Landsliðið í nýtingu Þór Sigfússon skrifar 25. maí 2023 13:30 Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Þór Sigfússon Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa forystu í nýtingu hvítfisks. Þar munar miklu á milli okkar og annarra landa; Ísland nýtir bróðurpart hvitfisks eða rösklega 90% á meðan margar þjóðir nýta 50-60%. Þannig henda aðrar þjóðir milljónum tonna af verðmætum próteinum og vítamínum í stað þess að nýta þau. Sjávarklasinn hefur unnið að því síðast liðinn áratug að efla samstarf milli útgerða, rannsóknarstofnanna og frumkvöðlafyrirtækja um fullnýtingu og sú vinna hefur skilað árangri. Eitt besta dæmið um slíkt samstarf er án efa þróun kollagens úr fiskroði sem klasinn ýtti fyrst úr vör árið 2012 og hefur síðan leitt af sér ýmis konar framleiðslu og áframvinnslu fiskroðs sem prótíngjafa. Kynning klasans utan Íslands á því sem klasinn hefur nefnt “landslið Íslands” í 100% fiski hefur líka vakið athygli á sérstöðu Íslands og þeim sprotum og fyrirtækjum sem hafa verið leiðandi á þessu sviði hérlendis. Nefna má í því sambandi fyrirtæki á borð við Lýsi, Kerecis, Haustak, Marine Collagen, Primex, Eylíf, Feel Iceland, Ensímtækni og Dropi svo einhver séu nefnd. Þetta landslið Íslendinga væri ugglaust mun minna ef ekki hefði komið til einstakt þjálfarateymi úr röðum rannsóknarstofnana eins og Matís og Háskóla Íslands, fjárhagslegur stuðningur opinberra samkeppnissjóða og síðast en ekki síst einstakur áhugi útgerða, sem hafa sýnt mikla framsýni og forystu á þessu sviði. 100% nýting er framtíðin Stöðugt koma fram hugmyndir um að bæta nýtingu og auka verðmæti einstakra parta fisksins, bæði uppsjávarfisks og botnfisk, skelfisks, þörunga ofl. Segja má að stærsta áskorun klasans hérlendis liggi í að liðsinna áfram frumkvöðlum í fullnýtingu og um leið að hvetja bæði fiskræktendur og útgerðir til að vinna að fullvinnsluverkefnum. Það er ekki síst í fiskeldi sem tækifæri eru til staðar. Landeldisfyfirtæki hafa sýnt samstarfi við klasann mikinn áhuga og líklegt er að í þeim efnum munu Íslendingar geta náð forystu á heimsvísu með þeim innviðum sem eru til staðar hérlendis í fullvinnslu. Með öðrum orðum, fullvinnslutækniþekking í hvítfiski hérlendis getur flýtt verulega fullvinnsluþróun á laxi og öðrum eldisfiski. Í því felast mikil tækifæri fyrir íslenskan eldisfisk til að skapa sér enn frekar sérstöðu á markaði sem umhverfisvænn kostur og þannig búa til enn frekari verðmæti í formi útflutningstekna. Verðmætt hug og tæknivit Mun meiri áhuga má finna á aðferðum Sjávarklasans og árangri Íslands á þessu sviði en okkur óraði fyrir. Beiðnir berast víða að frá stjórnvöldum, umhverfissamtökum og fleirum að þiggja aðstoð klasans eða fá kynningu á hugmyndum Íslendinga á þessu sviði. Mörg þessara verkefna teljum við að geti stuðlað að vaxandi ráðgjafarstarfsemi Íslendinga á erlendri grund og að aukinni sölu íslenskrar tækni og hugviti sem geti hjálpað hringrásarhagkerfi heimsins. Hér liggja tækifæri fyrir allt klasasamstarfi á Íslandi til að bæði hjálpa þjóðum að flýta hringrás og draga úr kolefnisfótsporinu og auka á sama tíma útflutning á íslensku hugviti- og tækniþekkingu sem skapar mikil verðmæti fyrir okkur öll. Sjávarklasinn Grandagarði 16, 101 Reykjavík heldur opið hús þann 25 maí frá 14.00-18.00. Öll velkomin Höfundur er stofnandi Sjávarklasans.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun