Borgarfulltrúar eru á of háum launum Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 20. júní 2023 16:01 Launagreiðslur borgarfulltrúa hafa oft reynst þeim sjálfum erfið og óþægileg til umræðu. En sama hvort borgarfulltrúum líkar það betur eða verr, eru breytingar á launafyrirkomulagi þeirra aldrei samþykktar án aðkomu borgarstjórnar. Núverandi launafyrirkomulag var nefnilega samþykkt í borgarstjórn árið 2017. Við megum heldur ekki veigra okkur við því að ræða mál sem kunna að vera óvinsæl í sölum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar stikkfrí Það er nauðsynlegt að borgarfulltrúar spyrji sig hvort launin sem þeir skaffa sjálfum sér séu réttlætanleg. Eru þau að vekja sátt meðal íbúa? Hvað finnst íbúum um launin okkar á sama tíma og skorið er niður til leikskóla, frístundamiðstöðva og annarrar þjónustu borgarinnar? Þurfum við ekki að byrja á okkur þegar kemur að því að taka það sem mörg kalla „erfiðar ákvarðanir“ í niðurskurðum? Hvers vegna erum við alltaf undanþegin afleiðingum verðbólgu og óvissu í efnahagslífinu? Við sjáum Seðlabankastjóra og aðra sjálfskipaða sérfræðinga vinnumarkaðarins kenna verkafólki um verðbólguna. Það verði að halda að sér höndum í því árferði sem nú ríkir. Alltaf eru mestu siðferðiskröfurnar settar á þau sem minnsta bolmagnið hafa til þess, þegar það fólk er að reyna hafa í sig og á. Á sama tíma eru kjörnir fulltrúar stikkfrí og halda því fram að við séum öll í sama báti. En ef við erum í raun öll í sama báti, sem ég tek ekki undir, þá hljóta viðkomandi fulltrúar allavega að átta sig á því að í bátnum eru mörg farrými. Og það fer eftir því í hvaða farrými þú ert í hvort þér verði bjargað þegar báturinn sekkur. Við sem eigum að vera að þjóna borgarbúum eigum ekki að vera með þeim fyrstu úr bátnum og njóta sérstakrar verndar umfram almenning. Óréttlát launastefna Á tali okkar Sósíalista við borgarbúa hefur ítrekað verið rætt um óréttlætið og ósanngirnina í málflutningi meirihlutans þegar þau segjast vera að velta við öllum steinum í hagræðingaraðgerðum. Á sama tíma sé aldrei horft til þess að byrja á toppnum, þeim sjálfum, og skafa aðeins af eigin forréttindum. Það hefur ekki komið til greina hjá kjörnum fulltrúum í meirihlutanum hingað til. Ýmsar afsakanir hafa þannig heyrst og réttlætingar fyrir þeim ofurlaunum sem borgarfulltrúar eru á. Ein er sú að þetta sé fyrirkomulag sem megi alls ekki hrófla við. Það sé ekki hlutverk þeirra að “vasast í eigin launum.” En sama hvort okkur líkar það betur eða verr, eru borgarfulltrúar meirihlutans einmitt að því með núverandi afstöðu. Þeir hafa kosið að gera ekki neitt, sitja hjá og leyfa sjálfvirkum hækkunum að tikka inn tvisvar á hverju ári. Með því sjáum við skýrt hverjar skoðanir þeirra eru á eigin launum. Þar er verið að segja “þetta er fínt fyrirkomulag, og launin eru alveg eins og þau eiga að vera”. Í einhvers konar örvæntingu er því þá haldið fram að með því séu borgarfulltrúar ekki að skipta sér af eigin launum. Staðreyndin er samt sú að hjá því verður ekki komist í þessu starfi. Við getum annað hvort haft áhrif til góðs eða ills. Það er hægt að vekja sátt í samfélaginu um launafyrirkomulag og launabil milli hæstu og lægstu launa. Önnur leið væri að halda áfram á sömu braut sem hefur vakið litla sátt og hrifningu borgarbúa. Sósíalistar vilja nýtt fyrirkomulag Í tillögu Sósíalista er lagt til að fyrirhuguðum launahækkunum í júlí verði frestað, en um leið verði hafin vinna að nýju fyrirkomulagi. Eins og staðan er núna fá borgarfulltrúar tvær launahækkanir á ári. Þetta eru hækkanir í takt við launavísitölu og koma inn í prósentum. Það þýðir að eftir því sem launin eru hærri, þeim hærri verða hækkanirnar. 7% launahækkun hjá fólki með yfir milljón á mánuði er því mun hærra en hjá manneskjum á lágmarkslaunum. Til að koma á samfélagssátt um launin leggjum við til að samtök launafólks komi að vinnu við að móta nýja launastefnu. Enda eru það þau samtök sem hafa mestu kunnáttuna til að koma að slíku starfi. Þannig verði lagaðar fram tillögur að samfélagssátt um launabil innan borgarinnar, til að bæði auka traust íbúa til borgarstjórnar og spara fé í stjórnkerfinu. Sett verði fram viðmið um hvað teljist eðlilegt launabil á milli hæstu og lægstu launa hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækja í hennar eigu. Há laun borgarfulltrúa skapa firringu Það er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar, sem kosnir eru til að þjóna almenningi, séu í tengingu við kjör og þarfir íbúa. Ef svo er ekki, skapast gríðarleg hætta á firringu og aftengingu sem ég tel reyndar að sé orðin raunin. Fólk sem kosið er til að vera fulltrúar íbúa, fólks af öllum stéttum, á ekki að lifa eins og sú stétt sem hefur það best á Íslandi. Þá fara vandamálin sem lægri stéttir glíma við að skipta litlu máli. Oft myndast þannig sú rökvilla að fyrst það sjálft finni ekki fyrir vandamálum á eigin skinni, þá hljóti flestallt fólk að hafa það fínt. Borgarfulltrúar eru hérna orðnir áhyggjulausir gagnvart málum eins og hækkandi gjaldskrám og farmiðagjöldum í strætó, versnandi velferðarþjónustu og okurleigu, svo dæmi séu tekin. Hámarksbil milli hæstu og lægstu launa En til þess að ljúka máli mínu, þá leggjum við Sósíalistar til að borgarfulltrúar hafni fyrirætluðum launahækkunum um næstu mánaðamót. Við fyrsta tækifæri verði síðan hafin vinna með samtökum launafólks í þeim tilgangi að koma á launastefnu sem vinnur að sátt í samfélaginu. Nauðsynlegt er að sett verði fram launastefna sem sem miði að því að hámarksbil sé á milli hæstu og lægstu launa. Að mati Sósíalista ættu kjörnir fulltrúar og æðstu stjórnendur aldrei að vera á tvö- til þrefalt hærri launum en þau lægst launuðu. En markmiðið er að lægstu launin séu grunnurinn sem önnur laun taka mið af. Í dag mæla Sósíalistar fyrir því að þessi tillaga verði samþykkt í borgarstjórn. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Borgarstjórn Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Launagreiðslur borgarfulltrúa hafa oft reynst þeim sjálfum erfið og óþægileg til umræðu. En sama hvort borgarfulltrúum líkar það betur eða verr, eru breytingar á launafyrirkomulagi þeirra aldrei samþykktar án aðkomu borgarstjórnar. Núverandi launafyrirkomulag var nefnilega samþykkt í borgarstjórn árið 2017. Við megum heldur ekki veigra okkur við því að ræða mál sem kunna að vera óvinsæl í sölum borgarstjórnar. Kjörnir fulltrúar stikkfrí Það er nauðsynlegt að borgarfulltrúar spyrji sig hvort launin sem þeir skaffa sjálfum sér séu réttlætanleg. Eru þau að vekja sátt meðal íbúa? Hvað finnst íbúum um launin okkar á sama tíma og skorið er niður til leikskóla, frístundamiðstöðva og annarrar þjónustu borgarinnar? Þurfum við ekki að byrja á okkur þegar kemur að því að taka það sem mörg kalla „erfiðar ákvarðanir“ í niðurskurðum? Hvers vegna erum við alltaf undanþegin afleiðingum verðbólgu og óvissu í efnahagslífinu? Við sjáum Seðlabankastjóra og aðra sjálfskipaða sérfræðinga vinnumarkaðarins kenna verkafólki um verðbólguna. Það verði að halda að sér höndum í því árferði sem nú ríkir. Alltaf eru mestu siðferðiskröfurnar settar á þau sem minnsta bolmagnið hafa til þess, þegar það fólk er að reyna hafa í sig og á. Á sama tíma eru kjörnir fulltrúar stikkfrí og halda því fram að við séum öll í sama báti. En ef við erum í raun öll í sama báti, sem ég tek ekki undir, þá hljóta viðkomandi fulltrúar allavega að átta sig á því að í bátnum eru mörg farrými. Og það fer eftir því í hvaða farrými þú ert í hvort þér verði bjargað þegar báturinn sekkur. Við sem eigum að vera að þjóna borgarbúum eigum ekki að vera með þeim fyrstu úr bátnum og njóta sérstakrar verndar umfram almenning. Óréttlát launastefna Á tali okkar Sósíalista við borgarbúa hefur ítrekað verið rætt um óréttlætið og ósanngirnina í málflutningi meirihlutans