„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. júlí 2023 22:46 Jenna Huld er húðlæknir á Húðlæknastöðinni. vísir „Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni. Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sólin hefur leikið við landsmenn undanfarnar vikur, fyrst á Austfjörðum og fyrir norðan, en undanfarna daga á suðvesturhorninu. Margir hafa brennt sig á sólinni síðustu daga, bókstaflega. Jenna Huld ræddi sólarvörn og nauðsyn notkunar á slíkum vörum í Reykjavík síðdegis: „Það er vaxandi tíðni á húðkrabbameini um allan heim og við á Íslandi erum ekkert undantekning frá því, þótt okkur finnist við fá litla sól. Á þessum árstíma er sólin mjög sterk og B-geislarnir mjög sterkir líka, A-geislarnir haldast svona sterkir yfir allt árið,“ segir Jenna Huld og útskýrir að B-geislar séu þeir geislar sem séu sterkari og brenni fólk oftast. Hún segir alla sólarvörn undir 30 ófullnægjandi. „Ég mæli með 50, í rauninni er 30 nóg en 50 er alltaf betra.“ Fjölmargir Íslendingar hafa brunnið illa undanfarin ár, ýmist í sólinni en sumir í sólarbekkjum. Klassísk afsökun fyrir því að nota ekki sólarvörn segir Jenna vera að líkaminn taki upp meira D-vítamín án sólarvarnar. „Rannsóknir sýna það að þú þarft að vera úti í korter á dag til að fá nægilegt D-vítamín. Allt eftir þessar 15 mínútur, þá ertu í raun að taka á móti skaðlegum áhrifum sólarinnar,“ segir hún og heldur áfram: „Þú verður að setja á þig á hverjum einasta degi þessa dagana og á þessi svæði sem eru mest útsett; andlit, háls, bringa og handleggir. Og helst að bæta á, ef þú ert úti allan daginn eftir fjóra til fimm tíma.“ Þessir ungu drengir nutu sumarveðursins til hins ýtrasta í Elliðaárdal, og báru vonandi á sig sólarvörn.vísir/vilhelm Auknar líkur á sortuæxli En þeir sem eru búnir að brenna, hvað er best að gera? „Það er alltaf best að setja eitthvað kælandi á þetta eins og aloe vera-krem eða eitthvað inni í kæli. Svo sterakrem sem hægt er að kaupa án lyfseðils, þar sem þetta er bólga sem kemur út af þessum skaða. Þarna hafa geislarnir skemmt erfðaefnið í frumunum þannig það er alltaf einhver varanlegur skaði eftir hvern einasta bruna. Þannig það er eins gott að forðast það,“ Spurð út í sólarvörn í öðrum húðvörum líkt og förðum og hvort sú vörn nægi segir Jenna: „Farði er ekki nóg, við verðum að nota sólarvörnina. Það nægir kannski yfir vetrartímann. Það er alveg búið að sýna fram á að sólarvörn í svona förðum skýlir okkur ekki nægilega.“ Hún segir frábært úrval komið til af sólarvörn fyrir andlit, ólíkt því sem var áður fyrr. „Þá var þetta svo feitt og klístrað og maður varð hvítur í framann.“ Jenna minnir einnig á að börn séu í sérstökum áhættuhópi. Börn sem brenna séu í áhættuhóp fyrir að fá sortuæxli síðar á lífsleiðinni.
Ferðalög Reykjavík síðdegis Heilsa Sólin Heilbrigðismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira