Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Breiðablik 0-3 | Breiðablik bókaði sæti í undanúrslitum Mjólkurbikarsins Árni Jóhansson skrifar 15. júní 2023 21:50 Liðin mættust í bikarúrslitum 2021. Þá vann Breiðablik 4-0. Vísir/Hulda Margrét Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. Leikurinn var ekki nema sex mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós í Laugardalnum. Leikurinn hafði ekki mótast á neinn hátt þó að Þróttarar hafi verið meira með boltann en það átti eftir að vera saga fyrri hálfleiksins í það minnsta. Agla María Albertsdóttir vann þá boltann miðjum vallarhelming Þóttara og fékk séns á því að leika boltanum að D-boganum og dúndra boltanum í samskeytin nánast óáreitt. Íris Dögg í markinu kom engum vörnum við og erfið viðureign fyrir Þrótt var strax orðin erfiðari. Þrótti óx samt ásmegin og voru meira með boltann en ákvarðanataka þeirra upp við teig andstæðingsins var ekki alltaf góð og það kostaði það að liðinu gekk ekki vel að skapa sér færi. Á 16. mínútu dundi ógæfan aftur yfir þegar Agla María tók við boltanum á markteig Þróttar. Aftur var hún óáreitt og tók sinn tíma í að leggja boltann fyrir sig og þruma honum undir markvörðinn. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lagði upp markið eftir frábært spil Blika. Blikar voru með fín tök á leiknum en þegar um hálftími var liðinn og næstu tíu mínútur á eftir var Þróttur nánast með Blikana alveg pinnaðar niður á eigin vítateig. Náðu þær að þjarma vel að gestunum en allt sem kom að markinu varði Telma Ívarsdóttir eða þá að varnarmenn Breiðabliks sáu við aðgerðum Þróttara. Mark heimakvenna lá í loftinu en þær fengu mark í andlitið í staðinn á 38. mínútu. Aftur var Agla María á ferðinni og innsiglaði hún þrennu sína og nánast gerði út um leikinn þó að ekkert benti til þess að mark væri að koma frá gestunum. Katrín Ásbjörnsdóttir vann boltann við miðjuna og átti glæsilega stungusendingu sem fann Öglu sem var komin inn á teig og hún þrykkti boltanum í samskeytin nær núna með vinstri fæti. Þrjú glæsileg mörk voru komin frá Breiðablik og heimakonur slegnar út af laginu. Fyrri hálfleikur leið undir lok og hafði blaðamaður orð á því að mark frá Þrótti snemma væri lífsnauðsynlegt fyrir heimakonur. Það kom ekki. Þróttur var mikið með boltann og skapaði sér færi til að skora en aftur var ákvarðanataka þeirra að svíkja þær ásamt því að Þróttur hitti fyrir Telmu Ívarsdóttur sem var í banastuði í kvöld og varði allt það sem Þróttur bauð upp á. Þegar líða fór á leikinn datt dampurinn úr honum og bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að hamra naglann á höfuðið sóknarlega. Leiknum lauk því með öruggum sigri Breiðabliks sem sigldi honum heim með mikilli fagmennsku. Allar skiptingarnar voru notaðar og er það væntanlega ánægjuefni fyrir þjálfarateymið að geta hvílt leikmenn og gefið yngri leikmönnum tækifæri á að spreyta sig. Afhverju vann Breiðablik? Í leik sem var mjög vel leikinn á milli tveggja liða sem eru í efri helming Bestu deildarinnar þá er það líklegast aðalmálið að nýta þau færi sem gefast. Það gerðu Blikar, sérstaklega Agla María Albertsdóttir, í kvöld ásamt því að varnarlínan og markvörður áttu frábæran leik. Þróttur átti mjög góð færi og kom sér í mjög góðar stöður en lentu á Blikum sem leið mjög vel með sínar aðgerðir lengst af í kvöld. Hvað gekk illa? Þrótturum var fyrirmunað að skora. Slæmar ákvarðanir við teiginn og geggjaður markvörður sáu til þess að þær rauð-hvítu fóru algjörlega tómhentar af velli í kvöld. Bestar á vellinum? Það þarf að fjölyrða um það því þó að Agla María Albertsdóttir hafi verið mögnuð í þeim færum sem hún komst í þá var framlag Telmu Ívarsdóttur engu síður mikilvægt. Agla skoraði frábæra þrennu þar sem mörkin voru hvert öðru fegurra og Telma var gjörsamlega frábæri í markinu. Gott jafnvægi það. Hvað gerist næst? Þróttur hefur lokið keppni í Mjólkurbikarnum þetta árið. Blikar halda ótrauðar áfram í áttina að 14. titli sínum. Síðustu tveir hafa unnist eftir að Þróttarar hafa verið lagðir af velli þannig að stuðningsfólk Blika getur farið að hlakka til að eiga góða stund á Laugardalsvelli í haust. Nik: Með boltann þá vorum við betra liðið ef ég á að vera hreinskilinn en við skoruðum ekki Þróttur átti flottan leik í kvöld þó að úrslit hafi ekki fylgt frammistöðunni. