Fals on í fals á fals ofan? Tómas Ellert Tómasson skrifar 9. júlí 2023 10:01 Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Starfsemi Lindarhvols Miðflokkurinn Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur opinberast smátt og smátt með hvaða hætti stöðugleikaeignir sem ríkissjóður eignaðist við uppgjör föllnu bankanna voru og hafa verið meðhöndlaðar í meðförum fjármálaráðuneytisins, Lindarhvols ehf, framkvæmdaaðilum sölu eignanna og þeirra sem sjá áttu um eftirlit með framkvæmd sölu eignanna. Um þó nokkuð marga aðila er að ræða. Sú mynd sem er að teiknast upp af meðferð og söluferli eignanna er ekki falleg að sjá. Leyndarhyggja; lögbrot; sektargreiðslur; pólitísk tengsl; óútskýrðir afslættir; vinum, vandamönnum og sjálfum sér hyglað; grautfúin stjórnsýsla og siðferðileg gjaldþrot svo fátt eitt sé upptalið. Rammi myndarinnar er klár, hann var settur saman í kjölfar bankahrunsins fyrir fimmtán árum síðan með Rannsóknarskýrslu Alþingis. Af fyrstu dráttum myndarinnar af meðhöndlun stöðugleikaeignanna má sjá að það stefnir í mikil líkindi með henni og myndarinnar sem dregin var upp af aðdraganda bankahrunsins. Sama listformið þó einhver blæbrigðamunur muni verða á myndunum tveim þ.e. annarsvegar aðdraganda bankahrunsins og hinsvegar einum af eftirmálum þess, framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna. Varnartengiliðir söluframkvæmdarinnar segja gagnrýni á störf sín óréttláta. Meint fals þeirra sé á misskilningi byggt og til þess eins fallið að sverta þau miklu afrek sem þeir hafi unnið við söluna. Að mati þeirra er hér um að ræða bestu sölu ríkiseigna í sögu Íslands og jafnvel sú besta í Evrópu. Fáir útvaldir taka undir þá málsvörn þeirra. Þrátt fyrir málsvörn varnartengiliðanna og fárra útvaldra að þá hefur myndin af framkvæmd á sölu stöðugleikaeignanna, þó ókláruð sé, ratað inn á borð ríkissaksóknara vegna meintra falsana. Ekki þó vegna þess að myndin sjálf sé fölsuð heldur vegna þess að fyrstu drættir myndarinnar gefa til kynna að fals on í fals á fals ofan hafi viðgengist við meðhöndlun og meðferð stöðuleikaeignanna, þeirra rúmu 400 milljarða króna sem þær innihéldu í upphafi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrv. bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar