Hver eru forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Guðjón Jensson skrifar 5. júní 2023 11:30 Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra Þau tíðindi hafa borist þjóðinni að hundruðum milljóna sé varið til vopnakaupa til handa lögreglunni. Hvers vegna skyldi vera meiri áhugi fyrir því að vopna lögregluna fremur en að ríkið sinni eðlilegum skyldum sínum gagnvart borgurunum? Að flestra áliti ætti að vera meginmarkmið að temja lögreglunni að kunna að meta rétt aðstæður hverju sinni þgar á reynir. Nær alltaf má leysa mál með góðum fortölum og réttri sálfræði. Það er fremur sjaldgæft að þegar aðstoðar lögreglu sé leitað að hún þurfi að beita ofbeldi jafnvel með tilteknum hernaðaraðgerðum. Það hefur aldrei þótt gott að skjóta fyrst og spyrja svo. Allir lögreglumenn ættu að kunna góða mannasiði og bregðast hárrétt við að draga úr vandræðum fremur en að auka þau. Það er allt í einu til gríðarmiklð fé sem varið er í að byssuvæða lögregluna. Hver er raunverulegur tilgangurinn? Á að vopna lögregluna á Íslandi og gera að hálfgerðum her án þess að nokkur opinber umræða fari fram í þjóðfélaginu? Ísland hefur verið lengi verið þekkt fyrir að hér sé tiltölulega friðsamt samfélag. Friðarspillar eru fremur fáir hjér á landi og deilur má alltaf leysa á friðsamlegan hátt. Ofbeldisbrot eru alltaf einhver en úr mætti bæta með því að gera samfélagið manneskjulegra. Við höfum aldrei átt í stríði við aðrar þjóðir ef undan eru skilin átök við Breta í landhelgisdeilum einkum fyrir um og yfir hálfri öld. Þau mál voru leyst með samningum sem hafa orðið báðum þjóðunum til vegsauka enda eru farsælir og sanngjarnir samningar betri en átök og jafnvel styrjöld., Ein frægasta ekkja heims, Yoko Ono, hefur verið einn af bestu árlegu gestum okkar eftir að hún ákvað að reisa friðarsúlu sína í Viðey til minningar um eiginmann sinn, John Lennon tónlistamann. Telur hún að Ísland sé eitt friðsælasta land heims og ættum við landsmenn að vera stoltir af þessu. Þá er spurning varðandi þessa miklu fjármuni sem varið er til hervæðingar lögreglunnar: Hefur þjóðin efni á þessu? Er forgangsröðun rétt?, Við stöndum frammi fyrir því að flest ef ekki nánast allt þurfi að bæta í okkar samfélagi. Oftast hefur strandað á nægjum fjárveitingum til nánast allra mála sem eru á verkefnalista ríkis og sveitarfélaga. Mjög mikilvægt er því að stjórnmálamenn forgangsraði rétt. Heilbrigðiskerfið þarf að bæta. Of langir biðlistar vegna brýnna aðgerða eru of langir. Nýr Landspítali þarfnast meira af velmenntuðu starfsfólki, tækjum og öðrum búnaði. Það þarf að að bæta verulega vinnuaðstæður starfsfólksins sem og kjör þess og réttindi að njóta hvíldar frá óhóflega löngum vinnutíma sem oft veldur ýmsum vandræðum. Þá er ljóst að menntun þurfi að bæta, auka fé til skóla og uppeldisstofnan. Vegakerfið er víða bágborið og jafnvel úr sér gengið. Þar þarf að veita mun meira fé. Og félagsmálin eru á mörgum sviðum langt á eftir sem er stjórnmálamönnum til vansa. Þannig mætti áfram halda að telja það sem betur mætti fara. Á vakt Sjálfstæðisflokksins undanfarinn þriðjung aldar hefur verið lögð megináhersla á að lækka skatta en einungis þeirra sem betur mega sín í samfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aukið stéttaskiptinguna með því að færa skattbyrðina sífellt meira yfir á herðar láglaunafólksins í landinu. Það er gert á þann lævíslegan hátt að skattleysismörk hafa ekki verið látin fylgja vísitölum undanfarna þrjá áratugi. Er því von að spurt sé: Á vopnavæðing lögreglunnar að vera forgangsmál Sjálfstæðisflokksins? Höfundur er tómstundablaðamaður og leiðsögumaður, eldri borgari í Mosfellsbæ.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun