Þungir dómar fyrir að streyma enska boltanum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:56 Mark Gould hlaut ellefu ára fangelsi. Fimm menn hafa verið dæmdir fyrir að streyma ólöglega leikjum úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Höfuðpaurinn Mark Gould fékk ellefu ára fangelsisdóm. Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu. Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Mennirnir ekki aðeins streymdu leikjum á ólöglegan hátt heldur rukkuðu einnig fyrir það og kallaðist stöð þeirra Flawless. Samkvæmt breska ríkissjónvarpinu, BBC, hreyktu þeir sér af því að bjóða upp á leiki sem ekki voru alls staðar í boði, vegna svokallaðra „blackout“ reglna. Það er sá tími sem bannað er að sýna leiki í sjónvarpi, til þess að hvetja fólk til að mæta á völlinn. Margir fótboltaáhugamenn í Bretlandi hafa kvartað yfir því að sjá ekki alla leiki ensku úrvalsdeildarinnar í beinni útsendingu, líkt og áhugamenn erlendis geta gert. Margir streyma leikjum því ólöglega og jafn vel barir eru byrjaðir að nýta slíkar leiðir. Gríðarlegur hagnaður Áskriftin hjá Flawless kostaði tíu pund á mánuði, sem jafngildir rúmlega 1.700 krónum íslenskum. Voru þeir með um 50 þúsund áskrifendur og höfðu halað inn sjö milljónum punda, eða rúmlega 1,2 milljarð króna á fimm ára tímabili, frá árinu 2016 til 2021. Á þriðja tug samhangandi diska fundust við húsleitina. Upplýsingar um kaupendur af þjónustunni er núna í höndum lögreglunnar. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verður fram á einhverjar bætur frá þessum einstaklingum en Enska knattspyrnusambandið höfðaði skaðabótamál á hendur Gould og félögum. Sky, BT Sport og Amazon Prime rukka um 80 pund á mánuði fyrir enska boltann, eða um 14 þúsund krónur. Fundu barnaklám Mark Gould er 36 ára gamall og búsettur í Lundúnum. Hagnaðist hann persónulega um 1,7 milljónir punda á athæfinu. Gould fékk langþyngsta dóminn en hinir fjórir fengu dóma á bilinu þriggja til fimm ára fangelsi. Við rannsóknina fannst barnaklám í tölvu eins sakborningsins. Hann heitir Christopher Felvus og er einnig 36 ára. Töluvert magn af vélbúnaði fannst við húsleitina. Þar á meðal á þriðja tug samhangandi harðra diska. Leikirnir voru meðal annars sóttir frá breskum, bandarískum og áströlskum sjónvarpsstöðvum og streymt í gegnum netið til áskrifenda, annað hvort í gegnum vafra eða sérstakt app sem Gould og félagar hönnuðu.
Bretland Enski boltinn Lögreglumál Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
„Gamla fólkið á Spáni vill fá sitt íslenska sjónvarp“ Sýn hefur höfðað mál á hendur Jóni Einari Eysteinssyni fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu sinni. Jón Einar segir stefnuna koma sér spánskt fyrir sjónir. 26. maí 2023 13:26