þegar þau segjast vera að velta við öllum steinum í hagræðingaraðgerðum. Á sama tíma sé aldrei horft til þess að byrja á toppnum, þeim sjálfum, og skafa aðeins af eigin forréttindum. Það hefur ekki komið til greina hjá kjörnum fulltrúum í meirihlutanum hingað til. Ýmsar afsakanir hafa þannig heyrst og réttlætingar fyrir þeim ofurlaunum sem borgarfulltrúar eru á. Ein er sú að þetta sé fyrirkomulag sem megi alls ekki hrófla við. Það sé ekki hlutverk þeirra að “vasast í eigin launum.” En sama hvort okkur líkar það betur eða verr, eru borgarfulltrúar meirihlutans einmitt að því með núverandi afstöðu. Þeir hafa kosið að gera ekki neitt, sitja hjá og leyfa sjálfvirkum hækkunum að tikka inn tvisvar á hverju ári. Með því sjáum við skýrt hverjar skoðanir þeirra eru á eigin launum. Þar er verið að segja “þetta er fínt fyrirkomulag, og launin eru alveg eins og þau eiga að vera”. Í einhvers konar örvæntingu er því þá haldið fram að með því séu borgarfulltrúar ekki að skipta sér af eigin launum. Staðreyndin er samt sú að hjá því verður ekki komist í þessu starfi. Við getum annað hvort haft áhrif til góðs eða ills. Það er hægt að vekja sátt í samfélaginu um launafyrirkomulag og launabil milli hæstu og lægstu launa. Önnur leið væri að halda áfram á sömu braut sem hefur vakið litla sátt og hrifningu borgarbúa. Sósíalistar vilja nýtt fyrirkomulag Í tillögu Sósíalista er lagt til að fyrirhuguðum launahækkunum í júlí verði frestað, en um leið verði hafin vinna að nýju fyrirkomulagi. Eins og staðan er núna fá borgarfulltrúar tvær launahækkanir á ári. Þetta eru hækkanir í takt við launavísitölu og koma inn í prósentum. Það þýðir að eftir því sem launin eru hærri, þeim hærri verða hækkanirnar. 7% launahækkun hjá fólki með yfir milljón á mánuði er því mun hærra en hjá manneskjum á lágmarkslaunum. Til að koma á samfélagssátt um launin leggjum við til að samtök launafólks komi að vinnu við að móta nýja launastefnu. Enda eru það þau samtök sem hafa mestu kunnáttuna til að koma að slíku starfi. Þannig verði lagaðar fram tillögur að samfélagssátt um launabil innan borgarinnar, til að bæði auka traust íbúa til borgarstjórnar og spara fé í stjórnkerfinu. Sett verði fram viðmið um hvað teljist eðlilegt launabil á milli hæstu og lægstu launa hjá Reykjavíkurborg og fyrirtækja í hennar eigu. Há laun borgarfulltrúa skapa firringu Það er nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar, sem kosnir eru til að þjóna almenningi, séu í tengingu við kjör og þarfir íbúa. Ef svo er ekki, skapast gríðarleg hætta á firringu og aftengingu sem ég tel reyndar að sé orðin raunin. Fólk sem kosið er til að vera fulltrúar íbúa, fólks af öllum stéttum, á ekki að lifa eins og sú stétt sem hefur það best á Íslandi. Þá fara vandamálin sem lægri stéttir glíma við að skipta litlu máli. Oft myndast þannig sú rökvilla að fyrst það sjálft finni ekki fyrir vandamálum á eigin skinni, þá hljóti flestallt fólk að hafa það fínt. Borgarfulltrúar eru hérna orðnir áhyggjulausir gagnvart málum eins og hækkandi gjaldskrám og farmiðagjöldum í strætó, versnandi velferðarþjónustu og okurleigu, svo dæmi séu tekin. Hámarksbil milli hæstu og lægstu launa En til þess að ljúka máli mínu, þá leggjum við Sósíalistar til að borgarfulltrúar hafni fyrirætluðum launahækkunum um næstu mánaðamót. Við fyrsta tækifæri verði síðan hafin vinna með samtökum launafólks í þeim tilgangi að koma á launastefnu sem vinnur að sátt í samfélaginu. Nauðsynlegt er að sett verði fram launastefna sem sem miði að því að hámarksbil sé á milli hæstu og lægstu launa. Að mati Sósíalista ættu kjörnir fulltrúar og æðstu stjórnendur aldrei að vera á tvö- til þrefalt hærri launum en þau lægst launuðu. En markmiðið er að lægstu launin séu grunnurinn sem önnur laun taka mið af. Í dag mæla Sósíalistar fyrir því að þessi tillaga verði samþykkt í borgarstjórn. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar