Ofsótti lesbískt par í marga mánuði og hótaði þeim lífláti Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. júní 2023 20:01 Kona var í dag dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi vegna umsáturseineltis sem beindist að lesbísku pari. Vísir/Vilhelm Kona var í dag dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir umsáturseinelti sem beindist að lesbísku pari. Konan sat um, hrellti og niðurlægði konurnar ítrekað í rúmlega fjóra mánuði vegna kynhneiðgar þeirra. Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur. Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Áreiti konunnar í garð parsins, sem voru nágrannar hennar, hófst þann 14. apríl 2022 þegar þær báðu hana um að þrífa upp hundaskít eftir hund sinn. Í kjölfarið versnaði konan í samskiptum og hóf að áreita þær næstu rúmlega fjóra mánuði með hótunum, niðurlægjandi svívirðingum, umsátri um heimili þeirra og skemmdum á bifreið þeirra. Þá setti hún ítrekað poka með hundaskít á bifreið þeirra og ofan á ruslatunnur þeirra. Konan hótaði ítrekað að drepa parið bæði með orðum og með látbragði þar sem hún dró vísifingur yfir háls sinn. Einnig hótaði hún að drepa hund parsins og sagði þeim ítrekað að drepa sig. Þá svívirti hún parið með því að kalla þær „tussur“, „lessur“ og „ógeðslegar lesbíur“. Einnig málaði hún með hvítri málningu á götuna fyrir framan bifreið þeirra að nóttu til orðin „SNÍPUR“ með hástöfum og orðin „ATH DÆS“, sem sé niðrandi orð yfir samkynhneigða. Þá kom miði sem stóð á „Ég mun aldrei vilja ríða þér“ inn um lúguna hjá þeim, sem konurnar töldu hana hafa skrifað. Hótaði lögreglu með stórum hníf Parið leitaði til lögreglu sem gaf konunni ítrekað tiltal en hún brást alltaf illa við því. Málið náði hámarki þann 2. júní 2022 þegar lögregla tjáði konunni, sem var þá í annarlegu ástandi, að ef hún hætti ekki áreitinu yrði hún handtekin. Hún sagði lögreglu að „fokka sér“ og skellti hurðinni. Við hafi tekið samræður milli konunnar og lögreglu gegnum hurð en hún sagði þeim að ef hurðin yrði opnuð myndi hún koma á móti þeim með stóran hníf. Stuttu síðar sást hún ganga inn í eldhús og heyrðist hljóð í hnífapörum. Lögreglan óskaði þá eftir aðstoð sérsveitar sem kom á vettvang og eftir að konan sleit samskiptum við lögregluna var tekin ákvörðun um handtaka hana, hurðin brotin upp og hún handtekin. Myndbandsupptökur staðfestu háttsemi konunnar Þann 8. ágúst 2022 lögðu konurnar fram kæru á hendur konunni og afhentu lögreglu þá USB-kubb með myndbandsupptökum af háttsemi konunnar fyrir utan hús þeirra. Hlutaðeigandi aðilar og vitni voru þá kölluð til skýrslutöku. Konan lýsti sig saklausa en vildi ekki bera vitni fyrir dómi. Fyrir dómi sögðust brotaþolar hafa upplifað mikla hræðslu og óöryggi vegna áreitis ákærðu, sem einnig hafi valdið þeim svefnleysi og kvíða. Var það mat dómsins að framburðir þeirra væru trúverðugir og í fullu samræmi við allar tilkynningar um meint áreiti ákærðu til lögreglu. Dómurinn mat það svo að háttsemi ákærðu hefur verið staðfest með myndbandsupptökum, vitnisburði brotaþola, annarra vitna og lögreglu á vettvangi auk þess sem ákærða viðurkenndi hluta ákæruatriða í skýrslum hjá lögreglu. Konan var dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar en haldi hún skilorði næstu tvö árin fellur refsing hennar niður. Konunni var gert að greiða þolendum 500 þúsund krónur annars vegar og 770 þúsund krónur hins vegar. Einnig var henni gert að greiða málsvarnarlaun lögmanns síns, um 814 þúsund, þóknun lögmanns brotaþola, um 572 þúsund og aksturskostnað beggja lögmanna, samanlagt um 47 þúsund krónur.
Dómsmál Nágrannadeilur Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira