Tillaga um beina kosningu borgarstjóra Helgi Áss Grétarsson skrifar 4. júní 2023 07:31 Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Helgi Áss Grétarsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á dagskrá næsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur er tillaga frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem efnislega gengur út á að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn beinni kosningu. Tilgangur tillöguflutningsins er að efna til umræðu um kosti og galla þess að borgarstjórinn í Reykjavík verði kjörinn milliliðalaust af kjósendum en slíkt fyrirkomulag er víða um heim, þ.m.t. í mörgum evrópskum ríkjum, svo sem Englandi, Þýskalandi, Ítalíu og Grikklandi. Hverjir eru helstu kostir þess að borgarstjóri sé kjörinn í beinni kosningu? Hinn 22. mars sl. var á vegum Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi haldið áhugavert málþing um kosti þess og galla að hafa beina kosningu til embættis borgarstjóra en almennt er talið að helstu kostir þess að kjósa borgarstjóra í beinni kosningu séu m.a. eftirfarandi: Borgarstjóri sem er kjörinn beint hefur skýrara og lýðræðislegra umboð til að stýra borg en ef hann sé kjörinn af fulltrúum í borgarstjórn; Í stað þess að vera rígbundnir af flokkakerfi geta kjósendur valið æðsta embættismann borgar á grundvelli persónuleika hans og hæfileika; Það er auðveldara fyrir borgarstjóra sem er kjörinn beint að taka erfiðar ákvarðanir sem eru nauðsynlegar fyrir velferð íbúa og framtíð borgarinnar; Það er líklegra að borgarstjóri sem er kjörinn beint verði leiðtogi fyrir alla, einnig þá sem ekki studdu hann. Slíkt getur byggt brýr á milli aðila með ólíka hagsmuni og sjónarmið. Auðvitað eru ýmsir gallar við það fyrirkomulag að kjósa borgarstjóra beinni kosningu. Núverandi fyrirkomulag við stjórn Reykjavíkurborgar er ekki heldur gallalaust. Hvernig virkar núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar? Í borgarstjórn sitja núna fulltrúar frá átta stjórnmálaflokkum, þar af eiga þrír þeirra eingöngu einn fulltrúa í borgarstjórn. Svona dreifing á kjörnum fulltrúum í borgarstjórn er til þess fallin að draga úr skilvirkni og stjórnfestu. Einnig er það svo að allar viðræður um myndun meirihluta í kjölfar borgarstjórnarkosninga taka verulega mið af því hver fái embætti borgarstjóra. Við þetta aukast líkur á pólitískum hrossakaupum og hefur sú hætta raungerst að í borgarstjórnarembætti setjist fulltrúi flokks með tiltölulega lágt kjörfylgi, t.d. er kjörfylgi flokks núverandi borgarstjóra 20,29% og þess sem tekur bráðum við er enn lægra, 18,73%. Þessar tvær tölur eru á meðal þeirra lægstu í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur. Á sama tíma hefur kosningaþátttaka dregist saman, var síðast 61,11% en var áður fyrr að jafnaði um eða yfir 80%. Samfara þessu eru völd embættismanna í borgarkerfinu umtalsverð og við það dregur úr áhrifum kjörinna fulltrúa í borgarstjórn, þ.m.t. borgarstjórans sjálfs. Einnig liggur fyrir að það verður óhjákvæmilegt á næstu árum að taka sársaukafullar ákvarðanir til að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar en undir stjórn núverandi meirihluta í Reykjavík er líklegt að slíkum ákvörðunum verði slegið á frest, skattgreiðendum til tjóns. Á heildina litið eiga kjósendur í Reykjavík betra skilið en það stjórnkerfi Reykjavíkurborgar sem núna er við lýði. Ræða þarf um nauðsynlegar stjórnkerfisbreytingar Kjarni málsins er einfaldur. Það þarf að hrista þarf upp í núverandi stjórnkerfi Reykjavíkurborgar. Til lengri tíma litið gæti því verið skynsamlegt að borgarstjórinn í Reykjavík sé kjörinn beinni kosningu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar