Strandveiðar – Sveitarómantík Samúel Sigurjónsson skrifar 15. maí 2023 20:01 ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
ÁKALL TIL STJÓRNVALDA. Nú eru strandveiðar í fullum gangi um allt land. Á meðan eru stærri fiskiskip meira og minna bundin við bryggju og fiskarar að sama skapi komnir í þriggja mánuða launalaust sumarfrí. Með einhverjum hætti verðum við fiskarar, að sjá fyrir okkur þennan tíma. Í gær var ég að taka til í bílskúrnum mínum og komu þá í hendur mínar gömlu mjólkurbrúsarnir úr sveitinni, en þeir voru aflagðir og taldir úreltir fyrir 40 árum og teljast í raun forngripir. Ég fór að hugsa til baka og rifja upp alla rómantíkina og gleðina sem var á þessum tíma. Allt sveitafólkið að bera mjólkurbrúsana sína og allir hittust með búsana sína, þeir sterkustu báru jafnvel tvo 30 lítra brúsa í hvorri hendi, alltaf var gaman og gleði. Lífið snérist um að bera og flytja mjólkurbrúsa í kerru aftan í gömlum jeppa eða traktor. Síðan gerist það að það kemur Mjólkurbíll til að safna mjólkinni. Það hafði þær skelfilegu afleiðingar að mjólkurbrúsarnir urðu fljótlega úreltir því einn risa tankbíll fór á alla bæi og saug alla mjólk beint úr tanknum og flutti í mjólkurstöðina. Hratt dró úr brúsaflutningunum, gömlu jepparnir og traktorarnir fóru að riðga niður og vélahljóð þeirra þöggnuðu á vegunum. Mannlífið í sveitinni dróst saman og sveitafólkið, smátt og smátt, færði sig í önnur störf. Sjálfur hraktist ég í þéttbýlið og gerðist fiskari. En alltaf minnist ég gömlu tímana að bera og flytja mjólkurbrúsana, alla gleðina og mannlífið í kringum þá. Nú þegar ég er kominn í langt sumarfrí sem fiskari og strandveiðifiskarar, með sjóhatt og pípu í munnvikinu, sjá um veiðarnar á meðan, datt mér í hug hvort ekki væri tilvalið fyrir mig og fleiri að gerast frístunda mjólkurbílstjórar. Hugmyndin er að stjórnvöld setji upp kerfi í anda strandveiðikerfissins. Að fjóra daga í viku eða fjörtíu og átta daga á sumri sé mjólkin sótt í sveitirnar á litlum fólksbílum með kerru aftan í (minni en 750 kg. heildarþunga eftirvagns) eða 10x 30 l. brúsar í ferð. Þetta myndi geta skapað fjölmörg störf því margir eiga bíla og kerrur sem þeir hafa lítil not fyrir. Auk þess sem þetta myndi skapa líf og umferð á fáförnum sveitavegum. Þessir litlu frístundamjólkurbílar fara auk þess mikið betur með vegina og eyða mun minna eldsneyti en stóru tankbílarnir sem gleypa alla mjólkina úr tönkum bænda í einni svipan. Mjólkinni yrði að sjálfsögðu dælt úr tönkunum í brúsana, með umhverfisvænni rafmagnsdælu tengdri við rafkerfið í bílnum. Eins og áður segir munu þessir litlu frístunda mjólkurflutningar vekja upp líf, ekki bara á sveitavegunum heldur á öllu þjóðvegakerfinu og vekja verðskuldaða athygli ferðamanna. Að sjálfsögðu þarf að gera einhverjar lagabreytingar svo þessi frístundastarfsemi geti orðið að raunveruleika. Skora ég því á stjórnvöld að grípa sem fyrst til viðeigandi breytinga á lögum og reglum, svo að strax á næsta ári, verði um allar sveitir, keyrandi fólk af öllum kynjum, syngjandi (með rödd Hauks Morthens) „hver ekur eins og ljón með aðra hönd á stýri .....“ Að lokum, einhver gæti spurt hvort ekki væri verið að taka vinnu frá mjólkurbílstjórum. Það er alls ekki meininginn þeir fá að sjálfsögðu að sækja mólkina yfir veturinn og á lengri og erfiðari leiðum, við aðstæður þar sem erfitt er að komast á Skódanum með kerruna. Höfundur er fiskari, yfirvélstjóri og Skóda-eigandi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun