Sekt Arion banka vegna innherjaupplýsinga stendur Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 22:02 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banki. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest sýknu Seðlabanka Íslands og íslenska ríkisins í máli sem Arion banki höfðaði til þess að fá 88 milljóna króna stjórnvaldssekt hnekkt. Fjármálaeftirlit Seðlabankans lagði sektina á bankann vegna brots á reglum um innherjaupplýsingar. Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér. Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þann 7. júlí 2020 sektaði fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands Arion banka um tæpar 88 milljónir króna fyrir að birta ekki innherjaupplýsingar um fyrirhugaðar hagræðingaraðgerðir eins fljótt og auðið var. Vefur Mannlífs hafði kvöldið 22. september 2019 birt frétt um fyrirhugaðar skipulagsbreytingar og uppsagnir hjá Arion banka. Bankinn tilkynnti breytingarnar ekki til FME fyrr en 26. september og mat eftirlitið sem svo að breytingarnar hafi ekki verið tilkynntar eins fljótt og auðið er, líkt og kveðið er á um í lögum um verðbréfaviðskipti. Arion banki vildi ekki una sektarákvörðuninni og höfðaði mál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur til þess að fá henni hnekkt. Með dómi í apríl síðastliðnum voru Seðlabankinn og ríkið sýknuð af öllum kröfum Arion banka. Ekki fallist á að fréttin væri nægilega ónákvæm Á báðum dómstigum bar Arion banki fyrir sig að innihald fréttar Mannlífs hafi ekki verið það sama og innherjaupplýsingarnar kváðu um. Skipulagsbreytingar með uppsögn starfsfólks hafi ekki verið hluti af þeim innherjaupplýsingum sem bankinn frestaði birtingu á. Í dómi Landsréttar var ekki fallist á að megininntak fréttar vefmiðilsins hefði verið í samræmi við upplýsingar sem þegar hefðu verið opinberar og áður hefði verið fjallað um í fjölmiðlum. Lagt var til grundvallar að fréttin hefði verið nægilega nákvæm til að gefa Arion banka til kynna að ekki hefði tekist að varðveita trúnað um þær innherjaupplýsingar sem hann hafði nýtt sér heimild þágildandi laga um innherjaupplýsingar til að fresta birtingu á. Fréttin hefði í megindráttum verið í samræmi við þær innherjaupplýsingar sem um ræddi og ekki skipti máli þó að umfjöllunin hefði ekki verið í öllum atriðum rétt. Mestu skipti að inntak fréttarinnar hefði gefið til kynna að leki innherjaupplýsinga hefði átt sér stað og hefði Arion banki því ástæðu til að ætla að trúnaður um þær væri ekki lengur tryggður. Við þessar aðstæður hefði hvílt á bankanum afdráttarlaus skylda til að bregðast við með tafarlausri birtingu upplýsinganna. Með vísan til þess var talið að Arion banki hefði gerst sekur um brot á þágildandi lögum og því væru skilyrði til að gera honum stjórnvaldssekt. Dóm Landsréttar má lesa hér.
Dómsmál Íslenskir bankar Stjórnsýsla Seðlabankinn Arion banki Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira