Ómar Ingi: Það vantaði ekki mikið meira upp á Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 23:00 Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK gerði markalaust jafntefli í kvöld gegn Fylki í Árbænum í 15. umferð Bestu deildarinnar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur að leik loknum þrátt fyrir að stigin urðu ekki þrjú. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Leikurinn var frekar bragðdaufur lengst af en HK fékk nokkur úrvalsfæri undir lok leiksins sem rötuðu þó ekki á endanum í markið. „Það vantaði ekki mikið meira upp á heldur en það að skora undir lokin, það er alveg rétt. Mér fannst samt alveg ágætlega fjörugt. Mér fannst við alveg fá færi líka í fyrri hálfleiknum og enn þá meira hérna í lokin til þess að fara í burtu með sigur, þannig að það er svona pínu svekkjandi.“ Leikplan HK gekk upp að mati Ómars Inga, fyrir utan það að ná í sigurinn. „Leikurinn spilaðist svona nokkurn veginn eins og við ætluðum okkur. Við ætluðum að vera rólegir og þéttir og passívir í fyrri hálfleiknum. Fá aðeins að þreifa á þeim og sjá hvernig þeir myndu spila. Þeir eru náttúrulega búnir að vera spila við nokkur af sterkustu liðum deildarinnar undanfarið, þannig að það var svolítið erfitt að sjá hvernig þeir kæmu inn í leikinn á móti okkur. Þannig að það var með ráðum gert að koma rólegir inn í leikinn og eftir að við værum búnir að átta okkur á þeim þá reyndum við að breyta aðeins um gír og vorum ansi nálægt því að fara með sigur af hólmi.“ Aðspurður hvort hann væri sáttur með stigið þá sagði Ómar Ingi þetta. „Það er ekki versta niðurstaðan úr leiknum. Ekkert ósáttur með stigið en svona beint eftir leik þá voru tækifærin okkar síðustu tíu til fimmtán mínúturnar í seinni hálfleiknum hafi verið þannig að það hafi verið ekkert ósanngjarnt að við hefðum unnið.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og fékk HK Tuma Þorvarsson til baka úr láni frá Haukum. Tumi tók þátt í tveimur leikjum HK í upphafi Bestu deildarinnar og átti til að mynda stóran þátt í frægu sigurmarki HK á Breiðabliki í fyrstu umferð deildarinnar. „Þegar Tumi fer þá gerist það hratt á lokadegi gluggans þegar við tökum Eyþór Wöhler inn. Þetta var á þeim tíma hans ákvörðun hvað hann vildi gera. Hann óskaði eftir því að fá að koma til baka þannig að við tökum á móti honum glaðir.“ Aðspurður hvort það verði einhverjar frekari viðbætur í þessum félagsskiptaglugga þá útilokar Ómar Ingi það ekki. „Það gæti alveg verið. Við erum að missa Ívar Orra í skóla í Bandaríkjunum, þannig að við erum að horfa í kringum okkur eftir því að auka aðeins breiddina þegar hann fer og svo sjáum við bara hvort það sé eitthvað í boði sem er þess virði að skoða,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla HK Fylkir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira