Guardian greinir frá því að teymi á vegum Al Jaber hafi meðal annars fengið inn tilvitnun á Wikipedia-síðu Al Jaber og Cop28 þar sem segir að Al Jaber sé „nákvæmlega þess konar bandamaður sem loftslagshreyfinginn þurfi á að halda“.
Þá lagði teymið til þá breytingu að fjarlægð yrði málsgrein þar sem komið var inn á olíuleiðslusamning sem Al Jabar undirritaði árið 2019.
When Sultan Al Jaber @uaeclimateenvoy and Jin Liqun, President @AIIB_Official team up a formidable visionary team arrives on the global scene. Both transformed the 21st century global landscape: Given both #China and #UAE a new leadership dimension. Good friends of #Iceland.
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) October 27, 2021
Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa verið gagnrýnd fyrir að útefna Al Jaber sem forseta Cop28. Hann er nú ráðherra iðnaðar og tækninýjunga en starfaði áður, eins og getið er hér að ofan, innan olíugeirans.
Fjöldi þingmanna í Bandaríkjunum og Evrópu hefur kallað eftir því að hann verði fjarlægður úr stöðu forseta en hann hefur hins vegar notið stuðnings manna á borð við John Kerry, sérlegs sendifulltrúa Bandaríkjaforseta í loftslagsmálum, og Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands.
Al Jaber á sæti í heiðursráði Arctic Circle.
Cop28 fer fram í Dubai frá 30. nóvember til 12. desember næstkomandi.