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki viss hvað þyrfti að lagast en það var ýmislegt að skoða úr þessum leik. „Ég er ekki viss hvað er að gerast frá því að við erum í sókn og þangað til Blikar hafa skorað. Það þarf að skoða það. Við þurfum mögulega að vera einbeittari varnarlega og sérstaklega í byrjun leiks. Mörkin sem við erum að fá á okkur koma ekki úr aðstæðum sem myndu teljast eðlileg og ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af eftir að hafa verið með boltann. Spurning um að kveikja á okkur. Við þurfum kannski að vera grimmari þegar við erum að eiga við löngu boltana. Það er pirrandi þegar boltinn fær að skoppa til dæmis. Með boltann þá vorum við betra liðið ef ég á að vera hreinskilinn en við skoruðum ekki.“ Ákvarðanataka Þróttara var ekki alltaf upp á marga fiska og var Nik spurður hvort það væri áhyggjuefni. „Ég hefði viljað fá fleiri skot. Í grunninn er það það. Við komumst í mjög góðar stöður, sérstaklega í fyrri hálfleik en vorum að reyna að þræða hann í gegn í staðinn fyrir að lúðra honum að marki.“ Hefur svona tap eftir góða frammistöðu einhver áhrif á sálartetur Þróttara? „Ég held að það hafi ekki of slæmi áhrif. Við vorum góðar með boltann í kvöld og meira að segja í leikjunum sem við höfum tapað þá höfum við ekki verið lélegar. Það þarf bara að vera einbeittari og grimmari varnarlega. Fyrst og fremst.“ Nik telur Breiðablik vera sigurstranglegasta liðið í bikarnum þetta árið en tvö undanfarin ár hefur Breiðablik unnið keppnina eftir að hafa lagt Þrótt af velli. „Þær hljóta að vera sigurstranglegastar. Ef maður horfir á þetta þannig að þá voru þetta líklega tvö sigurstranglegustu liðin í keppninni þannig að já þær ættu að vinna þetta.“ Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar kvenna Þróttur Reykjavík Breiðablik
Í stórleik átta liða úrslita Mjólkurbikarsins á milli Þróttar og Breiðabliks gerðu gestirnir út um leikinn í fyrri hálfleik með þremur mörku frá Öglu Maríu Albertsdóttur. Þar með var sætið í undanúrslitum bókað fyrir Blikana. Leikurinn var frábær skemmtun en það voru Blikar sem skoruðu mörkin og það er það sem skiptir máli. Leikurinn var ekki nema sex mínútna gamall þegar fyrsta markið leit dagsins ljós í Laugardalnum. Leikurinn hafði ekki mótast á neinn hátt þó að Þróttarar hafi verið meira með boltann en það átti eftir að vera saga fyrri hálfleiksins í það minnsta. Agla María Albertsdóttir vann þá boltann miðjum vallarhelming Þóttara og fékk séns á því að leika boltanum að D-boganum og dúndra boltanum í samskeytin nánast óáreitt. Íris Dögg í markinu kom engum vörnum við og erfið viðureign fyrir Þrótt var strax orðin erfiðari. Þrótti óx samt ásmegin og voru meira með boltann en ákvarðanataka þeirra upp við teig andstæðingsins var ekki alltaf góð og það kostaði það að liðinu gekk ekki vel að skapa sér færi. Á 16. mínútu dundi ógæfan aftur yfir þegar Agla María tók við boltanum á markteig Þróttar. Aftur var hún óáreitt og tók sinn tíma í að leggja boltann fyrir sig og þruma honum undir markvörðinn. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir lagði upp markið eftir frábært spil Blika. Blikar voru með fín tök á leiknum en þegar um hálftími var liðinn og næstu tíu mínútur á eftir var Þróttur nánast með Blikana alveg pinnaðar niður á eigin vítateig. Náðu þær að þjarma vel að gestunum en allt sem kom að markinu varði Telma Ívarsdóttir eða þá að varnarmenn Breiðabliks sáu við aðgerðum Þróttara. Mark heimakvenna lá í loftinu en þær fengu mark í andlitið í staðinn á 38. mínútu. Aftur var Agla María á ferðinni og innsiglaði hún þrennu sína og nánast gerði út um leikinn þó að ekkert benti til þess að mark væri að koma frá gestunum. Katrín Ásbjörnsdóttir vann boltann við miðjuna og átti glæsilega stungusendingu sem fann Öglu sem var komin inn á teig og hún þrykkti boltanum í samskeytin nær núna með vinstri fæti. Þrjú glæsileg mörk voru komin frá Breiðablik og heimakonur slegnar út af laginu. Fyrri hálfleikur leið undir lok og hafði blaðamaður orð á því að mark frá Þrótti snemma væri lífsnauðsynlegt fyrir heimakonur. Það kom ekki. Þróttur var mikið með boltann og skapaði sér færi til að skora en aftur var ákvarðanataka þeirra að svíkja þær ásamt því að Þróttur hitti fyrir Telmu Ívarsdóttur sem var í banastuði í kvöld og varði allt það sem Þróttur bauð upp á. Þegar líða fór á leikinn datt dampurinn úr honum og bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að hamra naglann á höfuðið sóknarlega. Leiknum lauk því með öruggum sigri Breiðabliks sem sigldi honum heim með mikilli fagmennsku. Allar skiptingarnar voru notaðar og er það væntanlega ánægjuefni fyrir þjálfarateymið að geta hvílt leikmenn og gefið yngri leikmönnum tækifæri á að spreyta sig. Afhverju vann Breiðablik? Í leik sem var mjög vel leikinn á milli tveggja liða sem eru í efri helming Bestu deildarinnar þá er það líklegast aðalmálið að nýta þau færi sem gefast. Það gerðu Blikar, sérstaklega Agla María Albertsdóttir, í kvöld ásamt því að varnarlínan og markvörður áttu frábæran leik. Þróttur átti mjög góð færi og kom sér í mjög góðar stöður en lentu á Blikum sem leið mjög vel með sínar aðgerðir lengst af í kvöld. Hvað gekk illa? Þrótturum var fyrirmunað að skora. Slæmar ákvarðanir við teiginn og geggjaður markvörður sáu til þess að þær rauð-hvítu fóru algjörlega tómhentar af velli í kvöld. Bestar á vellinum? Það þarf að fjölyrða um það því þó að Agla María Albertsdóttir hafi verið mögnuð í þeim færum sem hún komst í þá var framlag Telmu Ívarsdóttur engu síður mikilvægt. Agla skoraði frábæra þrennu þar sem mörkin voru hvert öðru fegurra og Telma var gjörsamlega frábæri í markinu. Gott jafnvægi það. Hvað gerist næst? Þróttur hefur lokið keppni í Mjólkurbikarnum þetta árið. Blikar halda ótrauðar áfram í áttina að 14. titli sínum. Síðustu tveir hafa unnist eftir að Þróttarar hafa verið lagðir af velli þannig að stuðningsfólk Blika getur farið að hlakka til að eiga góða stund á Laugardalsvelli í haust. Nik: Með boltann þá vorum við betra liðið ef ég á að vera hreinskilinn en við skoruðum ekki Þróttur átti flottan leik í kvöld þó að úrslit hafi ekki fylgt frammistöðunni. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ekki viss hvað þyrfti að lagast en það var ýmislegt að skoða úr þessum leik. „Ég er ekki viss hvað er að gerast frá því að við erum í sókn og þangað til Blikar hafa skorað. Það þarf að skoða það. Við þurfum mögulega að vera einbeittari varnarlega og sérstaklega í byrjun leiks. Mörkin sem við erum að fá á okkur koma ekki úr aðstæðum sem myndu teljast eðlileg og ekki eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af eftir að hafa verið með boltann. Spurning um að kveikja á okkur. Við þurfum kannski að vera grimmari þegar við erum að eiga við löngu boltana. Það er pirrandi þegar boltinn fær að skoppa til dæmis. Með boltann þá vorum við betra liðið ef ég á að vera hreinskilinn en við skoruðum ekki.“ Ákvarðanataka Þróttara var ekki alltaf upp á marga fiska og var Nik spurður hvort það væri áhyggjuefni. „Ég hefði viljað fá fleiri skot. Í grunninn er það það. Við komumst í mjög góðar stöður, sérstaklega í fyrri hálfleik en vorum að reyna að þræða hann í gegn í staðinn fyrir að lúðra honum að marki.“ Hefur svona tap eftir góða frammistöðu einhver áhrif á sálartetur Þróttara? „Ég held að það hafi ekki of slæmi áhrif. Við vorum góðar með boltann í kvöld og meira að segja í leikjunum sem við höfum tapað þá höfum við ekki verið lélegar. Það þarf bara að vera einbeittari og grimmari varnarlega. Fyrst og fremst.“ Nik telur Breiðablik vera sigurstranglegasta liðið í bikarnum þetta árið en tvö undanfarin ár hefur Breiðablik unnið keppnina eftir að hafa lagt Þrótt af velli. „Þær hljóta að vera sigurstranglegastar. Ef maður horfir á þetta þannig að þá voru þetta líklega tvö sigurstranglegustu liðin í keppninni þannig að já þær ættu að vinna þetta.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti