Grét í fangi dóttur sinnar og segir myrkrið það erfiðasta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 19:31 Þorleifur Þorleifsson hlóp rúma 335 kílómetra um helgina. Vísir/Stöð 2 Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi, hágrét í fangi dóttur sinnar og bað um að fá að hætta í Þýskalandi. Hann hélt þó áfram og kláraði að lokum fimmtíu hringi. Þorleifur stefnir að því að klára sextíu hringi á heimsmeistaramótinu í október síðar á þessu ári. Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Þorleifur fékk óvæntar móttökur við heimili sitt í gærkvöldi þegar hann kom heim frá Þýskalandi þar sem hann hljóp rúma 335 kílómetra um helgina. Hann sló Íslandsmetið auðveldlega sem var í eigu Mari Jaersk, 43 hringir. Markmið Þorleifs um helgina var að hlaupa að minnsta kosti 48 hringi. „Það eru sem sagt 48 tímar, tveir sólarhringar, það var svona grunnmarkmiðið í þessu. Og svo langaði mig að komast sem næst 60 tímunum, en það tókst ekki alveg í þetta skipti,“ sagði Þorleifur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Frá þriðja eða fimmta hring og upp í tíunda er oftast að einhverju leyti erfuðustu hringirnir oft. Þá er líkaminn í varnarstöðu og þú ferð að fá verki hér og þar og líkaminn er að reyna að segja þér að hætta þessu.“ „Þegar þetta er komið í ákveðinn takt þá verður þetta auðveldara.“ Hann segir þó nóttina vera erfiðasta hlutann. „Myrkrið er alltaf erfiðast í þessu. Þú ert alltaf bara með smá ljós og verður þreyttur.“ „Ég fór bara að hágráta“ En þegar líða fór á hlaupið hjá Þorleifi fór það að taka á andlega. „Ég fór bara að hágráta. Ég kem náttúrulega í mark beint í fangið á dóttur minni og ég bara knúsaði hana og spurði hana bara: „Má ég hætta? Má ég hætta?“ Og svo bara var ég rifinn í burtu og settur af stað og þetta var alveg rosalegur rússíbani í hausnum. Það er eiginlega vonlaust að lýsa þessu,“ bætti Þorleifur við, en viðtalið má sjá í heild sinn hér fyrir neðan. Klippa: Þorleifur lýsir hlaupinu
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24 Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43 Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Sjá meira
Íslandsmetið aldrei takmarkið: „Kem þarna í mark og er í raun grátandi“ Þorleifur Þorleifsson, nýr Íslandsmethafi í bakgarðshlaupi eftir 50 hringi og 335 kílómetra hlaup í Rettert í Þýskalandi, segir Íslandsmetið aldrei hafa verið markmiðið. Hringir 47 og 48 hafi verið þeir erfiðustu. 22. maí 2023 19:24
Þorleifur með nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi Þorleifur Þorleifsson hefur sett nýtt Íslandsmet í bakgarðshlaupi; 50 hringi eða 335 kílómetra. Gamla metið átti Mari Järsk; 43 hringi. Bæði voru skráð til þátttöku í Bakgarðshlaupi meistarana í Rettert í Þýskalandi. 22. maí 2023 06:43