Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. maí 2023 13:01 Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Heilbrigðismál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjárlögum 2013, síðustu fjárlögum hinnar norrænu velferðarstjórnar, ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna voru framlög til heilbrigðismála 137.220.000.000. kr. eða 426.383 kr. pr. landsmann. Samkvæmt núgildandi fjárlögum er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði 342.979.000.000. kr. eða 884.518. pr landsmann. Hvort miðað sé við hækkun heildarframlaga til heilbrigðismála á þessu tímabili eða framlaga pr. landmann að það ljóst að framlögin hafa hækkað töluvert um fram verðlag. Hefðu heildarframlögin hækkað samkvæmt verðlagi frá 2013 þá væru þau um 200 milljarðar króna en ekki tæplega 343 milljarðar líkt og fjárlög yfirstandandi árs kveða á um. Framlög til landsmanns væru um 600 þúsund krónur pr. landsmann. Af upptalningunni hér að ofan, má glögglega sjá, að ríkisstjórnir síðustu tíu ára hafa alls ekki verið að fjársvelta heilbrigðiskerfið, líkt og stjórnarandstaðan hefur básúnað við hvert tækifæri sem henni er réttur mikrófónn. Öðru nær þá hafa fjárframlögin stóraukist, bæði samkvæmt verðlagi og í takti við fólksfjölgun. Það breytir því ekki, að eflaust má gera betur. Það á reyndar alltaf við í jafn mikilvægum málaflokki og heilbrigðismál eru. En er það bara á fjármögnunarhliðinni sem gera má betur? Formanni Samfylkingarinnar er það, að eigin sögn, mikið hjartans mál að fullfjármagna heilbrigðiskerfið. Hvað þýðir það? Hvað kostar heilbrigðiskerfið? Hefur það einhvern verðmiða? Eða er „fullfjármögnun heilbrigðiskerfisins” enn einn frasinn sem reyndar lætur ekki svo illa í eyrum, en samt álíka marklaus og margir aðrir frasar er úr þeirri átt koma. Spurningin sem stjórnvöld í dag og reyndar alla aðra daga, ætti að spyrja sig er: Hvernig getum við fullnýtt annars ágætlega fjármagnað heilbrigðiskerfi? Heilbrigðiskerfið er nefnilega allt annað og miklu meira en það sem ríkið starfrækir. Ágætis byrjun í átt að fullnýtingu heilbrigðiskerfisins væri að ljúka samningum við sjálfstætt starfandi lækna. Síðan mætti fara í vinnu við að skilgreina enn frekar hlutverk Landspítalans háskólasjúkrahúss. Hvort að ekki væri hægt að draga úr nánast ómannlegu álagi á starfsemi spítalans með því að draga verulega úr umfangi valkvæðra aðgerða sem framkvæmdar eru á spítalanum með því að semja við einkareknar læknastofur um framkvæmd þeirra. Slíkt myndi draga verulega úr álagi á spítalann og jafnvel í einhverjum tilfellum kosta minna fjármagn, líkt og nýlegt útboð á liðaskiptiaðgerðum ber glöggt vitni. Það er löngu ljóst að í stærstu þéttbýliskjörnum landsins er verulegur skortur á heilsugæsluþjónustu. Fjölga þarf með útboðum heilsugæslustöðvum á þeim svæðum hið fyrsta. Annars mun markmiðið um heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu nást. Auk þess þarf að efla heilsugæslu og greiningargetu heilbrigðisstofnana landsbyggðinni. Bætt sjúkraflug og rekstur sjúkraþyrlu myndi svo enn frekar bæta öryggi þeirra sem á landsbyggðinni búa eða eiga þar leið um. Gera þarf verulegt átak í menntamálum heilbrigðisstarfsfólks og búa til hvata sem laða fólk heim aftur að loknu sérfræðinámi erlendis. Bæta þarf verulega í nýsköpun í heilbrigðiskerfinu. Þá kannski helst að þeim hluta sem lýtur að skráningu innan kerfisins. En sá hluti er mörgu heilbrigðisstarfsfólki verulega íþyngjandi í dag. Aukin nýsköpun í fjarlækningum og öðru í þeim dúr væri svo auðvitað alltaf til bóta. Lausnirnar eiga ekki og mega ekki alltaf vera, aukið fjármagn sem týnist svo í þeirri óreiðu sem einsleitt heilbrigðiskerfi, líkt og vinstri flokkarnir, þar með talin Samfylkingin stefna ótrauð að. Lausnin verður ætíð að vera að nýta það betur sem til er. Hvort sem um er að ræða fjármagn eða þann mannauð sem við búum yfir. Hvort sem hann sé á sviði heilbrigðismála eða í öðrum tengdum og samhangandi geirum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun