á Íslandi í dag blasir við okkur ákveðin birtingarmynd sem tengist okkar aðstæðum. Þar má nefna ofsaveður, aukið heimilisleysi og fátækt, verri loftgæði, svifryksmengun og útbreiðsla smitsjúkdóma. Við sjáum líka að atvinnurekstur gengur í auknum mæli á auðlindir okkar og það er vert að staldra við og ákveða hverjar afleiðingar verða til lengri tíma, sem og afleiðingar á heilbrigði samfélaga þegar nýjar hugmyndir koma fram á sjónarsviðið í atvinnulífinu. Annar stór áhrifaþáttur eru innviðirnir. Heilbrigðiskerfin okkar og hversu vel eða illa stödd þau eru hafa áhrif á hvernig við náum að styðja við og vernda íbúa í samfélaginu okkar. Þar kemur hjúkrun sterk inn og ég þarf varla að eyða fleiri orðum í það hversu alvarlegur mönnunarvandinn er í heilbrigðiskerfinu okkar, og að án heilbrigðisstarfsfólks og rannsókna okkar verður lítil framþróun. Við hljótum að geta sammælst um mikilvægi þess geta búið við öryggi og vissu um að fá nauðsynlega þjónustu þegar á henni er þörf, sama hver við erum. Þegar samfélagið stendur frammi fyrir aðlögun að aðlagast breyttum aðstæðum, þá þurfa innviðirnir að standa sterkir að vígi. Hjúkrun jarðar Og nú er í raun ansi auðvelt að beina sjónum að hversu mikilvægir hjúkrunarfræðingar eru í þessu öllu saman. Við höfum séð þetta aftur og aftur. Hjúkrunarfræðingar spila lykilhlutverk í forvörnum, málsvarshlutverki, meðferð og eftirfylgd. Frá fæðingu til dauða. Lýðheilsumál er tungumál okkar og við eigum að láta okkur loftslagsbreytingar og mengun varða – svo einfalt er það fyrir mér. Hjúkrunarfræðingar um allan heim eru í framlínunni að þrýsta á yfirvöld í sínum löndum til að bregðast við og styðjast að sjálfsögðu við rannsóknir í öllu sínu málsvarastarfi. Hjúkrunarfræðingar halda fræðsluerindi á ýmsum vettvöngum, standa fyrir fjöldamótmælum, stofna félög og vinna að því að búa til kennsluefni fyrir öll skólastig um áhrif mengunar og loftslagsbreytinga á heilbrigði og lausnir til aðgerða. En í umræðu um loftslagsbreytingar þróast þetta oft mjög hratt út í að einblína á tölur, líkön og spár. Við erum líka, sem hjúkrunarfræðingar, í kjöraðstöðu til að beina ljósinu ávallt að mannúðinni, mannréttindum, fólkinu sem við erum að tala um og fyrir. Finna sögurnar, og láta þær heyrast. Kjarninn okkar er virðing fyrir lífi, og þegar við fjöllum um heilbrigði jarðar birtist þetta á svo fallegan hátt. Við erum í lykilstöðu til að gera eitthvað. Ákall til hjúkrunarfræðinga endurvakið Árið 2021 birtist í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga Ákall til hjúkrunarfræðinga um þátttöku í að varðveita heilbrigði jarðar frá fjölmörgum leiðtogum í hjúkrun. Í greininni er meðal annars því velt upp hvort ekki sé orðið tímabært að stofna fagdeild hjúkrunar fyrir heilbrigði jarðar. Ég vil endurvekja þetta ákall hér með og kalla eftir öllum áhugasömum hjúkrunarfræðingum sem vilja beita sér fyrir umhverfinu, jörðinni og lýðheilsu til þess að stofna fagdeildina. Kýlum á þetta. Jörðin þarfnast hjúkrunar og við þörfnumst jarðarinnar og auðlinda hennar, á sjálfbæran hátt. Þetta er vandmeðfarið jafnvægi sem mannkynið hefur raskað en nú skulum við hjúkra og líkna það samband og byggja það aftur upp, með það hugfast að stuðla að sjálfbærum og bjartari samfélögum. Hjúkrun er framtíð okkar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur dagur hjúkrunar er12. maí. Á hverju ári er ákveðið þema og í ár lítum við til framtíðar. Our nurses, our future er yfirskriftin í ár, eða hjúkrun er framtíð okkar. Kollegar mínir hafa velt framtíðinni fyrir sér í auknum mæli undanfarið, sérstaklega í ljósi örra samfélagslegra breytinga og áhrifum loftslagsbreytinga og mengunar á heilbrigði. Heimsfaraldur hefur kennt okkur margt en mikilvægasti lærdómurinn var sá að við getum ekki einangrað okkur frá heiminum til að hlúa að lýðheilsu okkar og samfélagi. Við stöndum frammi fyrir sameiginlegum áskorunum þvert á landamæri og ein stærsta áskorunin er mengun og afleiðingar hennar á heilbrigði okkar. Þær ákvarðanir sem við tökum hafa áhrif á aðra, og ákvarðanir annarra hafa áhrif á okkur. Í raun er þetta ekki flókið en þetta virðist vefjast fyrir okkur þar sem höfum ekki enn rétt úr kútnum samkvæmt nýjustu skýrslu Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna. Heilbrigði jarðar er heilbrigði okkar Afleiðingar loftslagsbreytinga á heilbrigði eru gífurlega miklar og er risastórt málefni sem spannar víða um völl. Ákveðnir þættir gera hópa útsettari en aðra fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, eins og búseta, grunnheilsa, samfélagsleg staða og samfélagsgerð þess hóps. Þar að auki, getum við ekki talað um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heilbrigði, án þess að nefna það mikilvægi sem ójöfnuður hefur í því samhengi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Sameinuðu þjóðirnar hafa áður verið mjög skýr í orðum,ræðum og yfirlýsingum – jöfnuður og félagslegir áhrifaþættir heilsu segja meira til um lífsgæði og -líkur þínar en aðrir þættir. Með alvarlegri birtingarmyndum loftslagsbreytinga, sem við verðum að staldra við og veita athygli, er hversu ójöfn dreifing afleiðinga þeirra er í heiminum. Við sjáumaukinn fjölda barna og fullorðna á flótta frá landi sínu því auðlindir þeirra hafa verið arðrændar og innviðirnir standa illa að vígi. Hver ber ábyrgðina á því arðráni? Áhrifin á Íslandi Leiðir til þess að verða útsett fyrir heilsufarslegum áhrifum loftslagsbreytinga eru fjölbreyttar. Til dæmis má nefna ofsaveður, ofsahita, skert loftgæði, vatnsgæði og takmarkað aðgengi að vatni, slæmt fæðuöryggi og fjölgun smitsjúkdóma. Á Íslandi í dag blasir við okkur ákveðin birtingarmynd sem tengist okkar aðstæðum. Þar má nefna ofsaveður, aukið heimilisleysi og fátækt, verri loftgæði, svifryksmengun og útbreiðsla smitsjúkdóma. Við sjáum líka að atvinnurekstur gengur í auknum mæli á auðlindir okkar og það er vert að staldra við og ákveða hverjar afleiðingar verða til lengri tíma, sem og afleiðingar á heilbrigði samfélaga þegar nýjar hugmyndir koma fram á sjónarsviðið í atvinnulífinu. Annar stór áhrifaþáttur eru innviðirnir. Heilbrigðiskerfin okkar og hversu vel eða illa stödd þau eru hafa áhrif á hvernig við náum að styðja við og vernda íbúa í samfélaginu okkar. Þar kemur hjúkrun sterk inn og ég þarf varla að eyða fleiri orðum í það hversu alvarlegur mönnunarvandinn er í heilbrigðiskerfinu okkar, og að án heilbrigðisstarfsfólks og rannsókna okkar verður lítil framþróun. Við hljótum að geta sammælst um mikilvægi þess geta búið við öryggi og vissu um að fá nauðsynlega þjónustu þegar á henni er þörf, sama hver við erum. Þegar samfélagið stendur frammi fyrir aðlögun að aðlagast breyttum aðstæðum, þá þurfa innviðirnir að standa sterkir að vígi. Hjúkrun jarðar Og nú er í raun ansi auðvelt að beina sjónum að hversu mikilvægir hjúkrunarfræðingar eru í þessu öllu saman. Við höfum séð þetta aftur og aftur. Hjúkrunarfræðingar spila lykilhlutverk í forvörnum, málsvarshlutverki, meðferð og eftirfylgd. Frá fæðingu til dauða. Lýðheilsumál er tungumál okkar og við eigum að láta okkur loftslagsbreytingar og mengun varða – svo einfalt er það fyrir mér. Hjúkrunarfræðingar um allan heim eru í framlínunni að þrýsta á yfirvöld í sínum löndum til að bregðast við og styðjast að sjálfsögðu við rannsóknir í öllu sínu málsvarastarfi. Hjúkrunarfræðingar halda fræðsluerindi á ýmsum vettvöngum, standa fyrir fjöldamótmælum, stofna félög og vinna að því að búa til kennsluefni fyrir öll skólastig um áhrif mengunar og loftslagsbreytinga á heilbrigði og lausnir til aðgerða. En í umræðu um loftslagsbreytingar þróast þetta oft mjög hratt út í að einblína á tölur, líkön og spár. Við erum líka, sem hjúkrunarfræðingar, í kjöraðstöðu til að beina ljósinu ávallt að mannúðinni, mannréttindum, fólkinu sem við erum að tala um og fyrir. Finna sögurnar, og láta þær heyrast. Kjarninn okkar er virðing fyrir lífi, og þegar við fjöllum um heilbrigði jarðar birtist þetta á svo fallegan hátt. Við erum í lykilstöðu til að gera eitthvað. Ákall til hjúkrunarfræðinga endurvakið Árið 2021 birtist í Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga Ákall til hjúkrunarfræðinga um þátttöku í að varðveita heilbrigði jarðar frá fjölmörgum leiðtogum í hjúkrun. Í greininni er meðal annars því velt upp hvort ekki sé orðið tímabært að stofna fagdeild hjúkrunar fyrir heilbrigði jarðar. Ég vil endurvekja þetta ákall hér með og kalla eftir öllum áhugasömum hjúkrunarfræðingum sem vilja beita sér fyrir umhverfinu, jörðinni og lýðheilsu til þess að stofna fagdeildina. Kýlum á þetta. Jörðin þarfnast hjúkrunar og við þörfnumst jarðarinnar og auðlinda hennar, á sjálfbæran hátt. Þetta er vandmeðfarið jafnvægi sem mannkynið hefur raskað en nú skulum við hjúkra og líkna það samband og byggja það aftur upp, með það hugfast að stuðla að sjálfbærum og bjartari samfélögum. Hjúkrun er framtíð okkar. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun