Myndaveisla: Einstök upplifun í frumsýningarteiti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. maí 2023 14:00 Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri Mannflórunnar, og Chanel Björk Sturludóttir, þáttastjórnandi Mannflórunnar, í frumsýningarteitinu í Bíó Paradís. Kaja Sigvalda Það var margt um manninn í Bíó Paradís síðastliðið fimmtudagskvöld í frumsýningarteiti þáttaseríunnar Mannflóran. Er um að ræða heimildaþætti um fjölmenningu í íslensku samfélagi. Chanel Björk Sturludóttir er þáttastjórnandi og Álfheiður Marta Kjartansdóttir leikstýrir. Í fréttatilkynningu segir: „Þjóðarímynd Íslands er að breytast með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna og íslensk mannflóra er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Í þáttunum tekur Chanel viðtöl við fjölda fólks af erlendum uppruna sem og sérfræðinga á ýmsum sviðum. Þættirnir eru þó ekki einungis ætlaðir til að fræða áhorfendur um reynsluheim fólks af erlendum uppruna á Íslandi, heldur einnig sem ferskur blær inn í umræðu sem virkar oft pólaríseruð.“ Chanel Björk þáttastjórnandi Mannflórunnar segir frá þáttunum.Kaja Sigvalda Þættirnir eru sýndir á RÚV og segir Chanel orkuna hafa verið ótrúlega góða á frumsýningunni. „Við sýndum fyrstu tvo þættina fyrir viðmælendurna, fjölskyldur okkar, vini og fleiri og fengum frábærar viðtökur. Gestirnir voru því mörg af erlendum uppruna og ég hreinlega veit ekki hvort ég hafi einhvern tímann verið í rými þar sem við erum einmitt í meirihluta, þetta var alveg einstakt. Það var virkilega gaman að sjá alla viðmælendurna aftur en tökurnar fóru fram fyrir rétt rúmlega ári síðan. Tónlistarmaðurinn SNNY og plötusnúðurinn Vikram Pradhan sáu um að þeyta skífum meðan að við skáluðum við gestina eftir sýninguna, sem var vel við hæfi þar sem nýjasta plata SNNY er soundtrackið í þáttunum.“ Tónlistarmaðurinn SNNY og plötusnúðurinn Vikram Pradhan sáu um tónlistina í teitinu. Kaja Sigvalda Hún bætir við að það sé ólýsanleg tilfinning að sjá þessa þáttaseríu fara af stað. „Ég er vægast sagt í spennufalli. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum mínum væntingum og það virðist vera að við séum að ná til mjög fjölbreytts hóps, bæði eldri og yngri kynslóða. Markmiðið okkar með þáttunum er ekki að yfirheyra fólk, heldur að bjóða það velkomið inn í þetta samtal. Við veltum alls kyns steinum en setjum reynslusögur viðmælenda okkar fram í fyrsta þætti. Ég er full af þakklæti fyrir þau en án þeirra og traustsins sem þau sýndu okkur þá hefði þetta ekki verið hægt. Næsti þáttur heitir „En hvaðan ertu?“ og ég er mjög spennt að heyra hvað fólki finnist um hann. Við förum statt og stöðugt nánar ofan í saumana á ólíkum viðfangsefnum sem tengjast reynsluheimi fólks af erlendum uppruna á Íslandi eftir því sem þættirnir líða.“ Hér má sjá vel valdar myndir úr frumsýningarteitinu: Tatjana Dís og Sólveig Einarsdóttir.Kaja Sigvalda Leikstjórinn Álfheiður Marta hélt tölu fyrir sýningargesti.Kaja Sigvalda Chanel Björk segir viðtökur við þáttunum hafa farið langt fram úr væntingum.Kaja Sigvalda Johanna Haile Kebede, Anna Sonde og Kristín Taiwo Reynisdóttir.Kaja Sigvalda Elísabet Hall, framleiðandi hjá Glassriver, Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri, Chanel Björk Sturludóttir, umsjónarmaður Mannflórunnar og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.Kaja Sigvalda Líf og fjör. Kaja Sigvalda Plötusnúðurinn Vikram Pradhan hélt uppi góðri stemningu. Kaja Sigvalda Chanel Björk og Lovísa Ngan Hoang Du.Kaja Sigvalda Rakel og Eunice Ama Quayson.Kaja Sigvalda Gestir voru í góðum gír á frumsýningunni.Kaja Sigvalda Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.Kaja Sigvalda Fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir Bouraima, sem er kona tónlistarmannsins SNNY, og dóttir þeirra Niyah Ola Rós Bouraima.Vísir/Vilhelm Klara Alexandra Sigurðardóttir, framleiðstjóri, og Elísabet Hall, framleiðandi, báðar hjá Glassriver ásamt Álfheiði Mörtu og Chanel Björk. Kaja Sigvalda Janosch Kratz og Brónagh, starfsfólk Bíó Paradís, í góðum gír.Kaja Sigvalda Frumsýningarteitið í Bíó Paradís heppnaðist mjög vel að sögn Chanel. Kaja Sigvalda Fjölmenning Menning Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. 28. mars 2023 16:05 Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31 „Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir: „Þjóðarímynd Íslands er að breytast með auknum fjölda fólks af erlendum uppruna og íslensk mannflóra er fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr. Ljósi er varpað á erfiðleikana sem fólk af erlendum uppruna mætir í íslensku samfélagi og fjallað um kosti fjölmenningar. Í þáttunum tekur Chanel viðtöl við fjölda fólks af erlendum uppruna sem og sérfræðinga á ýmsum sviðum. Þættirnir eru þó ekki einungis ætlaðir til að fræða áhorfendur um reynsluheim fólks af erlendum uppruna á Íslandi, heldur einnig sem ferskur blær inn í umræðu sem virkar oft pólaríseruð.“ Chanel Björk þáttastjórnandi Mannflórunnar segir frá þáttunum.Kaja Sigvalda Þættirnir eru sýndir á RÚV og segir Chanel orkuna hafa verið ótrúlega góða á frumsýningunni. „Við sýndum fyrstu tvo þættina fyrir viðmælendurna, fjölskyldur okkar, vini og fleiri og fengum frábærar viðtökur. Gestirnir voru því mörg af erlendum uppruna og ég hreinlega veit ekki hvort ég hafi einhvern tímann verið í rými þar sem við erum einmitt í meirihluta, þetta var alveg einstakt. Það var virkilega gaman að sjá alla viðmælendurna aftur en tökurnar fóru fram fyrir rétt rúmlega ári síðan. Tónlistarmaðurinn SNNY og plötusnúðurinn Vikram Pradhan sáu um að þeyta skífum meðan að við skáluðum við gestina eftir sýninguna, sem var vel við hæfi þar sem nýjasta plata SNNY er soundtrackið í þáttunum.“ Tónlistarmaðurinn SNNY og plötusnúðurinn Vikram Pradhan sáu um tónlistina í teitinu. Kaja Sigvalda Hún bætir við að það sé ólýsanleg tilfinning að sjá þessa þáttaseríu fara af stað. „Ég er vægast sagt í spennufalli. Viðtökurnar hafa farið fram úr öllum mínum væntingum og það virðist vera að við séum að ná til mjög fjölbreytts hóps, bæði eldri og yngri kynslóða. Markmiðið okkar með þáttunum er ekki að yfirheyra fólk, heldur að bjóða það velkomið inn í þetta samtal. Við veltum alls kyns steinum en setjum reynslusögur viðmælenda okkar fram í fyrsta þætti. Ég er full af þakklæti fyrir þau en án þeirra og traustsins sem þau sýndu okkur þá hefði þetta ekki verið hægt. Næsti þáttur heitir „En hvaðan ertu?“ og ég er mjög spennt að heyra hvað fólki finnist um hann. Við förum statt og stöðugt nánar ofan í saumana á ólíkum viðfangsefnum sem tengjast reynsluheimi fólks af erlendum uppruna á Íslandi eftir því sem þættirnir líða.“ Hér má sjá vel valdar myndir úr frumsýningarteitinu: Tatjana Dís og Sólveig Einarsdóttir.Kaja Sigvalda Leikstjórinn Álfheiður Marta hélt tölu fyrir sýningargesti.Kaja Sigvalda Chanel Björk segir viðtökur við þáttunum hafa farið langt fram úr væntingum.Kaja Sigvalda Johanna Haile Kebede, Anna Sonde og Kristín Taiwo Reynisdóttir.Kaja Sigvalda Elísabet Hall, framleiðandi hjá Glassriver, Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri, Chanel Björk Sturludóttir, umsjónarmaður Mannflórunnar og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.Kaja Sigvalda Líf og fjör. Kaja Sigvalda Plötusnúðurinn Vikram Pradhan hélt uppi góðri stemningu. Kaja Sigvalda Chanel Björk og Lovísa Ngan Hoang Du.Kaja Sigvalda Rakel og Eunice Ama Quayson.Kaja Sigvalda Gestir voru í góðum gír á frumsýningunni.Kaja Sigvalda Álfheiður Marta Kjartansdóttir og Sólveig Ásta Sigurðardóttir.Kaja Sigvalda Fyrirsætan Sigrún Eva Jónsdóttir Bouraima, sem er kona tónlistarmannsins SNNY, og dóttir þeirra Niyah Ola Rós Bouraima.Vísir/Vilhelm Klara Alexandra Sigurðardóttir, framleiðstjóri, og Elísabet Hall, framleiðandi, báðar hjá Glassriver ásamt Álfheiði Mörtu og Chanel Björk. Kaja Sigvalda Janosch Kratz og Brónagh, starfsfólk Bíó Paradís, í góðum gír.Kaja Sigvalda Frumsýningarteitið í Bíó Paradís heppnaðist mjög vel að sögn Chanel. Kaja Sigvalda
Fjölmenning Menning Bíó og sjónvarp Samkvæmislífið Tengdar fréttir Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. 28. mars 2023 16:05 Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31 „Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30 Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Mikilvægt að konur af erlendum uppruna fái að segja sínar sögur sjálfar „Aðalmarkmið okkar er að skapa vettvang þar sem raddir kvenna af erlendum uppruna fá að heyrast á þeirra eigin forsendum,“ segir Chanel Björk, sem er einn af stofnendum samtakanna Hennar rödd. Samtökin standa fyrir ráðstefnu um konur af erlendum uppruna í listum. Verður hún haldin í Borgarleikhúsinu á laugardaginn næstkomandi og er um að ræða fjölbreytta dagskrá sem einkennist af erindum, pallborðsumræðum, vinnustofum og frumsýningu á verki. 28. mars 2023 16:05
Chanel Björk segir skilið við Kastljósið og lætur drauminn rætast Fjölmiðlakonan Chanel Björk stendur á tímamótum um þessar mundir. Blaðamaður ræddi við Chanel en hún er nýflutt til London sem hana hefur lengi dreymt um að gera. 10. janúar 2023 12:31
„Það er ekkert sem er manni óviðkomandi“ Chanel Björk er baráttu- og fjölmiðlakona sem berst fyrir fjölbreytileika þjóðarinnar. Hún var valin í hóp topp tíu framúrskarandi ungra Íslendinga árið 2021 og lýsir sér meðal annars sem miklum pælara. Chanel Björk er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 17. september 2022 11:30