Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júlí 2023 18:08 Steina Árnadóttir við upphaf aðalmeðferðar málsins í maí. vísir/vilhelm Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti. Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn. Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn Vísis. Steinu var gefið að sök að svipta konu á sextugsaldri með geðklofa, sem var sjúklingur á geðdeild Landspítalans, lífi með því að þröngva ofan í hana tveimur flöskum af næringardrykk í ágúst árið 2021. Sigríður saksóknari segir ákæruna sem slíka standa óbreytta en vísar til ákvæðis í lögum um meðferð sakamála, þar sem kveðið er á um að að dómstóll geti sakfellt fyrir önnur refsiákvæði en háttsemi er heimfærð til í ákæru. Í 180. gr. laga um meðferð sakamála segir: Hvorki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir né heldur dæma aðrar kröfur á hendur honum. Þó má sakfella ákærða þótt aukaatriði brots, svo sem staður og stund þess, séu ekki skýrt eða rétt greind, enda telji dómari að vörn hafi ekki verið áfátt þess vegna. Dómari getur gefið aðilum færi á að tjá sig um atriði að þessu leyti, ef þurfa þykir. Með sömu skilyrðum er dómara og rétt að dæma eftir öðrum refsiákvæðum en fram koma í ákæru, þó aldrei aðrar kröfur en þar greinir. Að öðru leyti er dómari óbundinn af kröfum aðila og yfirlýsingum nema þær varði kröfu skv. XXVI. kafla. Steina var ákærð fyrir stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Hún var sýknuð af ákærunni fyrir héraðsdómi þar sem ekki var talið sannað að hún hefði haft ásetning til þess að valda dauða sjúklingsins. „Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu þar sem hann taldi að ákærða hefði verið ranglega sýknuð,“ segir í svari Sigríðar. Áfrýjunarstefna var gefin út í málinu 11. júlí síðastliðinn.
Andlát á geðdeild Landspítala Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34 Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48 „Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp Hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan var sýknuð af öllum kröfum héraðssaksóknara og einkaréttarkröfu aðstandanda þess sem lést var vísað frá dómi. 21. júní 2023 10:34
Sýknudómi hjúkrunarfræðingsins áfrýjað Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess. 13. júlí 2023 13:48
„Ég veit ekki á hvaða hausaveiðum yfirvöld eru“ Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga gagnrýnir ákvörðun ríkissaksóknara, um að áfrýja sýknudómi hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, harðlega. 13. júlí 2023 16:31