Kríuvarp á Snæfellsnesi minnkað stórlega Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 17:38 Kríurnar á Snæfellsnesi eiga undir högg að sækja ef marka má úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Náttúrustofa Vesturlands Kríuvarp á Snæfellsnesi hafa minnkað stórlega á rúmum áratug samkvæmt úttekt Náttúrustofu Vesturlands. Talið er að fæðuskortur við varpstöðvarnar árin 2004 til 2017 spili stórt hlutverk en sjófuglar hafi einnig komið illa út úr fuglaflensu á undanförnum árum. Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar. Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þetta segir í færslu Náttúrustofu Vesturlands á Facebook. Þar segir að Náttúrustofan hafi nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn hafi verið heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Önnur kríuvörp á Snæfellsnesi hafi einnig verið heimsótt og stærð þeirra metin gróflega. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla standi nú yfir og niðurstöðurnar verði birtar í haust. Náttúrustofa Vesturlands hefur lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi og er niðurstaða að vænta í haust.Náttúrustofa Vesturlands Krían átti undir högg að sækja í langan tíma Litlar birtar upplýsingar eru til um stærð einstakra kríuvarpa fyrr á árum, ef frá er talið gróft mat Freydísar Vigfúsdóttur á stærð varpanna á árunum 2008-2011 en þegar hún framkvæmdi sínar mælingar hafði krían þegar átt í erfiðleikum í einhver ár. Af samanburði við eldri mælingar hennar sé ljóst, ef frá er talið varpið við Rif, að kríuvörpin á Snæfellsnesi hafi minnkað stórlega á rúmum áratug. Nokkrir þættir geti, samkvæmt Náttúrustofu, átt þátt í þessari miklu fækkun. Engan starfsmann Náttúrustofnunar Vesturlands sakaði við úttektina.Náttúrustofa Vesturlands Þar spili fæðuskortur við varpstöðvarnar á tímabilinu 2004 til 2017 stórt hlutverk en einnig er þekkt að allra síðustu ár hafi sumir sjófuglar víða um heim orðið mjög illa fyrir barðinu á fuglaflensu. Það eigi við um kríur og aðrar þernur. Þriðja mögulega ástæðan sé rysjótt tíðarfar og stórviðri á fyrri hluta varptímans í ár. Í færslunni segir sömuleiðis að hver svo sem ástæðan sé „þá er þetta einstaklega dapurleg þróun og full ástæða til að gefa stöðu kríunnar og verndun hennar sérstakan gaum!“ Þá er tekið sérstaklega fram í ljósi neikvæðrar umfjöllunar um verndaratferli kríunnar við kríuvörp að enginn starfsmaður Náttúrustofunnar hafi orðið fyrir meiðslum við mælingarnar.
Fuglar Snæfellsbær Dýr Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira