Stígðu fram og taktu pláss Grace Achieng skrifar 12. júní 2023 12:00 Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var kosin í stjórn Félag kvenna í atvinnulífinu - FKA með meirihluta atkvæða, 177 af 294 til að vera nákvæm. Ég er svo þakklát fyrir að félagskonur FKA hafi tekið eftir vinnu minni innan félagsins og ekki síður séð þörfina fyrir aukna fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu enda er FKA hreyfiafl jákvæðra breytinga. Ég fékk þessa kosningu vegna þess að ég þorði að rétti upp hönd, eitthvað sem konur af erlendum uppruna þora ekki alltaf að gera, sérstaklega þær sem ekki eru hvítar. Ég vil nota stjórnarsæti mitt til að standa í forsvari fyrir þá sem eru minni máttar og eru ósýnileg í samfélaginu. Ég tengi við konuna sem hefur alltaf setið aftast, hikandi við að stíga fram og tala af ótta við að segja eitthvað vitlaust. Ég vil sýna að allir geta stigið fram og látið í sér heyra. Ég vil sýna stúlkum og konum að þú getur rétt upp hönd og látið í þér heyra óháð þjóðerni, kynþætti, samfélagsstöðu eða hvaða skilgreiningu sem er. Bara þorðu að stíga fram og taka pláss. Þar að auki tel ég mig þurfa að tala fyrir hönd kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum og sérstaklega þeirra sem ekki eru hvítar á hörund. Konur af erlendum uppruna eru minnihlutahópur sem þurfa á fleiri málsvörum að halda. En innan þess hóps lendir fólk líka í ákveðinni goggunarröð eftir húðlit, í efsta þrepinu eru hvítir Bandaríkjamenn, Bretar, Kanadabúar og aðrir vestur Evrópubúar. Þar á eftir koma austur Evrópubúar, síðan Asíubúar og brúnt / svart fólk sem rekur lestina. Því dekkri sem húðin er því neðar ertu í fæðukeðjunni. Þrátt fyrir að vera með menntun og standast hæfniskröfur erum við ekki ráðin í fínni störf, þurfum að sætta okkur við láglaunastörf sem hafa litla möguleika til framþróunar til þess að geta greitt reikninga og dregið fram lífið. Tungumálið er oft notað sem ástæða en það virðist ekki vera vandamál þegar hvítt fólk er ráðið í þessi störf. Ég hef séð þetta með eigin augum. Ég tel að vinnumarkaðurinn sé að missa af svo miklu þar sem hæfileikaríkt fólk er vannýtt, fólk með sköpunargáfu og ólíka sýn á hlutina sem gæti eflt samfélagið en er haldið niðri markað menningartengdum úreldum stereótýpum. Ég er fyrsta svarta konan og önnur af erlendum uppruna til að vera í stjórn FKA en ég mun ekki verða sú síðasta. Við getum öll orðið fyrirmyndir ef við fáum sömu tækifærin og ég vil sjá fleiri fyrirmyndir sem líkjast mér. Það skiptir nefnilega svo miklu máli að eiga sér fyrirmyndir sem maður tengir við – að sjá ljóslifandi birtingarmyndir drauma sinna. Það er eitthvað við það að sjá einhvern sem líkist manni sjálfum sem gerir draumana raunverulegri. Það gefur manni möguleikann á að leyfa sér að dreyma og endurskilgreina sig. Að stíga fram og taka pláss. Ég vil því nota þennan vettvang í FKA til að vera ástríðufullur talsmaður þess að trúa á sjálfa sig og að fara óttalaus eftir draumum sínum og til að endurskilgreina fjölbreytileika í samfélaginu. Ég óska þess heitt að framganga mín ásamt annarra í stjórninni opni hliðið fyrir öllum konum. Höfundur er stjórnarkona í Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun